Bandaríska fjármálafyrirtækið Goldman Sachs skilaði 3,2 milljarða dala hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem lauk í enda febrúar. Hagnaðurinn jafngildir 215,9 milljörðum íslenskra króna og er methagnaður í sögu fyrirtækisins. Þetta er hins vegar þvert á spár greinenda sem gerðu ráð fyrir því að tekjur Goldman Sachs myndi dragast lítið eitt saman.
Þá er þetta 29 prósenta aukning á milli ára.
Tekjur fyrirtækisins námu 12,7 milljörðum dala, 856,7 milljörðum íslenskra króna, sem er 22 prósenta aukning á milli ára. Þetta er heilum tveimur milljörðum dölum meira en greinendur gerðu ráð fyrir.