Gamanleikarinn Ben Stiller verður leikstjóri, aðalleikari og annar handritshöfunda kvikmyndarinnar Tropic Thunder sem er væntanleg í bíó á næsta ári.
Í myndinni mun Stiller leika hasarmyndahetju sem á í slagtogi við fjórar aðrar karlkyns hetjur sem þurfa að taka á öllu sem þær eiga þegar allt fer úrskeiðis við gerð nýrrar kvikmyndar með þeim í aðalhlutverki.
Þetta verður fyrsta myndin sem Stiller leikstýrir síðan hann sendi frá sér Zoolander árið 2001. Nýjasta mynd hans, Night at the Museum, hefur slegið rækilega í gegn í Bandaríkjunum þar sem hún var í þrjár vikur í toppsæti aðsóknarlistans.