Ójöfnuður um heiminn 15. febrúar 2007 06:00 Um það er ekki deilt úti í heimi, að ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna milli manna hefur víða færzt í vöxt undangengin ár. Til þess liggja ýmsar ástæður, sem vert er að skoða. En fyrst þetta: um hvaða ójöfnuð er verið að tala? Milli fólks í hverju landi fyrir sig? Eða milli landa? Skoðum fyrst tekjuskiptinguna milli landa án tillits til mannfjölda. Hún stóð nokkurn veginn í stað frá 1960 til 1980. Hægur vöxtur Afríkulanda eftir 1960 hneigðist til að auka ójöfnuð milli landa á heimsvísu, þar eð Afríka dróst aftur úr öðrum heimshlutum, en á móti kom, að heldur dró saman með iðnríkjunum innbyrðis og Suður-Ameríka sótti í sig veðrið. Síðan 1980 hefur ójöfnuður milli landa aukizt jafnt og þétt, fyrst vegna þess að nokkur Suður-Ameríkulönd komust í þrot eftir 1980 og reyndust ekki eiga fyrir skuldum og síðan vegna þess að Austur-Evrópa og Sovétríkin sigldu í strand um og eftir 1990. Þrátt fyrir þetta er því stundum haldið fram, að ójöfnuður milli landa hafi ekki aukizt, heldur þvert á móti minnkað síðan 1980. Sú fullyrðing er einnig rétt svo langt sem hún nær, enda er hún reist á sömu tölum um tekjur heimilanna í hverju landi fyrir sig, með þeirri viðbót, að fólksfjöldinn í hverju landi er tekinn með í reikninginn. Af því leiðir, að fjölmenn lönd eins og Indland og Kína hafa þá meira vægi í niðurstöðunni en fámennari lönd. Þessi breyting á mælistikunni dugir til að snúa dæminu við, því að ör vöxtur Indlands og Kína að undanförnu hefur lyft lífskjörum mikils fjölda fólks í nýjar hæðir. Sé Indlandi og Kína sleppt úr úrtakinu, fæst upphaflega niðurstaðan aftur: ójöfnuður í skiptingu tekna milli landa heimsins hefur aukizt verulega, þótt fólksfjöldinn í ólíkum löndum sé tekinn með í dæmið. Hvað ef við lítum á heiminn allan sem eina heild? Þá virðist ójöfnuður í tekjuskiptingu milli manna frekar en milli landa hafa aukizt lítillega á heimsvísu frá 1980, en varla svo, að vert sé að gera veður út af því. Uppgangurinn í Indlandi og Kína á mestan þátt í því. Mönnum getur eigi að síður mislíkað misskipting milli ríkra og fátækra um heiminn, þótt hún hafi ekki ágerzt nema lítillega frá 1980. En þótt aukning ójafnaðar um heiminn í heild hafi verið óveruleg frá 1980, þegar allt er skoðað, hefur ójöfnuður sums staðar aukizt frá fyrri tíð. Óprúttnir spunameistarar hafa sumir reynt að þræta fyrir þessa þróun; sumir reyndu til dæmis að þræta fyrir aukinn ójöfnuð í Bandaríkjunum og Bretlandi eftir 1980, eftir að Ronald Reagan og Margrét Thatcher tóku við stjórnartaumunum í þessum löndum. En tiltækar staðtölur um þróun tekjuskiptingar í þessum tveim löndum taka þó af tvímæli um efnið, eins og lesandinn getur fræðzt nánar um til dæmis á vefsetrinu en.wikipedia.org. Hitt er rétt, að haldbærar upplýsingar um skiptingu auðs og tekna eru ekki á hverju strái. Það stafar meðal annars af því, að hagstofur einstakra landa og alþjóðastofnanir hafa ekki hirt sem skyldi um að búa til sambærilegar staðtölur um tekjuskiptingu land úr landi. Hagstofur og alþjóðastofnanir hafa einnig hikað við að birta ójafnaðartölur aftur í tímann, svo að hægt sé að átta sig á þróun tekjuskiptingar með tímanum í einstökum löndum. Ný skýrsla Hagstofu Íslands er þessu marki brennd, hún nær yfir aðeins tvö ár, 2003 og 2004, og gerir því ekki nema hálft gagn, og varla það, því að umræðan um málið hér heima nú snýst um þróun tekjuskiptingar frá fyrri tíð. Útreikningar ríkisskattstjóraembættisins sýna þó svart á hvítu, að ójöfnuður í tekjuskiptingu milli manna á Íslandi hefur aukizt mjög verulega frá 1993, eins og ég hef áður greint frá á þessum stað. Hér er átt við allar tekjur eins og vera ber, einnig fjármagnstekjur. Niðurstöður Stefáns Ólafssonar prófessors ber að sama brunni. Aukinn ójöfnuður í einstökum löndum að undanförnu á sér að sumu leyti eðlilegar skýringar. Tæknivæðing eykur eftirspurn eftir vel menntuðu vinnuafli umfram ófaglært verkafólk. Síaukin heimsviðskipti leggjast á sömu sveif. Hér heima hefur ríkið ýtt undir ójöfnuð með ýmsum ráðstöfunum, meðal annars með lækkun fjármagnstekjuskatts langt niður fyrir tekjuskatt af vinnulaunum. Hátekjumenn þiggja sumir frekar lág laun fyrir vinnu sína og þeim mun ríflegri kaupauka í bréfum og arði til að skjóta sér undan skatti. Tölur ríkisskattstjóra sýna, að skatta- og tryggingakerfið hefur ýtt undir ójöfnuð á Íslandi þvert á hefðbundinn tilgang ríkisfjármálanna og velferðarkerfisins. Bað einhver um það? Síðan 1980 hefur ójöfnuður milli landa aukizt jafnt og þétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Um það er ekki deilt úti í heimi, að ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna milli manna hefur víða færzt í vöxt undangengin ár. Til þess liggja ýmsar ástæður, sem vert er að skoða. En fyrst þetta: um hvaða ójöfnuð er verið að tala? Milli fólks í hverju landi fyrir sig? Eða milli landa? Skoðum fyrst tekjuskiptinguna milli landa án tillits til mannfjölda. Hún stóð nokkurn veginn í stað frá 1960 til 1980. Hægur vöxtur Afríkulanda eftir 1960 hneigðist til að auka ójöfnuð milli landa á heimsvísu, þar eð Afríka dróst aftur úr öðrum heimshlutum, en á móti kom, að heldur dró saman með iðnríkjunum innbyrðis og Suður-Ameríka sótti í sig veðrið. Síðan 1980 hefur ójöfnuður milli landa aukizt jafnt og þétt, fyrst vegna þess að nokkur Suður-Ameríkulönd komust í þrot eftir 1980 og reyndust ekki eiga fyrir skuldum og síðan vegna þess að Austur-Evrópa og Sovétríkin sigldu í strand um og eftir 1990. Þrátt fyrir þetta er því stundum haldið fram, að ójöfnuður milli landa hafi ekki aukizt, heldur þvert á móti minnkað síðan 1980. Sú fullyrðing er einnig rétt svo langt sem hún nær, enda er hún reist á sömu tölum um tekjur heimilanna í hverju landi fyrir sig, með þeirri viðbót, að fólksfjöldinn í hverju landi er tekinn með í reikninginn. Af því leiðir, að fjölmenn lönd eins og Indland og Kína hafa þá meira vægi í niðurstöðunni en fámennari lönd. Þessi breyting á mælistikunni dugir til að snúa dæminu við, því að ör vöxtur Indlands og Kína að undanförnu hefur lyft lífskjörum mikils fjölda fólks í nýjar hæðir. Sé Indlandi og Kína sleppt úr úrtakinu, fæst upphaflega niðurstaðan aftur: ójöfnuður í skiptingu tekna milli landa heimsins hefur aukizt verulega, þótt fólksfjöldinn í ólíkum löndum sé tekinn með í dæmið. Hvað ef við lítum á heiminn allan sem eina heild? Þá virðist ójöfnuður í tekjuskiptingu milli manna frekar en milli landa hafa aukizt lítillega á heimsvísu frá 1980, en varla svo, að vert sé að gera veður út af því. Uppgangurinn í Indlandi og Kína á mestan þátt í því. Mönnum getur eigi að síður mislíkað misskipting milli ríkra og fátækra um heiminn, þótt hún hafi ekki ágerzt nema lítillega frá 1980. En þótt aukning ójafnaðar um heiminn í heild hafi verið óveruleg frá 1980, þegar allt er skoðað, hefur ójöfnuður sums staðar aukizt frá fyrri tíð. Óprúttnir spunameistarar hafa sumir reynt að þræta fyrir þessa þróun; sumir reyndu til dæmis að þræta fyrir aukinn ójöfnuð í Bandaríkjunum og Bretlandi eftir 1980, eftir að Ronald Reagan og Margrét Thatcher tóku við stjórnartaumunum í þessum löndum. En tiltækar staðtölur um þróun tekjuskiptingar í þessum tveim löndum taka þó af tvímæli um efnið, eins og lesandinn getur fræðzt nánar um til dæmis á vefsetrinu en.wikipedia.org. Hitt er rétt, að haldbærar upplýsingar um skiptingu auðs og tekna eru ekki á hverju strái. Það stafar meðal annars af því, að hagstofur einstakra landa og alþjóðastofnanir hafa ekki hirt sem skyldi um að búa til sambærilegar staðtölur um tekjuskiptingu land úr landi. Hagstofur og alþjóðastofnanir hafa einnig hikað við að birta ójafnaðartölur aftur í tímann, svo að hægt sé að átta sig á þróun tekjuskiptingar með tímanum í einstökum löndum. Ný skýrsla Hagstofu Íslands er þessu marki brennd, hún nær yfir aðeins tvö ár, 2003 og 2004, og gerir því ekki nema hálft gagn, og varla það, því að umræðan um málið hér heima nú snýst um þróun tekjuskiptingar frá fyrri tíð. Útreikningar ríkisskattstjóraembættisins sýna þó svart á hvítu, að ójöfnuður í tekjuskiptingu milli manna á Íslandi hefur aukizt mjög verulega frá 1993, eins og ég hef áður greint frá á þessum stað. Hér er átt við allar tekjur eins og vera ber, einnig fjármagnstekjur. Niðurstöður Stefáns Ólafssonar prófessors ber að sama brunni. Aukinn ójöfnuður í einstökum löndum að undanförnu á sér að sumu leyti eðlilegar skýringar. Tæknivæðing eykur eftirspurn eftir vel menntuðu vinnuafli umfram ófaglært verkafólk. Síaukin heimsviðskipti leggjast á sömu sveif. Hér heima hefur ríkið ýtt undir ójöfnuð með ýmsum ráðstöfunum, meðal annars með lækkun fjármagnstekjuskatts langt niður fyrir tekjuskatt af vinnulaunum. Hátekjumenn þiggja sumir frekar lág laun fyrir vinnu sína og þeim mun ríflegri kaupauka í bréfum og arði til að skjóta sér undan skatti. Tölur ríkisskattstjóra sýna, að skatta- og tryggingakerfið hefur ýtt undir ójöfnuð á Íslandi þvert á hefðbundinn tilgang ríkisfjármálanna og velferðarkerfisins. Bað einhver um það? Síðan 1980 hefur ójöfnuður milli landa aukizt jafnt og þétt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun