Mannréttindi sniðgengin 3. janúar 2007 05:45 Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysi sitt gagnvart réttindum launafólks. Þetta kemur mjög berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda samþykkt nr. 158 frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), sem tryggir launafólki lágmarks mannréttindi við uppsagnir úr starfi, en slík ákvæði vantar algjörlega í íslenska löggjöf. Eins og nú háttar málum er hægt að segja starfsmanni upp starfi án þess að tilgreina neina ástæðu þó eftir sé leitað. Fullgilding Alþingis á samþykkt nr. 158 mundi gjörbreyta réttindum almennings hvað varðar atvinnuöryggi og mannréttindi og lyfta þeim verulega upp í átt að réttindum launafólks á hinum Norðurlöndunum og ekki veitir af, því þar erum við langt á eftir.Flökt til og fráSíðast liðinn vetur sendi Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, ILO samþykktina til Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst og fór fram á að samin yrði tillaga að leiðbeiningarreglum varðandi uppsagnir starfsmanna.Bifröst átti að skila þessari vinnu af sér fyrir árslok 2006. Forsaga málsins er sú að um langan tíma hefur samþykktin verið í felum niðri í skúffu hjá fjórum félagsmálaráðherrum Framsóknarflokksins, þeim Páli Péturssyni, Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni og nú síðast hjá Magnúsi Stefánssyni. Það er svo fyrst eftir að hafa setið í ríkisstjórn í tæplega þrjú kjörtímabil, sem Framsóknarflokkurinn vaknar til meðvitundar í málinu og þá til þess að senda samþykktina til yfirlesturs hjá skólafólki uppi í Borgarfirði.Reglurnar í ILO nr. 158 eru ágætlega skýrar, þar þarf engu við að bæta, enda eru þær samdar af fulltrúum frá Sameinuðu þjóðunum. Telji Framsóknarflokkurinn þörf á leiðbeiningarreglum við framkvæmd ILO nr. 158 þá átti sú hugmynd að koma fram löngu fyrr en ekki nú til að tefja málið. Ég held að eftirfarandi vísur segi allt sem segja þarf um þá framkvæmd: Svo sannarlega segja má að syrta fari í álinn ef menntasetur meta á mannréttindamálin. En almenningur ekki fær orði inn að smeygja. Hann skal bara híma fjær, halda kjaft´og þegja.ÓvissuástandNokkuð óljóst er hvað íslensk stjórnvöld ætla sér að gera varðandi ILO samþykkt nr.158, þó er vitað að bæði Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum er óljúft að fullgilda samþykktina, það sýnir löng töf þeirra á að taka málið upp. En báðir eru flokkarnir mjög uggandi um fylgi sitt í alþingiskosningunum í vor.Það er því ekki útilokað ennþá að þeir í hræðslukasti leggi ILO-samþykktina fyrir Alþingi nú í vetur og mæli með löggildingu hennar eða jafnvel setji lög sem væru ígildi hennar. Ef hins vegar ekkert verður gert mun Verkalýðsfélagið Hlíf leggja fram kröfu við gerð næstu kjarasamninga þess efnis að ákvæði ILO samþykktar nr. 158 verði sett inn í samningana. Hlíf hefur áður lagt slíka kröfu fram án árangurs. En komi til þess við gerð næstu kjarasamninga þá mun Hlíf hvetja önnur félög innan ASÍ að láta sverfa til stáls til að ná þessari kröfu fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysi sitt gagnvart réttindum launafólks. Þetta kemur mjög berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda samþykkt nr. 158 frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), sem tryggir launafólki lágmarks mannréttindi við uppsagnir úr starfi, en slík ákvæði vantar algjörlega í íslenska löggjöf. Eins og nú háttar málum er hægt að segja starfsmanni upp starfi án þess að tilgreina neina ástæðu þó eftir sé leitað. Fullgilding Alþingis á samþykkt nr. 158 mundi gjörbreyta réttindum almennings hvað varðar atvinnuöryggi og mannréttindi og lyfta þeim verulega upp í átt að réttindum launafólks á hinum Norðurlöndunum og ekki veitir af, því þar erum við langt á eftir.Flökt til og fráSíðast liðinn vetur sendi Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, ILO samþykktina til Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst og fór fram á að samin yrði tillaga að leiðbeiningarreglum varðandi uppsagnir starfsmanna.Bifröst átti að skila þessari vinnu af sér fyrir árslok 2006. Forsaga málsins er sú að um langan tíma hefur samþykktin verið í felum niðri í skúffu hjá fjórum félagsmálaráðherrum Framsóknarflokksins, þeim Páli Péturssyni, Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni og nú síðast hjá Magnúsi Stefánssyni. Það er svo fyrst eftir að hafa setið í ríkisstjórn í tæplega þrjú kjörtímabil, sem Framsóknarflokkurinn vaknar til meðvitundar í málinu og þá til þess að senda samþykktina til yfirlesturs hjá skólafólki uppi í Borgarfirði.Reglurnar í ILO nr. 158 eru ágætlega skýrar, þar þarf engu við að bæta, enda eru þær samdar af fulltrúum frá Sameinuðu þjóðunum. Telji Framsóknarflokkurinn þörf á leiðbeiningarreglum við framkvæmd ILO nr. 158 þá átti sú hugmynd að koma fram löngu fyrr en ekki nú til að tefja málið. Ég held að eftirfarandi vísur segi allt sem segja þarf um þá framkvæmd: Svo sannarlega segja má að syrta fari í álinn ef menntasetur meta á mannréttindamálin. En almenningur ekki fær orði inn að smeygja. Hann skal bara híma fjær, halda kjaft´og þegja.ÓvissuástandNokkuð óljóst er hvað íslensk stjórnvöld ætla sér að gera varðandi ILO samþykkt nr.158, þó er vitað að bæði Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum er óljúft að fullgilda samþykktina, það sýnir löng töf þeirra á að taka málið upp. En báðir eru flokkarnir mjög uggandi um fylgi sitt í alþingiskosningunum í vor.Það er því ekki útilokað ennþá að þeir í hræðslukasti leggi ILO-samþykktina fyrir Alþingi nú í vetur og mæli með löggildingu hennar eða jafnvel setji lög sem væru ígildi hennar. Ef hins vegar ekkert verður gert mun Verkalýðsfélagið Hlíf leggja fram kröfu við gerð næstu kjarasamninga þess efnis að ákvæði ILO samþykktar nr. 158 verði sett inn í samningana. Hlíf hefur áður lagt slíka kröfu fram án árangurs. En komi til þess við gerð næstu kjarasamninga þá mun Hlíf hvetja önnur félög innan ASÍ að láta sverfa til stáls til að ná þessari kröfu fram.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun