Mansal á sér stað í túnfætinum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Erlendri konu hefur verið veitt dvalarleyfi á Íslandi vegna mansals. Þetta kom fram í hádegisviðtali Stöðvar tvö við Guðrúnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu, fyrr í vikunni. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, hefur staðfest að dæmi sé þess að erlend kona hafi fengið dvalarleyfi á Íslandi vegna vísbendinga um að hún hafi verið seld mansali hingað til lands; að aðstæður konunnar hafi verið það bágbornar að ekki hafi þótt rétt að senda hana úr landi. Það er því ljóst að mansal snertir okkur hér á Íslandi beint. Mansal er ekki eitthvað sem á sér stað annars staðar í heiminum eða á öðrum tímum en þeim sem við lifum nú á. Nú stendur yfir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta er í fjórða sinn sem átakið er haldið hér á landi og segja má að því hafi vaxið fiskur um hrygg og sé meira áberandi ár frá ári enda full ástæða til. Í ár er sérstök áhersla lögð á mansal. Vitneskja um kynbundið ofbeldi hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Þetta merkir þó ekki endilega að kynbundið ofbeldi hafi aukist heldur fremur að meðvitundin og umræðan um það sé orðin meiri. Fyrir ári kynnti ríkisstjórn Íslands metnaðarfulla aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi. Í þeirri áætlun eru reyndar engar aðgerðir til að koma í veg fyrir mansal en nýjustu upplýsingar sýna að ekki dugir lengur að skella skollaeyrum við því að mansal er raunveruleiki. Líka á Íslandi. Talið er að hálf milljón kvenna sé ár hvert flutt frá fátækum löndum til hinna ríkari þar sem þær séu þvingaðar til starfa í kynlífsiðnaði. Þessi ríkari lönd eru nágrannalönd okkar og þau sem við höfum helst viljað bera okkur saman við. Því hefur lengi verið haldið fram af þeim sem til þekkja að Ísland sé þar engin undantekning; að hingað komi konur sem seldar hafa verið mansali. Og nú þýðir ekki lengur að loka augunum fyrir þessu. Það er ólíðandi að konum sé rænt, haldið nauðugum og þær niðurlægðar með margvíslegum hætti eins og gert er með konur sem seldar eru mansali. Auk þess að vera beittar kynferðislegu ofbeldi. Mansal nærir kynlífsiðnað og þar sem kynlífsiðnaður er við lýði er hætta á mansali. Það er því sérstaklega mikilvægt að setja skýran lagaramma um allt sem snýr að starfsemi sem kenna má við kynlífsiðnað. Stefna Reykjavíkurborgar er skýr. Í borginni er litið á súludansstaði sem óæskilega starfsemi. Hins vegar virðist ekki skýrt hvert hlutverk sveitarfélaga er þegar kemur að leyfisveitingum vegna slíkrar starfsemi og hvenær sveitarfélag getur hindrað hana. Slíkt hlutverk þarf að vera skýrt í nauðsynlegum lagaramma um kynlífsiðnaðinn. Í þeim lagaramma þarf jafnframt að tryggja grundvöll fyrir öflugu samstarfi sveitarfélaga við lögreglu og Útlendingastofnun þegar upp kemur grunur um mansal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Erlendri konu hefur verið veitt dvalarleyfi á Íslandi vegna mansals. Þetta kom fram í hádegisviðtali Stöðvar tvö við Guðrúnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu, fyrr í vikunni. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, hefur staðfest að dæmi sé þess að erlend kona hafi fengið dvalarleyfi á Íslandi vegna vísbendinga um að hún hafi verið seld mansali hingað til lands; að aðstæður konunnar hafi verið það bágbornar að ekki hafi þótt rétt að senda hana úr landi. Það er því ljóst að mansal snertir okkur hér á Íslandi beint. Mansal er ekki eitthvað sem á sér stað annars staðar í heiminum eða á öðrum tímum en þeim sem við lifum nú á. Nú stendur yfir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta er í fjórða sinn sem átakið er haldið hér á landi og segja má að því hafi vaxið fiskur um hrygg og sé meira áberandi ár frá ári enda full ástæða til. Í ár er sérstök áhersla lögð á mansal. Vitneskja um kynbundið ofbeldi hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Þetta merkir þó ekki endilega að kynbundið ofbeldi hafi aukist heldur fremur að meðvitundin og umræðan um það sé orðin meiri. Fyrir ári kynnti ríkisstjórn Íslands metnaðarfulla aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi. Í þeirri áætlun eru reyndar engar aðgerðir til að koma í veg fyrir mansal en nýjustu upplýsingar sýna að ekki dugir lengur að skella skollaeyrum við því að mansal er raunveruleiki. Líka á Íslandi. Talið er að hálf milljón kvenna sé ár hvert flutt frá fátækum löndum til hinna ríkari þar sem þær séu þvingaðar til starfa í kynlífsiðnaði. Þessi ríkari lönd eru nágrannalönd okkar og þau sem við höfum helst viljað bera okkur saman við. Því hefur lengi verið haldið fram af þeim sem til þekkja að Ísland sé þar engin undantekning; að hingað komi konur sem seldar hafa verið mansali. Og nú þýðir ekki lengur að loka augunum fyrir þessu. Það er ólíðandi að konum sé rænt, haldið nauðugum og þær niðurlægðar með margvíslegum hætti eins og gert er með konur sem seldar eru mansali. Auk þess að vera beittar kynferðislegu ofbeldi. Mansal nærir kynlífsiðnað og þar sem kynlífsiðnaður er við lýði er hætta á mansali. Það er því sérstaklega mikilvægt að setja skýran lagaramma um allt sem snýr að starfsemi sem kenna má við kynlífsiðnað. Stefna Reykjavíkurborgar er skýr. Í borginni er litið á súludansstaði sem óæskilega starfsemi. Hins vegar virðist ekki skýrt hvert hlutverk sveitarfélaga er þegar kemur að leyfisveitingum vegna slíkrar starfsemi og hvenær sveitarfélag getur hindrað hana. Slíkt hlutverk þarf að vera skýrt í nauðsynlegum lagaramma um kynlífsiðnaðinn. Í þeim lagaramma þarf jafnframt að tryggja grundvöll fyrir öflugu samstarfi sveitarfélaga við lögreglu og Útlendingastofnun þegar upp kemur grunur um mansal.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun