Deilt um stjórnarskrá 13. mars 2007 05:45 Í sögu eða frásögn sem ég heyrði lítinn hluta af í útvarpinu um daginn var sagt frá fjölskyldu einni og voru fjölskyldumeðlimir allir svo berdreymnir að þau vissu helstu tíðindi fimm til tíu ár fram í tímann. Mér fannst þetta svo skemmtileg lýsing að ég verð að koma henni að. Um leið er ég klárlega viss um að ég er ekki af þessari ætt. Það er eiginlega alltaf eitthvað að koma mér á óvart. Vitleysan undanfarna daga vegna tillögu um breytingu á stjórnarskránni hefur t.d. vakið furðu mína. Virðuleg stjórnarskrárnefnd hefur setið að störfum í nokkur ár án þess að starfið skili nokkrum árangri að því er heyrst hefur. Svo rýkur heilbrigðisráðherrann upp á nef sér og segist ætla úr ríkisstjórninni núna kortéri fyrir kosningar ef ríkisstjórnin standi ekki við stjórnarsáttmálann. En þar mun standa á einum stað: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá." Lögspekingar landsins koma fram á sjónarsviðið og segja að ekki sé hægt að setja það í stjórnarskrána að auðlindir landsins séu þjóðareign. Stundum finnst mér eins og lögfræðingar álíti að lög eigi sér sjálfstæða tilveru. En lög eru mannanna verk og þess vegna eiga þau ekki sjálfstæða tilveru. Mér finnst hlutverk lögspekinganna ekki eiga að vera að segja okkur hvað við getum sett í stjórnarskrána og hvað ekki. Þeir eiga að segja okkur hvernig við eigum að setja þau ákvæði í stjórnarskrána, sem við viljum hafa þar. Það er svo önnur spurning hvað við viljum hafa í stjórnarskránni. Ég vil að í stjórnarskránni sé ákvæði af þessu tagi. Aðrir eru á öðru máli, en virðast helst ekki vilja segja það upphátt. Þess vegna er þetta mál erfitt fyrir ríkisstjórnina. Það eru nefnilega til stjórnmálamenn og annað fólk í þessu landi sem finnst það allt í lagi að auðlindin hafi verið afhent einstaklingum ekki bara til afnota heldur til eignar. Í gegnum árin hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að fáir einstaklingar hafi orðið fokríkir á því að selja hver öðrum þennan nýtingarrétt. Nú heyrist konu helst að litið sé svo á að þetta óréttláta fyrirkomulag hafi verið svo lengi að það væri óréttlátt að afnema það. Ekki óréttlátt gagnvart þjóðinni trúi ég, heldur hið mesta óréttlæti gagnvart kvótakóngunum. Þetta kalla ég hundalógík. Nú er það út af fyrir sig eitt hvort kona er með eða á móti því að þjóðin eigi auðlindirnar. Hitt er alvarlegt finnst henni að ætlunin sé að fara að fikta í stjórnarskránni í fljótræði á síðustu metrunum fyrir kosningar. Stjórnarskráin er grunnurinn að annarri löggjöf í landinu og það er alveg óþolandi að stjórnmálamenn versli með hana eða einhver ákvæði í henni. Það er óþolandi að stjórnmálamenn hyggist slá sig til riddara og sýna hvað þeir eru „töff" með því að krefjast þess að samið sé um ákvæði í stjórnarskráni í fljótheitum rétt fyrir kosningar. Fólki sem slíkt gerir virðist ekkert heilagt. Það er líklega einn helsti gallinn við stjórnmálamenn í dag, að þeir líta á verkefnið sem hverja aðra vinnu. Fæstir stjórnmálamenn virðast helga sig þessu verkefni vegna þess að þeir trúa því að þeir geti unnið þjóð sinni til heilla. Þau hugsa fyrst og fremst um sjálf sig og að halda vinnunni. Eiginlega er það svo að kona kvíðir næstu átta vikunum þegar rifrildi og hnútuköst verða í algleymingi þegar stjórnmálaflokkarnir berjast um atkvæðin og birta langa loforðalista sem enginn ætlar að efna. Aukaafurð stríðsins undanfarna daga um stjórnarskrárákvæðið nýja hefur verið að rykið hefur verið dustað af stjórnarsáttmálanum og hvað kemur í ljós? Það kemur í ljós að ýmsar lagfæringar sem ríkisstjórnin ætlaði að gera á fiskveiðistjórninni hafa setið á hakanum. Hins vegar hafa sumir ráðherrana verið duglegir við að lofa fjárframlögum ýmiss konar á komandi kjörtímabili. Loforð sem þeir hafa ekkert vald til að gefa. Dæmi um þetta eru loforð um hjúkrunarrými og aukin fjárframlög til háskólans. Það er nefnilega miklu auðveldara að lofa upp í ermina á sér en sníða skavankana af kvótakerfinu óréttláta. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Í sögu eða frásögn sem ég heyrði lítinn hluta af í útvarpinu um daginn var sagt frá fjölskyldu einni og voru fjölskyldumeðlimir allir svo berdreymnir að þau vissu helstu tíðindi fimm til tíu ár fram í tímann. Mér fannst þetta svo skemmtileg lýsing að ég verð að koma henni að. Um leið er ég klárlega viss um að ég er ekki af þessari ætt. Það er eiginlega alltaf eitthvað að koma mér á óvart. Vitleysan undanfarna daga vegna tillögu um breytingu á stjórnarskránni hefur t.d. vakið furðu mína. Virðuleg stjórnarskrárnefnd hefur setið að störfum í nokkur ár án þess að starfið skili nokkrum árangri að því er heyrst hefur. Svo rýkur heilbrigðisráðherrann upp á nef sér og segist ætla úr ríkisstjórninni núna kortéri fyrir kosningar ef ríkisstjórnin standi ekki við stjórnarsáttmálann. En þar mun standa á einum stað: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá." Lögspekingar landsins koma fram á sjónarsviðið og segja að ekki sé hægt að setja það í stjórnarskrána að auðlindir landsins séu þjóðareign. Stundum finnst mér eins og lögfræðingar álíti að lög eigi sér sjálfstæða tilveru. En lög eru mannanna verk og þess vegna eiga þau ekki sjálfstæða tilveru. Mér finnst hlutverk lögspekinganna ekki eiga að vera að segja okkur hvað við getum sett í stjórnarskrána og hvað ekki. Þeir eiga að segja okkur hvernig við eigum að setja þau ákvæði í stjórnarskrána, sem við viljum hafa þar. Það er svo önnur spurning hvað við viljum hafa í stjórnarskránni. Ég vil að í stjórnarskránni sé ákvæði af þessu tagi. Aðrir eru á öðru máli, en virðast helst ekki vilja segja það upphátt. Þess vegna er þetta mál erfitt fyrir ríkisstjórnina. Það eru nefnilega til stjórnmálamenn og annað fólk í þessu landi sem finnst það allt í lagi að auðlindin hafi verið afhent einstaklingum ekki bara til afnota heldur til eignar. Í gegnum árin hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að fáir einstaklingar hafi orðið fokríkir á því að selja hver öðrum þennan nýtingarrétt. Nú heyrist konu helst að litið sé svo á að þetta óréttláta fyrirkomulag hafi verið svo lengi að það væri óréttlátt að afnema það. Ekki óréttlátt gagnvart þjóðinni trúi ég, heldur hið mesta óréttlæti gagnvart kvótakóngunum. Þetta kalla ég hundalógík. Nú er það út af fyrir sig eitt hvort kona er með eða á móti því að þjóðin eigi auðlindirnar. Hitt er alvarlegt finnst henni að ætlunin sé að fara að fikta í stjórnarskránni í fljótræði á síðustu metrunum fyrir kosningar. Stjórnarskráin er grunnurinn að annarri löggjöf í landinu og það er alveg óþolandi að stjórnmálamenn versli með hana eða einhver ákvæði í henni. Það er óþolandi að stjórnmálamenn hyggist slá sig til riddara og sýna hvað þeir eru „töff" með því að krefjast þess að samið sé um ákvæði í stjórnarskráni í fljótheitum rétt fyrir kosningar. Fólki sem slíkt gerir virðist ekkert heilagt. Það er líklega einn helsti gallinn við stjórnmálamenn í dag, að þeir líta á verkefnið sem hverja aðra vinnu. Fæstir stjórnmálamenn virðast helga sig þessu verkefni vegna þess að þeir trúa því að þeir geti unnið þjóð sinni til heilla. Þau hugsa fyrst og fremst um sjálf sig og að halda vinnunni. Eiginlega er það svo að kona kvíðir næstu átta vikunum þegar rifrildi og hnútuköst verða í algleymingi þegar stjórnmálaflokkarnir berjast um atkvæðin og birta langa loforðalista sem enginn ætlar að efna. Aukaafurð stríðsins undanfarna daga um stjórnarskrárákvæðið nýja hefur verið að rykið hefur verið dustað af stjórnarsáttmálanum og hvað kemur í ljós? Það kemur í ljós að ýmsar lagfæringar sem ríkisstjórnin ætlaði að gera á fiskveiðistjórninni hafa setið á hakanum. Hins vegar hafa sumir ráðherrana verið duglegir við að lofa fjárframlögum ýmiss konar á komandi kjörtímabili. Loforð sem þeir hafa ekkert vald til að gefa. Dæmi um þetta eru loforð um hjúkrunarrými og aukin fjárframlög til háskólans. Það er nefnilega miklu auðveldara að lofa upp í ermina á sér en sníða skavankana af kvótakerfinu óréttláta. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.