Sport

Evrópsk dagblöð vilja stöðva Tour de France

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Alexandre Vinokourov þótti sigurstranglegastur fyrir keppnina en hann hefur verið sendur heim.
Alexandre Vinokourov þótti sigurstranglegastur fyrir keppnina en hann hefur verið sendur heim. NordicPhotos/GettyImages

Dagblöð víðs vegar um Evrópu vilja flauta Tour de France keppninna af vegna mikils hneykslis sem við kemur lyfjanotkun hjólreiðkappa. Þrír keppendur hafa verið dæmdir úr leik vegna þessa, tveir féllu á lyfjaprófi og einn mætti ekki í lyfjapróf. Michael Rasmussen, Cristian Moreni og Alexandre Vinokourov hafa verið dæmdir úr leik.

Franska blaðið Liberation skrifar á forsíðu sinni að túrinn sé dauður og vilja ekki lengur birta niðurstöður úr keppninni, þýska blaðið Bild segir keppnina vera í jarðarfarafasa og krefst þess að keppnin verði stöðvuð og ítalska blaðið La Repubblica segir að hjólaíþróttin sé veik eins og að um manneskju væri að ræða.

Christian Prudhomme, skipuleggjandi keppnarinnar, segir að keppnin muni halda áfram. „Það væri ósanngjarnt gagnvart þeim hjólreiðaköppum sem hafa lagt hart að sér að stöðva keppnina," sagði Prudhomme.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×