Randver og Cleese í áramótaauglýsingu Kaupþings Höskuldur Daði Magnússon skrifar 19. desember 2007 00:01 Randver Þorláksson leikur aðalhlutverkið í stórri áramótaauglýsingu Kaupþings sem frumsýnd verður á gamlárskvöld. Þar leikur hann á móti John Cleese, en Monty Python-hópurinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Spaugstofumönnum.Fréttablaðið/GVA Breski stórleikarinn John Cleese kemur fram í áramótaauglýsingu Kaupþings annað árið í röð. Að þessu sinni verður Cleese þó ekki í aðalhlutverkinu. John Cleese verður aukaleikari við hlið Randvers Þorlákssonar. „Ég er bundinn trúnaðarskyldu og get ekkert tjáð mig,“ sagði Randver Þorláksson þegar Fréttablaðið spurði hann út í leik sinn með John Cleese. Mikil leynd hefur hvílt yfir verkefninu síðustu vikur og mánuði en smátt og smátt hafa ýmis smáatriði kvisast út. Þannig hefur Fréttablaðið það fyrir víst að auglýsingin hafi verið tekin upp í Los Angeles fyrir skemmstu. Höfundur hennar er Jón Gnarr og var hann viðstaddur tökurnar ásamt öðrum starfsmönnum auglýsingastofunnar EnnEmm. Erlent tökulið sá um upptökurnar. Auglýsing Kaupþings verður að öllum líkindum frumsýnd í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld, en sá háttur var hafður á í fyrra þegar Cleese birtist landsmönnum óvænt með Þorstein Guðmundsson sér við hlið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að 60 sekúndna auglýsingahlé í miðju Skaupinu væri selt fyrir minnst þrjár milljónir króna. Bloggarinn Ómar R. Valdimarsson fullyrðir að fasteignasalan Remax hafi keypt auglýsingahléið. Lárus Guðmundsson, auglýsingastjóri hjá RÚV, vildi ekki staðfesta þetta við Fréttablaðið í gær. Þetta hefur verið stormasamt ár hjá Randver Þorlákssyni. Hann var sem kunnugt er rekinn úr Spaugstofunni og var sú ákvörðun nokkuð umdeild. Margir lýstu óánægju með brottreksturinn en Randver hefur staðið keikur eftir. Hann hefur sýnt góða takta sem sjónvarpsmaður á ÍNN, sjónvarpsstöð Ingva Hrafns Jónssonar, og kom fram sem kynnir á tónleikum Ný dönsk í Borgarleikhúsinu. Upprisa Randvers nær svo hápunkti með leik hans á móti John Cleese, enda hefur Spaugstofan alltaf litið á Monty Python sem sín helstu átrúnaðargoð í gríninu. Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Breski stórleikarinn John Cleese kemur fram í áramótaauglýsingu Kaupþings annað árið í röð. Að þessu sinni verður Cleese þó ekki í aðalhlutverkinu. John Cleese verður aukaleikari við hlið Randvers Þorlákssonar. „Ég er bundinn trúnaðarskyldu og get ekkert tjáð mig,“ sagði Randver Þorláksson þegar Fréttablaðið spurði hann út í leik sinn með John Cleese. Mikil leynd hefur hvílt yfir verkefninu síðustu vikur og mánuði en smátt og smátt hafa ýmis smáatriði kvisast út. Þannig hefur Fréttablaðið það fyrir víst að auglýsingin hafi verið tekin upp í Los Angeles fyrir skemmstu. Höfundur hennar er Jón Gnarr og var hann viðstaddur tökurnar ásamt öðrum starfsmönnum auglýsingastofunnar EnnEmm. Erlent tökulið sá um upptökurnar. Auglýsing Kaupþings verður að öllum líkindum frumsýnd í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld, en sá háttur var hafður á í fyrra þegar Cleese birtist landsmönnum óvænt með Þorstein Guðmundsson sér við hlið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að 60 sekúndna auglýsingahlé í miðju Skaupinu væri selt fyrir minnst þrjár milljónir króna. Bloggarinn Ómar R. Valdimarsson fullyrðir að fasteignasalan Remax hafi keypt auglýsingahléið. Lárus Guðmundsson, auglýsingastjóri hjá RÚV, vildi ekki staðfesta þetta við Fréttablaðið í gær. Þetta hefur verið stormasamt ár hjá Randver Þorlákssyni. Hann var sem kunnugt er rekinn úr Spaugstofunni og var sú ákvörðun nokkuð umdeild. Margir lýstu óánægju með brottreksturinn en Randver hefur staðið keikur eftir. Hann hefur sýnt góða takta sem sjónvarpsmaður á ÍNN, sjónvarpsstöð Ingva Hrafns Jónssonar, og kom fram sem kynnir á tónleikum Ný dönsk í Borgarleikhúsinu. Upprisa Randvers nær svo hápunkti með leik hans á móti John Cleese, enda hefur Spaugstofan alltaf litið á Monty Python sem sín helstu átrúnaðargoð í gríninu.
Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira