Er ballið að byrja? 27. september 2007 00:01 Hingað til lands kom um daginn maður að nafni Manuel Hinds, hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra El Salvadors. Málflutningur Hinds vakti athygli víða um heim árin eftir 1990, þar eð hann varð einna fyrstur hagfræðinga til að brjóta hrun Sovétríkjanna til mergjar og lýsa því með þungum rökum, að áætlunarbúskaparlag Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Austur-Evrópu hlaut að bera dauðann í sér. Það skerpti sýn Hinds á málið, að hann þekkti marga brestina að heiman, því að í El Salvador réðu fáeinir landeigendur, einkum kaffibændur, lögum og lofum um landið með þeim árangri, að þjóðartekjur á mann nú eru þar engu hærri en þær voru 1975. Þrjátíu ár fóru í súginn. Borgarastríðið 1980-92 var bein afleiðing af veldi landeigendanna og kostaði mikið mannfall og fólksflótta og lamaði efnahagslífið. Hinds var ráðherra skamma hríð 1979-80 og aftur 1995-99 og sá þá um að undirbúa myntbreytingu, sem fólst í að skipta þjóðmyntinni út og taka upp Bandaríkjadollara í staðinn til að stuðla að stöðugra fjármálalífi og minni verðbólgu. Skömmu áður hafði Ekvador gert hið sama. Panama hefur notað dollara síðan 1904. Nokkrar Karíbahafs- og Kyrrahafseyjar nota Bandaríkjadollara í stað eigin gjaldmiðla, aðrar nota ástralska dollarann, enn aðrar nýsjálenzka dollarann. Nokkur smáríki í Evrópu nota með líku lagi evruna, til dæmis Andorra, Mónakó og San Marínó auk Páfagarðs og Svartfjallalands. Bútan og Nepal nota indverska rúpíann. Listann mætti lengja. Hinds hefur nýlega sent frá sér bók um peningamál, Playing Monopoly with the Devil (2006). Þar lýsir hann kostum þess, að smálönd leggi eigin þjóðmyntir til hliðar og notist við nærtækar heimsmyntir í staðinn. Þessum boðskap lýsti hann fyrir Gunnari Gunnarssyni fréttamanni í Speglinum í Ríkisútvarpinu í síðustu viku og einnig í grein í Viðskiptablaðinu. Hinds varar við skuldasöfnun Íslendinga erlendis: hann hefur séð þetta allt saman áður á heimaslóðum. Hann mælir með því í ljósi reynslunnar, að Íslendingar taki upp evruna. „Sprenghlægilegt," segir Seðlabankinn.Vaxtabyrðin þyngistErlendar skuldir Íslendinga hafa aukizt hratt að undanförnu. Skuldirnar héldust nálægt 50 til 60 prósentum af landsframleiðslu frá 1980 og fram undir 2000, en þær voru um mitt þetta ár komnar upp fyrir 500 prósent af landsframleiðslu samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans. Vaxtabyrðin vegna skuldanna hefur þyngzt, þar eð eignirnar, sem keyptar hafa verið fyrir erlenda lánsféð, bera minni vexti og arð en skuldirnar. Með vaxtabyrði er átt við vaxtagjöld af erlendum skuldum umfram vaxtatekjur af erlendum eignum í hlutfalli við útflutning vöru og þjónustu. Vaxtabyrðin var á bilinu átta til níu prósent af útflutningstekjum 2003 og 2004 og jókst upp í tólf prósent af útflutningstekjum 2005 og 25 prósent af útflutningstekjum 2006. Tölur Seðlabankans sýna, að vaxtabyrðin var um mitt þetta ár komin upp í 32 prósent af útflutningstekjum. Þessar tölur sýna, að Íslendingar taka nú ný lán til að borga vexti af eldri skuldum.Aukning vaxtabyrðarinnar vitnar einnig um það, að erlenda lánsfénu hefur ekki öllu verið varið til arðbærrar eignamyndunar, heldur einnig til neyzlu. Skammtímaskuldirnar við útlönd hafa aukizt hratt að undanförnu: þær voru innan við 50 prósent af útflutningstekjum 2003, en voru um mitt þetta ár komnar upp fyrir 700 prósent af útflutningstekjum. Þessi aukning stafar meðal annars af vaxtamunarviðskiptum, þar sem menn taka lágvaxtalán erlendis og festa féð í íslenzkum hávaxtabréfum (jöklabréfum) í þeirri von, að gengi krónunnar haldist hátt. Sú von verður sífellt veikari, sýnist mér, eins og ég hef lýst nú síðast í grein í tímaritinu Herðubreið.Sprenghlægilegt?Þegar vaxtagreiðslur til erlendra lánardrottna gleypa þriðjung útflutningstekna, þá er að því skapi minna af gjaldeyristekjunum aflögu til að standa straum af innflutningi, svo að skuldirnar aukast þá hraðar og hraðar. Ef svo fer, að ekki reynist unnt að velta skammtímaskuldunum áfram, þarf Seðlabankinn að ganga á gjaldeyrisforða sinn til að jafna metin og verja gengi krónunnar. En gjaldeyrisforðinn hrekkur nú aðeins fyrir tíunda parti skammtímaskuldanna, svo að hætt er við, að gengið láti þá undan. Þetta er þekkt munstur utan úr heimi, og gildir þá einu, hvort viðkomandi lönd eru rík eða fátæk. Lögmál efnahagslífsins eru í grundvallaratriðum hin sömu um allan heim. Ef Ísland hefði gengið í Evrópusambandið um leið og Finnland og Svíþjóð 1995 og tekið upp evruna 1999, væri engin sérstök hætta á ferðum hér heima núna. Sprenghlægilegt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun
Hingað til lands kom um daginn maður að nafni Manuel Hinds, hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra El Salvadors. Málflutningur Hinds vakti athygli víða um heim árin eftir 1990, þar eð hann varð einna fyrstur hagfræðinga til að brjóta hrun Sovétríkjanna til mergjar og lýsa því með þungum rökum, að áætlunarbúskaparlag Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Austur-Evrópu hlaut að bera dauðann í sér. Það skerpti sýn Hinds á málið, að hann þekkti marga brestina að heiman, því að í El Salvador réðu fáeinir landeigendur, einkum kaffibændur, lögum og lofum um landið með þeim árangri, að þjóðartekjur á mann nú eru þar engu hærri en þær voru 1975. Þrjátíu ár fóru í súginn. Borgarastríðið 1980-92 var bein afleiðing af veldi landeigendanna og kostaði mikið mannfall og fólksflótta og lamaði efnahagslífið. Hinds var ráðherra skamma hríð 1979-80 og aftur 1995-99 og sá þá um að undirbúa myntbreytingu, sem fólst í að skipta þjóðmyntinni út og taka upp Bandaríkjadollara í staðinn til að stuðla að stöðugra fjármálalífi og minni verðbólgu. Skömmu áður hafði Ekvador gert hið sama. Panama hefur notað dollara síðan 1904. Nokkrar Karíbahafs- og Kyrrahafseyjar nota Bandaríkjadollara í stað eigin gjaldmiðla, aðrar nota ástralska dollarann, enn aðrar nýsjálenzka dollarann. Nokkur smáríki í Evrópu nota með líku lagi evruna, til dæmis Andorra, Mónakó og San Marínó auk Páfagarðs og Svartfjallalands. Bútan og Nepal nota indverska rúpíann. Listann mætti lengja. Hinds hefur nýlega sent frá sér bók um peningamál, Playing Monopoly with the Devil (2006). Þar lýsir hann kostum þess, að smálönd leggi eigin þjóðmyntir til hliðar og notist við nærtækar heimsmyntir í staðinn. Þessum boðskap lýsti hann fyrir Gunnari Gunnarssyni fréttamanni í Speglinum í Ríkisútvarpinu í síðustu viku og einnig í grein í Viðskiptablaðinu. Hinds varar við skuldasöfnun Íslendinga erlendis: hann hefur séð þetta allt saman áður á heimaslóðum. Hann mælir með því í ljósi reynslunnar, að Íslendingar taki upp evruna. „Sprenghlægilegt," segir Seðlabankinn.Vaxtabyrðin þyngistErlendar skuldir Íslendinga hafa aukizt hratt að undanförnu. Skuldirnar héldust nálægt 50 til 60 prósentum af landsframleiðslu frá 1980 og fram undir 2000, en þær voru um mitt þetta ár komnar upp fyrir 500 prósent af landsframleiðslu samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans. Vaxtabyrðin vegna skuldanna hefur þyngzt, þar eð eignirnar, sem keyptar hafa verið fyrir erlenda lánsféð, bera minni vexti og arð en skuldirnar. Með vaxtabyrði er átt við vaxtagjöld af erlendum skuldum umfram vaxtatekjur af erlendum eignum í hlutfalli við útflutning vöru og þjónustu. Vaxtabyrðin var á bilinu átta til níu prósent af útflutningstekjum 2003 og 2004 og jókst upp í tólf prósent af útflutningstekjum 2005 og 25 prósent af útflutningstekjum 2006. Tölur Seðlabankans sýna, að vaxtabyrðin var um mitt þetta ár komin upp í 32 prósent af útflutningstekjum. Þessar tölur sýna, að Íslendingar taka nú ný lán til að borga vexti af eldri skuldum.Aukning vaxtabyrðarinnar vitnar einnig um það, að erlenda lánsfénu hefur ekki öllu verið varið til arðbærrar eignamyndunar, heldur einnig til neyzlu. Skammtímaskuldirnar við útlönd hafa aukizt hratt að undanförnu: þær voru innan við 50 prósent af útflutningstekjum 2003, en voru um mitt þetta ár komnar upp fyrir 700 prósent af útflutningstekjum. Þessi aukning stafar meðal annars af vaxtamunarviðskiptum, þar sem menn taka lágvaxtalán erlendis og festa féð í íslenzkum hávaxtabréfum (jöklabréfum) í þeirri von, að gengi krónunnar haldist hátt. Sú von verður sífellt veikari, sýnist mér, eins og ég hef lýst nú síðast í grein í tímaritinu Herðubreið.Sprenghlægilegt?Þegar vaxtagreiðslur til erlendra lánardrottna gleypa þriðjung útflutningstekna, þá er að því skapi minna af gjaldeyristekjunum aflögu til að standa straum af innflutningi, svo að skuldirnar aukast þá hraðar og hraðar. Ef svo fer, að ekki reynist unnt að velta skammtímaskuldunum áfram, þarf Seðlabankinn að ganga á gjaldeyrisforða sinn til að jafna metin og verja gengi krónunnar. En gjaldeyrisforðinn hrekkur nú aðeins fyrir tíunda parti skammtímaskuldanna, svo að hætt er við, að gengið láti þá undan. Þetta er þekkt munstur utan úr heimi, og gildir þá einu, hvort viðkomandi lönd eru rík eða fátæk. Lögmál efnahagslífsins eru í grundvallaratriðum hin sömu um allan heim. Ef Ísland hefði gengið í Evrópusambandið um leið og Finnland og Svíþjóð 1995 og tekið upp evruna 1999, væri engin sérstök hætta á ferðum hér heima núna. Sprenghlægilegt?