Stighækkandi tekjuskatt? 10. ágúst 2007 05:00 Helstu skattafræðingar stjórnarandstöðunnar, Indriði H. Þorláksson og Stefán Ólafsson, hafa nýlega birt okkur boðskap sinn, Indriði í opinberum fyrirlestri og Stefán í grein hér í blaðinu. Þeir gagnrýna báðir skattastefnuna frá 1991 og vilja stighækkandi tekjuskatt. Indriði segir það beint, en Stefán óbeint. Nú eru skattþrep í raun tvö, 0% skattur að skattleysismörkum, sem eru 90 þúsund króna mánaðartekjur, og 36% skattur á tekjur umfram það. Því hærri tekjur sem menn hafa, því nær eru þeir því að greiða 36% tekjuskatt, en ná samt aldrei því hámarki. Í þessum væga skilningi er tekjuskattur einstaklinga stighækkandi. Stefán vill hins vegar herða á þessu með því að hækka skattleysismörk lágtekjufólks, svo að fleiri greiði í raun 0% tekjuskatt, og lækka í þrepum skattleysismörk hátekjufólks, svo að þeir komist hraðar nær því að greiða í raun 36% tekjuskatt.Hvernig ber að setja skattleysismörk?Stefán fullyrðir, að skattleysismörk (sem nú eru 90 þúsund krónur á mánuði) ættu að vera 140 þúsund krónur til að vera jafnhá og 1988, þegar fjölþrepa tekjuskattur var felldur niður. Þetta er rangt. Á verðlagi ársins 2006 voru skattleysismörk ársins 1988 107.129 krónur á mánuði, aðeins röskum 10 þúsund krónum hærri á mánuði þá en nú. Stefán fær tölu sína með því að miða við vísitölu launa, ekki neysluverðs. Heiðarlegra hefði verið að segja beint frá því. Þegar upphæðir eru bornar saman skýringarlaust milli ára, eiga flestir von á því, að þær séu á sambærilegu verðlagi.Röng hugsun er í því að tengja skattleysismörk við vísitölu launa. Þá er alltaf sami hópur skattfrjáls óháð því, hvort hann er aflögufær eða ekki. Skattleysismörk eiga ekki að segja til um, hvar í tekjustiganum menn eru miðað við aðra, heldur hvað telja má lágmarksframfærslueyri á mann. Þess vegna var rétt að tengja skattleysismörk við vísitölu neysluverðs, eins og gert var um síðustu áramót.Rökin gegn stighækkandi tekjuskattiHagfræðileg rök gegn stighækkandi tekjuskatti þeirra Indriða og Stefáns eru einkum þrenn. Í fyrsta lagi flækir hann skattlagningu. Ef hátekjukona getur skipt mánaðarlaununum milli sín og tekjulágs sonar síns, þá lækka skattgreiðslur hennar. Stundum falla tekjur líka til á einu ári, þótt þeirra sé aflað á tveimur eða fleiri árum. Ef rithöfundur fær eina greiðslu fyrir þriggja ára vinnu, þá verður hann að greiða háan tekjuskatt, en hefði ella verið undir skattleysismörkum og aðeins þurft að greiða 0%. Maður, sem undir eðlilegum kringumstæðum hefði viljað vinna lengur við tölvuna á hverjum degi og kaupa út matseld og viðhald, hættir við það, því að þá snarhækka skattgreiðslur hans. Það borgar sig ekki fyrir hann að skipta verkefnum milli sín, matsveins og rafvirkja.Í öðru lagi stuðlar stighækkandi tekjuskattur að ábyrgðarleysi. Þeir, sem ákveða skattinn, bera hann fæstir. Þegar helmingur launþega telur sig skattfrjálsan, freistast hann til að þyngja skattbyrðina á hinum. Þriðju rökin gegn stighækkandi tekjuskatti eru, að við hann dregur úr verðmætasköpun. Þá minnka menn við sig skattlagða vinnu og aðrar tegundir verðmætasköpunar. Fæddir framkvæmdamenn finna kröftum sínum ekki farveg og láta annaðhvort ekki að sér kveða eða flytjast burt. Menn taka síður áhættu, því að ríkið græðir mest á því, þegar vel tekst til, en þeir bera sjálfir tapið, þegar miður gengur. Kakan minnkar eftir því sem gengið er harðar fram í að skipta henni jafnar.Tilkall fólks til teknaHeimspekileg rök má einnig leiða gegn stighækkandi tekjuskatti. Þeir Indriði og Stefán eiga erfitt með að sætta sig við, að sumum gangi vel. En eiga menn ekki tilkall til tekna, sem vel eru fengnar? Setjum svo, að þeir Milton Friedman, Indriði og Stefán auglýsi allir fyrirlestra á sama tíma og taki aðgangseyri. Hundrað sinnum fleiri sæki fyrirlestur Friedmans en þeirra Indriða og Stefáns. Hvers vegna á að refsa honum með því að leggja á hann miklu hærri skatt hlutfallslega? Hitt er miklu hyggilegra að breyta ekki skattleysismörkum og lækka tekjuskatt á einstaklinga niður í 