Hver er áfengisstefnan? Ellert B. Schram skrifar 10. nóvember 2007 00:01 Við fyrstu sýn virðist það saklaus tillaga að leyfa sölu á bjór og léttum vínum í matvörubúðum. Fyrir þá sem telja sig geta neytt þessara drykkja í hófi, væri það ánægjulegt hagræði að geta keypt rauðvínsflöskuna um leið og verslað er í kvöldmatinn. Er þetta ekki samskonar verslunarfrelsi eins og „þegar þú beittir þér fyrir því að mjólkin færi úr mjólkurbúðunum í matvöruverslanirnar hér um árið," spurði kunningi minn á dögunum. En málið er ekki alveg svona einfalt. Því miður. Bjór og létt vín eru áfengisdrykkir, vímuefni, og neysla þeirra er hluti af þeirri áfengismenningu (ef menningu skyldi kalla), sem stundum og alltof oft breytist í áfengisböl. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, hvort heldur við teljum okkur geta umgengist áfengi eða ekki, þá er það staðreynd sem enginn getur lokað augunum fyrir, að neysla áfengis og vímuefna er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi. Rétt núna í síðasta mánuði var gefin út skýrsla í Englandi, sem sýndi fram á vaxandi neyslu léttra vína, einkum meðal millistéttafólks og þar fyrir ofan, sem aftur leiddi af sér sjúkleika og aukin útgjöld heilbrigðisyfirvalda þar í landi. Öll þekkjum við það böl sem ofneysla áfengis hefur í för með sér. Miðbærinn í Reykjavík fyllist á nóttinni og um helgar af ofurölvuðu fólki, daglega heyrum við fréttir af drukknum ökuþórum sem valda skaða og slysum í umferðinni, við horfum upp á nákomna ættingja verða fórnarlömb ofneyslunnar og enn er ótalið það ofbeldi sem viðgengst á heimilum og í fjölskyldum í tengslum við áfengi og ölvun. Meira en verslunarfrelsiÉg er ekki endilega að segja að ástandið verði enn dramatískara ef bjórinn og hvítvínið fæst keypt í matvöruverslunum. Ég er miklu fremur að benda á, að málið snýst ekki um verslunarfrelsi eitt og sér, heldur verður að skoða það í stærra samhengi. Aukið aðgengi að þessum neysluvörum varðar líka heilbrigðismál, öryggismál, fjölskyldur og félagslegt umhverfi. Hver er áfengisstefna stjórnvalda? Ef við viljum stemma stigu við vaxandi neyslu vímuefna, hvað er þá gert í forvörnum og aðvörunum af hálfu hins opinbera? Hverjar eru fjárveitingarnar til þeirra stofnana, sem bjóða upp á endurhæfingu og meðferð vegna alkóhólisma? Jú, jú, við bönnum unglingum yngri en tuttugu ára að kaupa vín. Við sektum þá sem aka ölvaðir. Við refsum þeim sem stunda fíkniefnasölu. Við klöppum SÁÁ og AA og bindindissamtökum sem vara við vímuefnaneyslu, á bakið, og prísum hvern þann sem sleppur frá Bakkusi. En hver er áfengisstefnan? Hvar eru forvarnirnar? Ef ég er alveg hreinskilinn, þá hef ég sem fjölskyldufaðir mestar áhyggjurnar af því, hvort og hvenær unglingarnir mínir falli fyrir þeim freistingum að smakka áfengi. Það veit enginn hvar sú drykkja endar. Er það skref í rétta átt að láta áfengan bjórinn blasa við krökkunum í matvöruhillunum? Eða feðrunum, ef út í það er farið, sem eru dagdrykkjumenn og drykkjusvolar og leggja heimili sín í rúst, berja konur sínar og ógna börnum sínum? Við skulum hafa það á hreinu, að afleiðingar vínneyslu í heimahúsum og það sem gerist á bak við luktar dyr, er þyngra en tárum tekur. Heimilisofbeldið er best falda leyndarmál samfélagsins. Og um leið það sorglegasta, að því að það beinist að nánustu ástvinum. Allt í krafti áfengisvímunnar. Hvað er til ráða? Hvað geta stjórnvöld gert til að stemma stigu við misnotkun áfengis? Auka aðgengið? Bjóða upp á bjór í búðum? Er það fyrsta skrefið sem við viljum taka til að draga úr áfengisneyslunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Við fyrstu sýn virðist það saklaus tillaga að leyfa sölu á bjór og léttum vínum í matvörubúðum. Fyrir þá sem telja sig geta neytt þessara drykkja í hófi, væri það ánægjulegt hagræði að geta keypt rauðvínsflöskuna um leið og verslað er í kvöldmatinn. Er þetta ekki samskonar verslunarfrelsi eins og „þegar þú beittir þér fyrir því að mjólkin færi úr mjólkurbúðunum í matvöruverslanirnar hér um árið," spurði kunningi minn á dögunum. En málið er ekki alveg svona einfalt. Því miður. Bjór og létt vín eru áfengisdrykkir, vímuefni, og neysla þeirra er hluti af þeirri áfengismenningu (ef menningu skyldi kalla), sem stundum og alltof oft breytist í áfengisböl. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, hvort heldur við teljum okkur geta umgengist áfengi eða ekki, þá er það staðreynd sem enginn getur lokað augunum fyrir, að neysla áfengis og vímuefna er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi. Rétt núna í síðasta mánuði var gefin út skýrsla í Englandi, sem sýndi fram á vaxandi neyslu léttra vína, einkum meðal millistéttafólks og þar fyrir ofan, sem aftur leiddi af sér sjúkleika og aukin útgjöld heilbrigðisyfirvalda þar í landi. Öll þekkjum við það böl sem ofneysla áfengis hefur í för með sér. Miðbærinn í Reykjavík fyllist á nóttinni og um helgar af ofurölvuðu fólki, daglega heyrum við fréttir af drukknum ökuþórum sem valda skaða og slysum í umferðinni, við horfum upp á nákomna ættingja verða fórnarlömb ofneyslunnar og enn er ótalið það ofbeldi sem viðgengst á heimilum og í fjölskyldum í tengslum við áfengi og ölvun. Meira en verslunarfrelsiÉg er ekki endilega að segja að ástandið verði enn dramatískara ef bjórinn og hvítvínið fæst keypt í matvöruverslunum. Ég er miklu fremur að benda á, að málið snýst ekki um verslunarfrelsi eitt og sér, heldur verður að skoða það í stærra samhengi. Aukið aðgengi að þessum neysluvörum varðar líka heilbrigðismál, öryggismál, fjölskyldur og félagslegt umhverfi. Hver er áfengisstefna stjórnvalda? Ef við viljum stemma stigu við vaxandi neyslu vímuefna, hvað er þá gert í forvörnum og aðvörunum af hálfu hins opinbera? Hverjar eru fjárveitingarnar til þeirra stofnana, sem bjóða upp á endurhæfingu og meðferð vegna alkóhólisma? Jú, jú, við bönnum unglingum yngri en tuttugu ára að kaupa vín. Við sektum þá sem aka ölvaðir. Við refsum þeim sem stunda fíkniefnasölu. Við klöppum SÁÁ og AA og bindindissamtökum sem vara við vímuefnaneyslu, á bakið, og prísum hvern þann sem sleppur frá Bakkusi. En hver er áfengisstefnan? Hvar eru forvarnirnar? Ef ég er alveg hreinskilinn, þá hef ég sem fjölskyldufaðir mestar áhyggjurnar af því, hvort og hvenær unglingarnir mínir falli fyrir þeim freistingum að smakka áfengi. Það veit enginn hvar sú drykkja endar. Er það skref í rétta átt að láta áfengan bjórinn blasa við krökkunum í matvöruhillunum? Eða feðrunum, ef út í það er farið, sem eru dagdrykkjumenn og drykkjusvolar og leggja heimili sín í rúst, berja konur sínar og ógna börnum sínum? Við skulum hafa það á hreinu, að afleiðingar vínneyslu í heimahúsum og það sem gerist á bak við luktar dyr, er þyngra en tárum tekur. Heimilisofbeldið er best falda leyndarmál samfélagsins. Og um leið það sorglegasta, að því að það beinist að nánustu ástvinum. Allt í krafti áfengisvímunnar. Hvað er til ráða? Hvað geta stjórnvöld gert til að stemma stigu við misnotkun áfengis? Auka aðgengið? Bjóða upp á bjór í búðum? Er það fyrsta skrefið sem við viljum taka til að draga úr áfengisneyslunni?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun