Grundvallarreglur og „flaðrandi rakkar“: Útvarp gleðinnar Þorsteinn Pálsson skrifar 29. nóvember 2007 00:01 Þegar frumvarpið um hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins var til meðferðar á Alþingi lagði Samkeppniseftirlitið fram álit. Þar kom fram að reglurnar um hið nýja hlutafélag stönguðust í veigamiklum atriðum á við grundvallarreglur samkeppnisréttarins. Fyrir menntamálaráðherra var það ekki áhyggjuefni, heldur þvert á móti gleðileg staðfesting á að tilganginum væri náð. RÚV. ohf. gerði fyrir skömmu samning við fjölmiðlaeignarhaldsfyrirtækið Ólafsfell hf. um fjárstuðning. Samningurinn fól í sér brot á reglum um kostun dagskrárefnis sem settar eru vegna samkeppnissjónarmiða. Í þeim tilgangi að sniðganga samkeppnisreglurnar lýstu stjórnendur RÚV. ohf. því yfir að farin yrði hjáleið þegar kæmi að bókfærslu þessara tekna. Andstætt lögum um RÚV. ohf. fær Ólafsfell hf. nánar skilgreint neitunarvald varðandi þá dagskrárgerð á vegum RÚV. ohf. sem samningurinn tekur til. Allt er þetta gert vegna þess að menntmálaráðherra telur að tilgangurinn helgi meðalið í baráttunni fyrir því að skekkja samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Kostnaður RÚV. ohf. fór 65 milljónum króna fram úr áætlun á þessu ári. Af því tilefni samþykkti Alþingi aukastyrk til hlutafélagsins. Þetta er gert fyrir þá sök að menntamálaráðherra vill nota peninga skattborgaranna umfram það sem almenn lög gera ráð fyrir til enn frekari mismununar á samkeppnismarkaði. Í lögum um RÚV. ohf. er sama regla um óhlutdrægni starfsmanna þess og gilti fyrir hlutafélagsvæðinguna. Útvarpsstjóri átti nýlega viðtal við einn af miðlum samstarfsfyrirtækisins Ólafsfells hf. Þar kemur fram sú skoðun útvarpsstjóra að stjórnendur og starfsmenn allra annarra fjölmiðla en þeirra sem Ólafsfell hf. á í, eða eru í samstarfi við það fyrirtæki, séu handgengnir eigendum sínum. Ritstjórum Fréttablaðsins og blaðamönnum þess sem og annarra miðla í eigu 365 hf. líkir útvarpsstjóri við „flaðrandi rakka" með lappirnar upp um eigendur sína bítandi í hælana á þeim sem þeir telja eigendunum andsnúna. Áður hefði verið óhugsandi að útvarpsstjóri gengi um óhlutdrægnisregluna með þessum hætti. Nú gerist þetta vegna þess að menntamálaráðherra er ekki á móti skapi að stjórnendur RÚV. ohf. leggi rækt við fjölmæli um valda samkeppnisaðila. Ritstjórar þessa blaðs hafa talað fyrir því að almennar samkeppnisreglur gildi á fjölmiðlamarkaði með því fráviki sem lýtur að sérstakri menningarlegri almannaþjónustu eins og til að mynda þeirri sem RÚV. ohf. rekur enn með reisn og af ríkum metnaði með Rás eitt og mætti gjarnan ná til sjónvarpsins. Ekkert feimnismál er að þessi grundvallarhugmyndafræði, sem byggist á gömlum merg, fer saman við hagsmuni útgefenda blaðsins að því best er vitað. Menntamálaráðherra er hins vegar af einhverjum ástæðum andvígur jafnri samkeppnisstöðu að þessu leyti. Útvarpsstjóri hefur á kostnað skattborgaranna tekið að sér að sækja og verja þá pólitík. Þegar útvarpsstjóri lýsir því í tilvitnuðu viðtali að það sé gleðin en ekki gáfurnar sem ráða eigi för má vera að skýringin sé sú að menntamálaráðherra vilji einfaldlega ekki gáfulega stjórnun á útvarpi ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Þegar frumvarpið um hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins var til meðferðar á Alþingi lagði Samkeppniseftirlitið fram álit. Þar kom fram að reglurnar um hið nýja hlutafélag stönguðust í veigamiklum atriðum á við grundvallarreglur samkeppnisréttarins. Fyrir menntamálaráðherra var það ekki áhyggjuefni, heldur þvert á móti gleðileg staðfesting á að tilganginum væri náð. RÚV. ohf. gerði fyrir skömmu samning við fjölmiðlaeignarhaldsfyrirtækið Ólafsfell hf. um fjárstuðning. Samningurinn fól í sér brot á reglum um kostun dagskrárefnis sem settar eru vegna samkeppnissjónarmiða. Í þeim tilgangi að sniðganga samkeppnisreglurnar lýstu stjórnendur RÚV. ohf. því yfir að farin yrði hjáleið þegar kæmi að bókfærslu þessara tekna. Andstætt lögum um RÚV. ohf. fær Ólafsfell hf. nánar skilgreint neitunarvald varðandi þá dagskrárgerð á vegum RÚV. ohf. sem samningurinn tekur til. Allt er þetta gert vegna þess að menntmálaráðherra telur að tilgangurinn helgi meðalið í baráttunni fyrir því að skekkja samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Kostnaður RÚV. ohf. fór 65 milljónum króna fram úr áætlun á þessu ári. Af því tilefni samþykkti Alþingi aukastyrk til hlutafélagsins. Þetta er gert fyrir þá sök að menntamálaráðherra vill nota peninga skattborgaranna umfram það sem almenn lög gera ráð fyrir til enn frekari mismununar á samkeppnismarkaði. Í lögum um RÚV. ohf. er sama regla um óhlutdrægni starfsmanna þess og gilti fyrir hlutafélagsvæðinguna. Útvarpsstjóri átti nýlega viðtal við einn af miðlum samstarfsfyrirtækisins Ólafsfells hf. Þar kemur fram sú skoðun útvarpsstjóra að stjórnendur og starfsmenn allra annarra fjölmiðla en þeirra sem Ólafsfell hf. á í, eða eru í samstarfi við það fyrirtæki, séu handgengnir eigendum sínum. Ritstjórum Fréttablaðsins og blaðamönnum þess sem og annarra miðla í eigu 365 hf. líkir útvarpsstjóri við „flaðrandi rakka" með lappirnar upp um eigendur sína bítandi í hælana á þeim sem þeir telja eigendunum andsnúna. Áður hefði verið óhugsandi að útvarpsstjóri gengi um óhlutdrægnisregluna með þessum hætti. Nú gerist þetta vegna þess að menntamálaráðherra er ekki á móti skapi að stjórnendur RÚV. ohf. leggi rækt við fjölmæli um valda samkeppnisaðila. Ritstjórar þessa blaðs hafa talað fyrir því að almennar samkeppnisreglur gildi á fjölmiðlamarkaði með því fráviki sem lýtur að sérstakri menningarlegri almannaþjónustu eins og til að mynda þeirri sem RÚV. ohf. rekur enn með reisn og af ríkum metnaði með Rás eitt og mætti gjarnan ná til sjónvarpsins. Ekkert feimnismál er að þessi grundvallarhugmyndafræði, sem byggist á gömlum merg, fer saman við hagsmuni útgefenda blaðsins að því best er vitað. Menntamálaráðherra er hins vegar af einhverjum ástæðum andvígur jafnri samkeppnisstöðu að þessu leyti. Útvarpsstjóri hefur á kostnað skattborgaranna tekið að sér að sækja og verja þá pólitík. Þegar útvarpsstjóri lýsir því í tilvitnuðu viðtali að það sé gleðin en ekki gáfurnar sem ráða eigi för má vera að skýringin sé sú að menntamálaráðherra vilji einfaldlega ekki gáfulega stjórnun á útvarpi ríkisins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun