Hvaðan kom féð? 21. september 2007 00:01 Maður er nefndur Hernando de Soto. Hann er verkfræðingur frá Perú, en hefur getið sér orð fyrir bók, sem komið hefur út á íslensku og heitir Leyndardómar fjármagnsins. Þar spyr de Soto: Hvers vegna hefur kapítalisminn tekist vel á Vesturlöndum, en mistekist í mörgum þróunarlöndum? Svar hans er: Vegna þess að í þróunarlöndunum er fjármagnið lítt virkt. Erfitt er að stofna fyrirtæki, og margvísleg gæði, sem fátækt fólk nýtir, eru ekki skrásettar eignir þess, veðhæfar og framseljanlegar. Jafnólíkir stjórnmálamenn og Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafa lokið lofsorði á bókina. Kenning de Sotos skýrir vel það, sem hefur verið að gerast á Íslandi síðustu sextán árin. Kapítalisminn hefur tekist hér vonum framar, vegna þess að fjármagn, sem var áður lítt virkt, er skyndilega orðið virkt.Ófullkominn eignarréttur í þróunarlöndumAð sögn de Sotos er vandi fátækra þjóða ekki fólginn í skorti á fjármagni. Fólk þar syðra er jafnvinnusamt og sparsamt og Vesturlandabúar. En gæðin, sem það notar, til dæmis jarðir, hús og fyrirtæki, eru sjaldnast skrásettar eignir. Þessi gæði eru því ekki veðhæf, svo að erfitt er að fjármagna breytingar á nýtingu þeirra og umbætur á þeim. Af sömu ástæðu eru þessi gæði ekki framseljanleg nema að litlu leyti.Hin lífræna sköpun, sem einkennir kapítalismann, þrotlaus leit framkvæmdamanna að nýjum nýtingarmöguleikum fjármagns, á sér því lítt stað í þróunarlöndunum. Fjármagnið er rígfast. Straumur þess í hagkvæmustu farvegi er stíflaður. Maður, sem á húskofa í fátækrahverfi í suðrænni stórborg, getur ekki komið þeirri eign sinni í verð. Húskofinn er verðmætur, en verðlaus. Þessi sami maður getur ef til vill lifað af því að selja flíkur á útimarkaði, en ef hann ætlar að stofna saumastofu, þá er það tafsamt og dýrt. Allt þetta er miklu auðveldara á Vesturlöndum. Þar er fjármagn skrásett, veðhæft og framseljanlegt, svo að það hreyfist og vex.Ófullkominn eignarréttur á ÍslandiÞótt Íslendingar væru tekjuháir allt frá því í upphafi seinni heimsstyrjaldar, var kapítalismi hér miklu vanþróaðri en víða annars staðar á Vesturlöndum, aðallega vegna þess að eignarréttur var ófullkominn. Fiskistofnar á Íslandsmiðum voru til dæmis verðmætir frá náttúrunnar hendi, en verðlausir í skilningi laganna. Aðgangur að þeim var ókeypis, svo að þeir voru ofnýttir. Þeir voru ekki skrásett, veðhæft eða framseljanlegt fjármagn. Hið sama var að segja um ríkisfyrirtæki, til dæmis viðskiptabanka, síldarverksmiðjur og ýmsar aðrar opinberar eigur. Þau gengu ekki kaupum og sölum á markaði, og erfitt var að hagræða í rekstri þeirra. Allir áttu þau (í orði kveðnu), svo að enginn bar ábyrgð á þeim. Þetta var fé án hirðis, eins og Pétur Blöndal alþingismaður kallar það, en hugsunin í þeim orðum er svipuð og í bók de Sotos.Þriðja dæmið er ýmis samvinnufyrirtæki. Þótt látið væri svo heita, að einhverjir aðilar ættu þau, gátu þeir ekki selt hluti sína í þeim eða nýtt þá á neinn skynsamlegan veg. Erfitt var að sameina slík fyrirtæki eða skipta þeim upp, eftir því sem hagkvæmast var hverju sinni.Einkavæðing í almannaþáguÞað, sem gerðist hér eftir 1991, en hafði auðvitað hafist að nokkru leyti áður, var einkavæðing hinna eigendalausu gæða. Fiskistofnar komust í hendur útgerðarmanna í krafti kvótakerfisins og urðu skrásett, veðhæft og framseljanlegt fjármagn. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur giskar á, að þetta nýja fjármagn hafi numið um 350 milljörðum króna. Ríkisfyrirtæki voru seld, og um leið og þau komust í hendur nýrra eigenda, tóku þau að bera arð, urðu skrásett, veðhæf og framseljanleg.Að mati Yngva Arnar skapaðist þar um 370 milljarða króna nýtt fjármagn. Í þriðja lagi voru sum samvinnufélög sett á markað, þar á meðal sparisjóðir. Um allt þetta þrennt, fiskistofna, ríkisfyrirtæki og samvinnufélög, gilti, að fjármagn, sem áður hafði verið lítt eða ekki virkt, varð nú virkt og tók að vaxa. Jafnframt efldust lífeyrissjóðir landsmanna stórkostlega.Þetta skýrir það, sem hefur verið að gerast hér síðustu árin, ekki dylgjur Þorvalds Gylfasonar prófessors um rússneska mafíupeninga, sem bergmála í dönskum sorpblöðum. Íslenska efnahagsundrið á sér eðlilegar ástæður. Við getum verið hreykin af kapítalistunum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Maður er nefndur Hernando de Soto. Hann er verkfræðingur frá Perú, en hefur getið sér orð fyrir bók, sem komið hefur út á íslensku og heitir Leyndardómar fjármagnsins. Þar spyr de Soto: Hvers vegna hefur kapítalisminn tekist vel á Vesturlöndum, en mistekist í mörgum þróunarlöndum? Svar hans er: Vegna þess að í þróunarlöndunum er fjármagnið lítt virkt. Erfitt er að stofna fyrirtæki, og margvísleg gæði, sem fátækt fólk nýtir, eru ekki skrásettar eignir þess, veðhæfar og framseljanlegar. Jafnólíkir stjórnmálamenn og Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafa lokið lofsorði á bókina. Kenning de Sotos skýrir vel það, sem hefur verið að gerast á Íslandi síðustu sextán árin. Kapítalisminn hefur tekist hér vonum framar, vegna þess að fjármagn, sem var áður lítt virkt, er skyndilega orðið virkt.Ófullkominn eignarréttur í þróunarlöndumAð sögn de Sotos er vandi fátækra þjóða ekki fólginn í skorti á fjármagni. Fólk þar syðra er jafnvinnusamt og sparsamt og Vesturlandabúar. En gæðin, sem það notar, til dæmis jarðir, hús og fyrirtæki, eru sjaldnast skrásettar eignir. Þessi gæði eru því ekki veðhæf, svo að erfitt er að fjármagna breytingar á nýtingu þeirra og umbætur á þeim. Af sömu ástæðu eru þessi gæði ekki framseljanleg nema að litlu leyti.Hin lífræna sköpun, sem einkennir kapítalismann, þrotlaus leit framkvæmdamanna að nýjum nýtingarmöguleikum fjármagns, á sér því lítt stað í þróunarlöndunum. Fjármagnið er rígfast. Straumur þess í hagkvæmustu farvegi er stíflaður. Maður, sem á húskofa í fátækrahverfi í suðrænni stórborg, getur ekki komið þeirri eign sinni í verð. Húskofinn er verðmætur, en verðlaus. Þessi sami maður getur ef til vill lifað af því að selja flíkur á útimarkaði, en ef hann ætlar að stofna saumastofu, þá er það tafsamt og dýrt. Allt þetta er miklu auðveldara á Vesturlöndum. Þar er fjármagn skrásett, veðhæft og framseljanlegt, svo að það hreyfist og vex.Ófullkominn eignarréttur á ÍslandiÞótt Íslendingar væru tekjuháir allt frá því í upphafi seinni heimsstyrjaldar, var kapítalismi hér miklu vanþróaðri en víða annars staðar á Vesturlöndum, aðallega vegna þess að eignarréttur var ófullkominn. Fiskistofnar á Íslandsmiðum voru til dæmis verðmætir frá náttúrunnar hendi, en verðlausir í skilningi laganna. Aðgangur að þeim var ókeypis, svo að þeir voru ofnýttir. Þeir voru ekki skrásett, veðhæft eða framseljanlegt fjármagn. Hið sama var að segja um ríkisfyrirtæki, til dæmis viðskiptabanka, síldarverksmiðjur og ýmsar aðrar opinberar eigur. Þau gengu ekki kaupum og sölum á markaði, og erfitt var að hagræða í rekstri þeirra. Allir áttu þau (í orði kveðnu), svo að enginn bar ábyrgð á þeim. Þetta var fé án hirðis, eins og Pétur Blöndal alþingismaður kallar það, en hugsunin í þeim orðum er svipuð og í bók de Sotos.Þriðja dæmið er ýmis samvinnufyrirtæki. Þótt látið væri svo heita, að einhverjir aðilar ættu þau, gátu þeir ekki selt hluti sína í þeim eða nýtt þá á neinn skynsamlegan veg. Erfitt var að sameina slík fyrirtæki eða skipta þeim upp, eftir því sem hagkvæmast var hverju sinni.Einkavæðing í almannaþáguÞað, sem gerðist hér eftir 1991, en hafði auðvitað hafist að nokkru leyti áður, var einkavæðing hinna eigendalausu gæða. Fiskistofnar komust í hendur útgerðarmanna í krafti kvótakerfisins og urðu skrásett, veðhæft og framseljanlegt fjármagn. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur giskar á, að þetta nýja fjármagn hafi numið um 350 milljörðum króna. Ríkisfyrirtæki voru seld, og um leið og þau komust í hendur nýrra eigenda, tóku þau að bera arð, urðu skrásett, veðhæf og framseljanleg.Að mati Yngva Arnar skapaðist þar um 370 milljarða króna nýtt fjármagn. Í þriðja lagi voru sum samvinnufélög sett á markað, þar á meðal sparisjóðir. Um allt þetta þrennt, fiskistofna, ríkisfyrirtæki og samvinnufélög, gilti, að fjármagn, sem áður hafði verið lítt eða ekki virkt, varð nú virkt og tók að vaxa. Jafnframt efldust lífeyrissjóðir landsmanna stórkostlega.Þetta skýrir það, sem hefur verið að gerast hér síðustu árin, ekki dylgjur Þorvalds Gylfasonar prófessors um rússneska mafíupeninga, sem bergmála í dönskum sorpblöðum. Íslenska efnahagsundrið á sér eðlilegar ástæður. Við getum verið hreykin af kapítalistunum okkar.