Randver og Cleese í áramótaauglýsingu Kaupþings Höskuldur Daði Magnússon skrifar 19. desember 2007 00:01 Randver Þorláksson leikur aðalhlutverkið í stórri áramótaauglýsingu Kaupþings sem frumsýnd verður á gamlárskvöld. Þar leikur hann á móti John Cleese, en Monty Python-hópurinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Spaugstofumönnum.Fréttablaðið/GVA Breski stórleikarinn John Cleese kemur fram í áramótaauglýsingu Kaupþings annað árið í röð. Að þessu sinni verður Cleese þó ekki í aðalhlutverkinu. John Cleese verður aukaleikari við hlið Randvers Þorlákssonar. „Ég er bundinn trúnaðarskyldu og get ekkert tjáð mig,“ sagði Randver Þorláksson þegar Fréttablaðið spurði hann út í leik sinn með John Cleese. Mikil leynd hefur hvílt yfir verkefninu síðustu vikur og mánuði en smátt og smátt hafa ýmis smáatriði kvisast út. Þannig hefur Fréttablaðið það fyrir víst að auglýsingin hafi verið tekin upp í Los Angeles fyrir skemmstu. Höfundur hennar er Jón Gnarr og var hann viðstaddur tökurnar ásamt öðrum starfsmönnum auglýsingastofunnar EnnEmm. Erlent tökulið sá um upptökurnar. Auglýsing Kaupþings verður að öllum líkindum frumsýnd í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld, en sá háttur var hafður á í fyrra þegar Cleese birtist landsmönnum óvænt með Þorstein Guðmundsson sér við hlið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að 60 sekúndna auglýsingahlé í miðju Skaupinu væri selt fyrir minnst þrjár milljónir króna. Bloggarinn Ómar R. Valdimarsson fullyrðir að fasteignasalan Remax hafi keypt auglýsingahléið. Lárus Guðmundsson, auglýsingastjóri hjá RÚV, vildi ekki staðfesta þetta við Fréttablaðið í gær. Þetta hefur verið stormasamt ár hjá Randver Þorlákssyni. Hann var sem kunnugt er rekinn úr Spaugstofunni og var sú ákvörðun nokkuð umdeild. Margir lýstu óánægju með brottreksturinn en Randver hefur staðið keikur eftir. Hann hefur sýnt góða takta sem sjónvarpsmaður á ÍNN, sjónvarpsstöð Ingva Hrafns Jónssonar, og kom fram sem kynnir á tónleikum Ný dönsk í Borgarleikhúsinu. Upprisa Randvers nær svo hápunkti með leik hans á móti John Cleese, enda hefur Spaugstofan alltaf litið á Monty Python sem sín helstu átrúnaðargoð í gríninu. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Breski stórleikarinn John Cleese kemur fram í áramótaauglýsingu Kaupþings annað árið í röð. Að þessu sinni verður Cleese þó ekki í aðalhlutverkinu. John Cleese verður aukaleikari við hlið Randvers Þorlákssonar. „Ég er bundinn trúnaðarskyldu og get ekkert tjáð mig,“ sagði Randver Þorláksson þegar Fréttablaðið spurði hann út í leik sinn með John Cleese. Mikil leynd hefur hvílt yfir verkefninu síðustu vikur og mánuði en smátt og smátt hafa ýmis smáatriði kvisast út. Þannig hefur Fréttablaðið það fyrir víst að auglýsingin hafi verið tekin upp í Los Angeles fyrir skemmstu. Höfundur hennar er Jón Gnarr og var hann viðstaddur tökurnar ásamt öðrum starfsmönnum auglýsingastofunnar EnnEmm. Erlent tökulið sá um upptökurnar. Auglýsing Kaupþings verður að öllum líkindum frumsýnd í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld, en sá háttur var hafður á í fyrra þegar Cleese birtist landsmönnum óvænt með Þorstein Guðmundsson sér við hlið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að 60 sekúndna auglýsingahlé í miðju Skaupinu væri selt fyrir minnst þrjár milljónir króna. Bloggarinn Ómar R. Valdimarsson fullyrðir að fasteignasalan Remax hafi keypt auglýsingahléið. Lárus Guðmundsson, auglýsingastjóri hjá RÚV, vildi ekki staðfesta þetta við Fréttablaðið í gær. Þetta hefur verið stormasamt ár hjá Randver Þorlákssyni. Hann var sem kunnugt er rekinn úr Spaugstofunni og var sú ákvörðun nokkuð umdeild. Margir lýstu óánægju með brottreksturinn en Randver hefur staðið keikur eftir. Hann hefur sýnt góða takta sem sjónvarpsmaður á ÍNN, sjónvarpsstöð Ingva Hrafns Jónssonar, og kom fram sem kynnir á tónleikum Ný dönsk í Borgarleikhúsinu. Upprisa Randvers nær svo hápunkti með leik hans á móti John Cleese, enda hefur Spaugstofan alltaf litið á Monty Python sem sín helstu átrúnaðargoð í gríninu.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira