Lífið

Þriðja barn Snipes

Wesley Snipes eignaðist sitt þriðja barn fyrir skömmu.
Wesley Snipes eignaðist sitt þriðja barn fyrir skömmu. MYND/REUTERS

Hasarmyndaleikarinn Wesley Snipes eignaðist son með eiginkonu sinni Nakyung „Nikki“ Park á dögunum. Hefur hann fengið nafnið Alimayu Moa-T. Þetta er annað barn Snipes og Park, sem er kóresk listakona. Eignuðust þau dótturina Iset árið 2001.

Snipes á einnig soninn Jelani Asar, sem fæddist 1988, með fyrrverandi eiginkonu sinni April. Giftust þau árið 1985 en skildu fimm árum síðar.

Nýjasta mynd Snipes, The Shooter, fjallar um fyrrverandi liðsmann bandarísku leyniþjónustunnar sem er beðinn um að myrða hryðjuverkamann. Kemur þá í ljós að sá maður er fyrrverandi vinnuveitandi hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.