Þrífast börnin best á misjöfnu? 26. júlí 2007 07:00 Á misjöfnu þrífast börnin best," segir í gömlu íslensku máltæki sem enn á 21. öldinni virðist lifa góðu lífi. Þetta gamla máltæki lýsir enda nokkuð vel viðhorfi íslensku þjóðarsálarinnar til barna, eða í það minnsta viðhorfi sem hefur verið í fullu gildi til skamms tíma. Vissulega hefur hagur barna á Íslandi að mörgu leyti batnað síðustu ár og áratugi. Samt er það viðhorf enn sterkt á Íslandi að eitthvert besta atlæti sem hægt er að veita barni sé sem minnst atlæti. Íslensk börn eiga að vaxa eins og laukar í túni og þroskast og læra af mótlæti og reynslu, fremur en að njóta handleiðslu foreldra og annarra uppalenda. Of mikið af slíku geti í versta falli verið skaðlegt og gert ungt fólk ósjálfbjarga. Barnæska á Íslandi var lengi vel, og er kannski enn, styttri en tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þannig hafa íslensk börn til dæmis farið að vinna miklu fyrr en tíðkaðist meðal nágrannaþjóða, safna í reynslubankann. Ekki skal gert lítið úr þeirri reynslu sem íslensk ungmenni hafa hlotið á vinnumarkaðnum í fjölbreytilegu sumarstarfi. Hún hefur aukið víðsýni margra. Hitt er annað mál að börnum hér voru fram undir lok síðustu aldar falin störf sem þau höfðu ekki aldur né þroska til að sinna, í verstu tilvikum með hörmulegum afleiðingum. Þetta er sem betur fer liðin tíð en það má þakka evrópskum reglugerðum fremur en íslenskum hugsunarhætti. Forstöðumaður Barnaverndarstofu hefur kallað eftir stefnu ríkis og sveitarfélaga í málefnum barna en talað fyrir daufum eyrum. Stöku sinnum rofar til í stjórnmálaheiminum og skurkur er gerður í afmörkuðum málum. Eftir stendur að opinber stefna er engin í málefnum barna. Iðulega er málefnum fjölskyldna blandað saman við málefni barna. Vitanlega eru skýrir hagsmunir barna fólgnir í því að vel sé búið að fjölskyldum í landinu. Það er hins vegar ekki nóg. Stefnumótun um málefni fjölskyldna er iðulega ákaflega foreldramiðuð og fyrir kemur að hagsmunir barna víki fyrir hagsmunum foreldra þeirra. Erum við til dæmis sannfærð um að lenging skóladags yngstu nemenda grunnskólans á síðustu tíu árum sé börnunum fyrir bestu, eða ræður þarna ferðinni þörf foreldra fyrir barnagæslu? Þessarar spurningar og fleiri verðum við að spyrja okkur. Íslenska þjóðin verður að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig hún vill halda á málefnum barna. Óskandi er að ríki og sveitarfélög taki málefni barna ákveðnum tökum á næstu árum. Á sama tíma verðum við hvert og eitt að taka okkur tak og setja börnin í fyrsta sæti. Öfugmæli þau sem fólgin eru í hinni gömlu íslensku speki sem rifjuð er upp hér að ofan eru meinsemd í samfélagi okkar. Í raun ættum við Íslendingar 21. aldarinnar að snúa þessu máltæki alveg við og segja: Á kærleika, virðingu og góðu atlæti þrífast börnin best. Og standa svo við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á misjöfnu þrífast börnin best," segir í gömlu íslensku máltæki sem enn á 21. öldinni virðist lifa góðu lífi. Þetta gamla máltæki lýsir enda nokkuð vel viðhorfi íslensku þjóðarsálarinnar til barna, eða í það minnsta viðhorfi sem hefur verið í fullu gildi til skamms tíma. Vissulega hefur hagur barna á Íslandi að mörgu leyti batnað síðustu ár og áratugi. Samt er það viðhorf enn sterkt á Íslandi að eitthvert besta atlæti sem hægt er að veita barni sé sem minnst atlæti. Íslensk börn eiga að vaxa eins og laukar í túni og þroskast og læra af mótlæti og reynslu, fremur en að njóta handleiðslu foreldra og annarra uppalenda. Of mikið af slíku geti í versta falli verið skaðlegt og gert ungt fólk ósjálfbjarga. Barnæska á Íslandi var lengi vel, og er kannski enn, styttri en tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þannig hafa íslensk börn til dæmis farið að vinna miklu fyrr en tíðkaðist meðal nágrannaþjóða, safna í reynslubankann. Ekki skal gert lítið úr þeirri reynslu sem íslensk ungmenni hafa hlotið á vinnumarkaðnum í fjölbreytilegu sumarstarfi. Hún hefur aukið víðsýni margra. Hitt er annað mál að börnum hér voru fram undir lok síðustu aldar falin störf sem þau höfðu ekki aldur né þroska til að sinna, í verstu tilvikum með hörmulegum afleiðingum. Þetta er sem betur fer liðin tíð en það má þakka evrópskum reglugerðum fremur en íslenskum hugsunarhætti. Forstöðumaður Barnaverndarstofu hefur kallað eftir stefnu ríkis og sveitarfélaga í málefnum barna en talað fyrir daufum eyrum. Stöku sinnum rofar til í stjórnmálaheiminum og skurkur er gerður í afmörkuðum málum. Eftir stendur að opinber stefna er engin í málefnum barna. Iðulega er málefnum fjölskyldna blandað saman við málefni barna. Vitanlega eru skýrir hagsmunir barna fólgnir í því að vel sé búið að fjölskyldum í landinu. Það er hins vegar ekki nóg. Stefnumótun um málefni fjölskyldna er iðulega ákaflega foreldramiðuð og fyrir kemur að hagsmunir barna víki fyrir hagsmunum foreldra þeirra. Erum við til dæmis sannfærð um að lenging skóladags yngstu nemenda grunnskólans á síðustu tíu árum sé börnunum fyrir bestu, eða ræður þarna ferðinni þörf foreldra fyrir barnagæslu? Þessarar spurningar og fleiri verðum við að spyrja okkur. Íslenska þjóðin verður að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig hún vill halda á málefnum barna. Óskandi er að ríki og sveitarfélög taki málefni barna ákveðnum tökum á næstu árum. Á sama tíma verðum við hvert og eitt að taka okkur tak og setja börnin í fyrsta sæti. Öfugmæli þau sem fólgin eru í hinni gömlu íslensku speki sem rifjuð er upp hér að ofan eru meinsemd í samfélagi okkar. Í raun ættum við Íslendingar 21. aldarinnar að snúa þessu máltæki alveg við og segja: Á kærleika, virðingu og góðu atlæti þrífast börnin best. Og standa svo við það.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun