Lífið

75 ár fyrir að spreyja kónginn

Oliver Jufe á leið í réttarsal.
Oliver Jufe á leið í réttarsal. MYND/AP

Fimmtíu og sjö ára gamall svisslensingur á yfir höfði sér allt að sjötíu og fimm ára fangelsi fyrir að spreyja með úðabrúsa á fimm myndir af Bhumibol konungi Thaílands. Oliver Jufer var að eigin sögn drukkinn þegar hann spreyjaði myndirnar í desember síðastliðnum. Hann hefur búið í Thaílandi í 10 ár.

Thaílendingar líta á konung sinn sem hálfguð, og það er tekið mjög alvarlega ef hann er á einhvern hátt móðgaður. Jufer hefur játað sekt sína og beðist fyrirgefningar, en engu að síður er búist við að hann verði dæmdur til fangelsisvistar. Tæplega verður hann þó látinn sitja inni í 75 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.