Var alveg biðarinnar virði 23. júlí 2007 04:15 Kvikmyndatökumaðurinn verður á fleygiferð nánast allan tímann enda hefur myndinni verið lýst sem 51 mínútu löngum eltingarleik. „Það verður búið að skreyta Laugaveginn þegar ég kem heim,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason. Hann er nú loksins kominn til Berlínar þar sem undirbúningur fyrir hasarmyndina Stopping Power er kominn á fullt. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en hinn hollenski Jan de Bont sem sjálfur hóf feril sinn í kvikmyndatökustólnum. Þótt enn sé rúmur mánuður þar til eiginlegar tökur hefjast hefur Óttar nóg fyrir stafni. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hyggst de Bont tjalda öllu til og hefur Stopping Power verið lýst sem „51 mínútu eltingarleik þar sem bílar, einkaþotur, orrustuþotur og þyrlur koma við sögu,“ svo vitnað sé í kvikmyndabiblíuna Variety. Óttar getur að einhverju leyti tekið undir þessi orð og viðurkennir að hann sé með fiðring í maganum. „Þetta er alveg gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið ákaflega spennandi,“ segir Óttar og bætir því við að í ljósi fortíðar de Bont sem kvikmyndatökumanns sé eilítið meiri pressa á hann að standa sig. Kvikmyndatökumaðurinn segist þó vera hvergi banginn þótt hann eigi eftir að vera á fleygiferð á lofti og láði enda sé de Bont búinn að velja í kringum sig marga af fremstu áhættuleikstjórum heims. „Þetta verður allt eins öruggt og hugsast getur.“ Stórleikarinn John Cusack er eini leikarinn hingað til sem staðfest hefur verið að leiki í myndinni. Hann mun fara með hlutverk venjulegs fjölskylduföður sem verður fyrir því að húsbílnum hans er rænt í miðborg Berlínar með dóttur hans innanborðs. Tvö önnur stórnöfn hafa verið nefnd í tengslum við myndina en Óttar vildi lítið tjá sig um það mál. Meira en ár er liðið síðan Óttar var ráðinn til verksins en síðan var myndinni frestað um óákveðinn tíma. Kvikmyndatökumaðurinn sagðist vera feginn að boltinn skyldi vera farinn að rúlla. „Maður hefur verið með þetta aftan í hnakkanum allan þennan tíma og nú bíður maður bara eftir því að komast í gírinn af fullum krafti.“ Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það verður búið að skreyta Laugaveginn þegar ég kem heim,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason. Hann er nú loksins kominn til Berlínar þar sem undirbúningur fyrir hasarmyndina Stopping Power er kominn á fullt. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en hinn hollenski Jan de Bont sem sjálfur hóf feril sinn í kvikmyndatökustólnum. Þótt enn sé rúmur mánuður þar til eiginlegar tökur hefjast hefur Óttar nóg fyrir stafni. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hyggst de Bont tjalda öllu til og hefur Stopping Power verið lýst sem „51 mínútu eltingarleik þar sem bílar, einkaþotur, orrustuþotur og þyrlur koma við sögu,“ svo vitnað sé í kvikmyndabiblíuna Variety. Óttar getur að einhverju leyti tekið undir þessi orð og viðurkennir að hann sé með fiðring í maganum. „Þetta er alveg gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið ákaflega spennandi,“ segir Óttar og bætir því við að í ljósi fortíðar de Bont sem kvikmyndatökumanns sé eilítið meiri pressa á hann að standa sig. Kvikmyndatökumaðurinn segist þó vera hvergi banginn þótt hann eigi eftir að vera á fleygiferð á lofti og láði enda sé de Bont búinn að velja í kringum sig marga af fremstu áhættuleikstjórum heims. „Þetta verður allt eins öruggt og hugsast getur.“ Stórleikarinn John Cusack er eini leikarinn hingað til sem staðfest hefur verið að leiki í myndinni. Hann mun fara með hlutverk venjulegs fjölskylduföður sem verður fyrir því að húsbílnum hans er rænt í miðborg Berlínar með dóttur hans innanborðs. Tvö önnur stórnöfn hafa verið nefnd í tengslum við myndina en Óttar vildi lítið tjá sig um það mál. Meira en ár er liðið síðan Óttar var ráðinn til verksins en síðan var myndinni frestað um óákveðinn tíma. Kvikmyndatökumaðurinn sagðist vera feginn að boltinn skyldi vera farinn að rúlla. „Maður hefur verið með þetta aftan í hnakkanum allan þennan tíma og nú bíður maður bara eftir því að komast í gírinn af fullum krafti.“
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira