Formenn stjórnarflokkanna á mannmáli 13. október 2007 17:56 Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun
Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun