Frjálshyggjan er fílhraust óbyrja 12. mars 2007 04:00 Í hugum okkar eru „frjálshyggjumenn" ungir Sjálfstæðismenn. Meyhreinir pabbadrengir hittast í ystu afkimum netheima, í kjallaranum heima hjá mömmu eða nýleigðum íbúðum vestur í Skjólum, þar sem einir búmuna eru flatskjár og Friedman (brjóstmynd). Þar sitja þeir íklæddir fermingarskyrtum og láta barkakýlin tifa í takt eins og unghanar á gólæfingu. Fussa gegn opinberum fjáraustri og álykta með sölu leikhúsa og leikskóla. Ljóngáfaðir en lítt þroskaðir. Þannig hefur þetta verið um áratuga skeið. Nýjar kynslóðir taka í sífellu upp frjálshyggjufánann og halda á honum litla stund, á meðan hugsjónir þeirra fá að blómstra í Pabbaskjólinu frá vindum lífsins, þar til þeir kynnast konu, eignast börn og setjast upp í bílinn sem ekur þeim inn í samfélag manna. Aðeins örfáir bera fána frjálshyggjunnar inn í fullorðinsár sín. Enn færri draga hann að húni í garði sínum. Það sem þeir gallhörðu einstaklingar eiga sameiginlegt er að flestir eru þeir barnlausir. Frjálshyggjan krefst barnleysis. Því aðeins barnlaus er maðurinn frjáls, lífið einfalt og hugsjónin hrein. Frjálshyggjan stefnir að barnlausu þjóðfélagi. Strax í fyrstu mæðraskoðun fer að molna úr frelsishugsjóninni. „Þið getið auðvitað farið í Partý-Sónar inní Faxafeni en það kostar 15.600 krónur." Einnig er boðið upp á „hágæðafæðingu" hjá Lífsins gjöf í Garðabæ en hún kostar frá 700.000 og upp í 1.200.000 ef valin eru mænudeyfing og keisaraskurður. Frjálshyggjudrengurinn þarf ekki nema eitt augnaráð frá verðandi móður (barnshafandi konur eru greindustu dýr jarðarinnar) til að kyngja kenningunni með kýli og öllu. Síðan tekur við fæðing og orlof. Frjálshyggjumaðurinn er skyndilega kominn á laun hjá hinu opinbera við að rækta sitt einkalíf, vökva sinn ástarvöxt. Og von bráðar vill barnið kaupa klarinett: Fyrr en varði situr litla prinsessan í Sinfóníuhljómsveit æskunnar og blæs alla þá tónlist sem markaðurinn hefur fúlsað við í hundrað ár. „Afhverju getur hún ekki bara hlustað á Wham og Duran eins og ég gerði?" Faðirinn mætir nokkuð mæddur á fundi í Frjálshyggjufélaginu, sem nú hefur keypt sér eigin „fundaíbúð" þar sem enginn býr nema andi frjálshyggjunnar; fyrirmyndarþegninn í hinu komandi ríki frelsisins. Okkar maður er enn sæmilega volgur í baráttunni en samþykkir með sýnilegum semingi áskorun til ríkisstjórnar um að Sinfóníuhljómsveit Íslands verði úthýst af fjárlögum. Svo heldur lífið áfram. Handleggir brotna og sálir kremjast. Einn lendir í dópi og annar fær krabbamein. Og alltaf þarf að leita á náðir kerfisins, öryggisnetsins og almannaþjónustunnar, alls þessa sem gerir samfélag siðað. Að lokum er gamli frjálshyggjustaurinn orðinn ráðsettur gúrmagi í Grafarvogi sem hlær mildilega þegar skjárinn birtir nýjustu samþykktir drengjanna vestur í Pabbaskjóli. Bumbuhnegg hans er náskylt brosi bóndans við huppskvettum kálfa sinna þegar þeir hlaupa út í sitt fyrsta vor. Kálfar eru og verða kálfar. Barnlausi frjálshyggjumaðurinn heldur hinsvegar tryggð við málstaðinn enda tekst honum að komast í gegnum lífið án teljandi styrkja, án hjálpar ríkis og sveitar. Hann stendur einn og frjáls af samhjálp meðborgara sinna, frjáls af hverkyns niðurgreiddri samneyslu á sviði menningar eða lista. Hann hefur kannski nokkrum sinnum farið á Vínartónleika Sinfóníunnar en þá krafist þess að fá að greiða fullt og frjáls verð fyrir sæti sitt: Þær 167.000 krónur sem hann reiknaði út að miðinn þyrfti að kosta svo hljómsveitin bæri sig. Aukalykillinn að hugsjóninni er síðan góð heilsa. Hinn barnlausi boðberi frelsis má ekki klikka á henni. Aðeins mestu hreystimenni halda hugsjón sinni hreinni allt til dauðans þegar þeir eru grafnir utangarðs af gröfufyrirtæki í eigu fjölskyldunnar, alfrjálsir af framlögum til þjóðkirkjunnar og kirkjugarða ríkisins. Því um leið og heilsan bilar fer hugsjónin líka: Þegar frjálshyggjumaður leggst undir hnífinn horfist hann í augu við grímuklæddan almúgann sem um árabil lagði fyrir hluta af launum sínum svo fjarlægja mætti frjálshyggjusteinbarnið úr maga hans. Þar sem frjálshyggjunni sleppir tekur þroskinn við. Eftir að kommúnisminn dó og eftir að allir flokkar urðu grænir má skipta stjórnmálum samtímans í tvær megin fylkingar: Frjálshyggju og kratisma. Sú fyrri telur um það bil 1,2% þjóðarinnar, hin síðari nýtur 98,8% fylgis. Afleiðingin er nokkuð einsleitt flokkakerfi því allir Íslendingar eru kratar í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn er krataflokkur fyrir frjálshyggjufólk sem varð foreldrar. Framsóknarflokkurinn er krataflokkur fyrir fólk sem kallar kratismann „samvinnuhugsjón". Frjálslyndi flokkurinn er krataflokkur fyrir ófrjálslynda krata. Vinstri grænir eru krataflokkur fyrir fólk sem ólst upp við kratahatur. Samfylkingin er krataflokkur fyrir fólk sem dreymir um að allir kratar kjósi sama flokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Í hugum okkar eru „frjálshyggjumenn" ungir Sjálfstæðismenn. Meyhreinir pabbadrengir hittast í ystu afkimum netheima, í kjallaranum heima hjá mömmu eða nýleigðum íbúðum vestur í Skjólum, þar sem einir búmuna eru flatskjár og Friedman (brjóstmynd). Þar sitja þeir íklæddir fermingarskyrtum og láta barkakýlin tifa í takt eins og unghanar á gólæfingu. Fussa gegn opinberum fjáraustri og álykta með sölu leikhúsa og leikskóla. Ljóngáfaðir en lítt þroskaðir. Þannig hefur þetta verið um áratuga skeið. Nýjar kynslóðir taka í sífellu upp frjálshyggjufánann og halda á honum litla stund, á meðan hugsjónir þeirra fá að blómstra í Pabbaskjólinu frá vindum lífsins, þar til þeir kynnast konu, eignast börn og setjast upp í bílinn sem ekur þeim inn í samfélag manna. Aðeins örfáir bera fána frjálshyggjunnar inn í fullorðinsár sín. Enn færri draga hann að húni í garði sínum. Það sem þeir gallhörðu einstaklingar eiga sameiginlegt er að flestir eru þeir barnlausir. Frjálshyggjan krefst barnleysis. Því aðeins barnlaus er maðurinn frjáls, lífið einfalt og hugsjónin hrein. Frjálshyggjan stefnir að barnlausu þjóðfélagi. Strax í fyrstu mæðraskoðun fer að molna úr frelsishugsjóninni. „Þið getið auðvitað farið í Partý-Sónar inní Faxafeni en það kostar 15.600 krónur." Einnig er boðið upp á „hágæðafæðingu" hjá Lífsins gjöf í Garðabæ en hún kostar frá 700.000 og upp í 1.200.000 ef valin eru mænudeyfing og keisaraskurður. Frjálshyggjudrengurinn þarf ekki nema eitt augnaráð frá verðandi móður (barnshafandi konur eru greindustu dýr jarðarinnar) til að kyngja kenningunni með kýli og öllu. Síðan tekur við fæðing og orlof. Frjálshyggjumaðurinn er skyndilega kominn á laun hjá hinu opinbera við að rækta sitt einkalíf, vökva sinn ástarvöxt. Og von bráðar vill barnið kaupa klarinett: Fyrr en varði situr litla prinsessan í Sinfóníuhljómsveit æskunnar og blæs alla þá tónlist sem markaðurinn hefur fúlsað við í hundrað ár. „Afhverju getur hún ekki bara hlustað á Wham og Duran eins og ég gerði?" Faðirinn mætir nokkuð mæddur á fundi í Frjálshyggjufélaginu, sem nú hefur keypt sér eigin „fundaíbúð" þar sem enginn býr nema andi frjálshyggjunnar; fyrirmyndarþegninn í hinu komandi ríki frelsisins. Okkar maður er enn sæmilega volgur í baráttunni en samþykkir með sýnilegum semingi áskorun til ríkisstjórnar um að Sinfóníuhljómsveit Íslands verði úthýst af fjárlögum. Svo heldur lífið áfram. Handleggir brotna og sálir kremjast. Einn lendir í dópi og annar fær krabbamein. Og alltaf þarf að leita á náðir kerfisins, öryggisnetsins og almannaþjónustunnar, alls þessa sem gerir samfélag siðað. Að lokum er gamli frjálshyggjustaurinn orðinn ráðsettur gúrmagi í Grafarvogi sem hlær mildilega þegar skjárinn birtir nýjustu samþykktir drengjanna vestur í Pabbaskjóli. Bumbuhnegg hans er náskylt brosi bóndans við huppskvettum kálfa sinna þegar þeir hlaupa út í sitt fyrsta vor. Kálfar eru og verða kálfar. Barnlausi frjálshyggjumaðurinn heldur hinsvegar tryggð við málstaðinn enda tekst honum að komast í gegnum lífið án teljandi styrkja, án hjálpar ríkis og sveitar. Hann stendur einn og frjáls af samhjálp meðborgara sinna, frjáls af hverkyns niðurgreiddri samneyslu á sviði menningar eða lista. Hann hefur kannski nokkrum sinnum farið á Vínartónleika Sinfóníunnar en þá krafist þess að fá að greiða fullt og frjáls verð fyrir sæti sitt: Þær 167.000 krónur sem hann reiknaði út að miðinn þyrfti að kosta svo hljómsveitin bæri sig. Aukalykillinn að hugsjóninni er síðan góð heilsa. Hinn barnlausi boðberi frelsis má ekki klikka á henni. Aðeins mestu hreystimenni halda hugsjón sinni hreinni allt til dauðans þegar þeir eru grafnir utangarðs af gröfufyrirtæki í eigu fjölskyldunnar, alfrjálsir af framlögum til þjóðkirkjunnar og kirkjugarða ríkisins. Því um leið og heilsan bilar fer hugsjónin líka: Þegar frjálshyggjumaður leggst undir hnífinn horfist hann í augu við grímuklæddan almúgann sem um árabil lagði fyrir hluta af launum sínum svo fjarlægja mætti frjálshyggjusteinbarnið úr maga hans. Þar sem frjálshyggjunni sleppir tekur þroskinn við. Eftir að kommúnisminn dó og eftir að allir flokkar urðu grænir má skipta stjórnmálum samtímans í tvær megin fylkingar: Frjálshyggju og kratisma. Sú fyrri telur um það bil 1,2% þjóðarinnar, hin síðari nýtur 98,8% fylgis. Afleiðingin er nokkuð einsleitt flokkakerfi því allir Íslendingar eru kratar í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn er krataflokkur fyrir frjálshyggjufólk sem varð foreldrar. Framsóknarflokkurinn er krataflokkur fyrir fólk sem kallar kratismann „samvinnuhugsjón". Frjálslyndi flokkurinn er krataflokkur fyrir ófrjálslynda krata. Vinstri grænir eru krataflokkur fyrir fólk sem ólst upp við kratahatur. Samfylkingin er krataflokkur fyrir fólk sem dreymir um að allir kratar kjósi sama flokkinn.