Viðskipti erlent

NYSE kaupir í indversku kauphöllinni

Úr indversku kauphöllinni í Mumbai.
Úr indversku kauphöllinni í Mumbai. Mynd/AFP

Stjórn kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) greindi frá því í dag að markaðurinn hefði keypt 5 prósenta hlut í indversku kauphöllinni í Mumbai. Kaupverð nemur 115 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 8,2 milljörðum íslenskra króna og er það greitt í reiðufé.

Samkvæmt indverskum lögum er erlendum aðilum ekki heimilt að eignast meira en sem þessu nemur í fjármálafyrirtækjum á Indlandi.

Fjármálayfirvöld eiga eftir að samþykkja kaupin en stjórn NYSE býst við að kaupunum ljúki á fyrsta fjórðungi þessa árs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×