30%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Helstu skattafræðingar stjórnarandstöðunnar, Indriði H. Þorláksson og Stefán Ólafsson, hafa nýlega birt okkur boðskap sinn, Indriði í opinberum fyrirlestri og Stefán í grein hér í blaðinu. Þeir gagnrýna báðir skattastefnuna frá 1991 og vilja stighækkandi tekjuskatt. Indriði segir það beint, en Stefán óbeint. Nú eru skattþrep í raun tvö, 0% skattur að skattleysismörkum, sem eru 90 þúsund króna mánaðartekjur, og 36% skattur á tekjur umfram það. Því hærri tekjur sem menn hafa, því nær eru þeir því að greiða 36% tekjuskatt, en ná samt aldrei því hámarki. Í þessum væga skilningi er tekjuskattur einstaklinga stighækkandi. Stefán vill hins vegar herða á þessu með því að hækka skattleysismörk lágtekjufólks, svo að fleiri greiði í raun 0% tekjuskatt, og lækka í þrepum skattleysismörk hátekjufólks, svo að þeir komist hraðar nær því að greiða í raun 36% tekjuskatt.Hvernig ber að setja skattleysismörk?Stefán fullyrðir, að skattleysismörk (sem nú eru 90 þúsund krónur á mánuði) ættu að vera 140 þúsund krónur til að vera jafnhá og 1988, þegar fjölþrepa tekjuskattur var felldur niður. Þetta er rangt. Á verðlagi ársins 2006 voru skattleysismörk ársins 1988 107.129 krónur á mánuði, aðeins röskum 10 þúsund krónum hærri á mánuði þá en nú. Stefán fær tölu sína með því að miða við vísitölu launa, ekki neysluverðs. Heiðarlegra hefði verið að segja beint frá því. Þegar upphæðir eru bornar saman skýringarlaust milli ára, eiga flestir von á því, að þær séu á sambærilegu verðlagi.Röng hugsun er í því að tengja skattleysismörk við vísitölu launa. Þá er alltaf sami hópur skattfrjáls óháð því, hvort hann er aflögufær eða ekki. Skattleysismörk eiga ekki að segja til um, hvar í tekjustiganum menn eru miðað við aðra, heldur hvað telja má lágmarksframfærslueyri á mann. Þess vegna var rétt að tengja skattleysismörk við vísitölu neysluverðs, eins og gert var um síðustu áramót.Rökin gegn stighækkandi tekjuskattiHagfræðileg rök gegn stighækkandi tekjuskatti þeirra Indriða og Stefáns eru einkum þrenn. Í fyrsta lagi flækir hann skattlagningu. Ef hátekjukona getur skipt mánaðarlaununum milli sín og tekjulágs sonar síns, þá lækka skattgreiðslur hennar. Stundum falla tekjur líka til á einu ári, þótt þeirra sé aflað á tveimur eða fleiri árum. Ef rithöfundur fær eina greiðslu fyrir þriggja ára vinnu, þá verður hann að greiða háan tekjuskatt, en hefði ella verið undir skattleysismörkum og aðeins þurft að greiða 0%. Maður, sem undir eðlilegum kringumstæðum hefði viljað vinna lengur við tölvuna á hverjum degi og kaupa út matseld og viðhald, hættir við það, því að þá snarhækka skattgreiðslur hans. Það borgar sig ekki fyrir hann að skipta verkefnum milli sín, matsveins og rafvirkja.Í öðru lagi stuðlar stighækkandi tekjuskattur að ábyrgðarleysi. Þeir, sem ákveða skattinn, bera hann fæstir. Þegar helmingur launþega telur sig skattfrjálsan, freistast hann til að þyngja skattbyrðina á hinum. Þriðju rökin gegn stighækkandi tekjuskatti eru, að við hann dregur úr verðmætasköpun. Þá minnka menn við sig skattlagða vinnu og aðrar tegundir verðmætasköpunar. Fæddir framkvæmdamenn finna kröftum sínum ekki farveg og láta annaðhvort ekki að sér kveða eða flytjast burt. Menn taka síður áhættu, því að ríkið græðir mest á því, þegar vel tekst til, en þeir bera sjálfir tapið, þegar miður gengur. Kakan minnkar eftir því sem gengið er harðar fram í að skipta henni jafnar.Tilkall fólks til teknaHeimspekileg rök má einnig leiða gegn stighækkandi tekjuskatti. Þeir Indriði og Stefán eiga erfitt með að sætta sig við, að sumum gangi vel. En eiga menn ekki tilkall til tekna, sem vel eru fengnar? Setjum svo, að þeir Milton Friedman, Indriði og Stefán auglýsi allir fyrirlestra á sama tíma og taki aðgangseyri. Hundrað sinnum fleiri sæki fyrirlestur Friedmans en þeirra Indriða og Stefáns. Hvers vegna á að refsa honum með því að leggja á hann miklu hærri skatt hlutfallslega? Hitt er miklu hyggilegra að breyta ekki skattleysismörkum og lækka tekjuskatt á einstaklinga niður í 30%.