Leyndardómar leynifélaganna 10. febrúar 2007 11:30 Abbababb eða gjugg í borg. María Reyndal leikstjóri var í leynifélagi í Norðurmýrinni á sínum ungdómsárum og horfir nú aftur til þeirra dýrðardaga. MYND/Heiða María Reyndal var í leynifélagi þegar hún var lítil í Norðurmýrinni – Hreiðrinu. Vinirnir hittust í bílskúrsbakherbergi og funduðu og voru með það á hreinu að aragrúi eldri kvenna sem fór um Norðurmýrina á þessum árum með túrbana og sólgleraugu á björtum dögum væru líka í leynifélagi. Leynifélög eru jú lífsnauðsyn fólki á öllum aldri og mættu þeir fullorðnu gera meira af því. (Pabbinn stendur upp eftir matinn og segir: „Ég verð að fara, það er fundur í leynifélaginu mínu.“) Á sunnudagseftirmiðdag verður kynning á starfsemi leynifélags í Hafnarfirði. Það eru krakkarnir í Rauðu hauskúpunni sem kynna líf sitt í nýjasta smelli Dr. Gunna og Felix, söngleiknum og danssýningunni Abbababb. Það er fyrrnefnd María Reyndal sem leikstýrir þessari gleðisýningu um lífið, leiki götunnar, pönkið og diskóið, krakka og stærri stráka, kallinn í sjoppunni og fleira fólk. María var í vinnugallanum þegar við heyrðum í henni á fimmtudag, léttstressuð og hress eins og leikstjórar í viðamiklum barna- og fjölskyldusöngleikjum eiga að vera þremur sólarhringum fyrir frumsýningu. Við spyrjum fyrir hvaða aldurshópa verkið sé: „Það er svona fimm, sex minnst og svo upp úr. Þetta er ekkert farið, krakkar eru ennþá svona, með leynifélög og spenning þegar þeir geta farið að leika sér úti á vorin. Og það þekkja allir þessa stemningu, stórir strákar sem maður er hálfsmeykur við.“ Abbababb Dr. Gunni ólst upp í Kópavoginum, María í Norðurmýrinni og Felix á Melunum. María segir þau hafa komist að raun um að þau áttu öll sameiginlegan sjóð bernskuminninga. „Þetta var fyrir svona 25 til 30 árum þegar pönkið tókst á við diskóið. Það kemur svolítið við sögu í þessari sýningu þar sem allar aðalpersónurnar eru börn, eða unglingar, og einn kall að auki, herra Rokk – nýi karlinn í sjoppunni.“ Heimur Abbababb er mörgum kunnugur frá því samnefndur diskur með hinu alræmda prumplagi rokseldist fyrir einhver jólin. Doktorinn hefur nú tengt bassann sinn og sett saman hljómsveit sem spilar sextán lög við sýninguna. Og diskurinn nýi er væntanlegur: „Þetta er bráðskemmtileg tónlist hjá honum,“ segir María. María hefur ekki áður sett upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu en hefur víða farið, sviðsetning hennar á Línu langsokk fyrir LR kom fyrir margra sjónir og margt annað hefur hún brallað með saklausum leikurum á sviði. Hún er þess fullviss að þetta verði gaman fyrir alla sem koma í Hafnarfjörðinn, það er stefnt á sýningar um helgar fyrir fjölskyldufólk og jafnvel að kvöldsýningum líka. Sýningin tekur um tvo tíma í sýningu með hléi. Það er leikhús Felix Á senunni sem setur verkið upp í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið og fékk það styrk frá Leiklistarráði upp á tæpar sex milljónir til að koma sýningunni á koppinn. Lára Stefánsdóttir semur dansa og hreyfingar fyrir verkið en leikarar eru. Atli Þór Albertsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Sigurjón Kjartansson og Sveinn Þórir Geirsson. Miðasala er hafin. Hægt er að panta miða á senan@senan.is eða í miðasölu Hafnarfjarðarleikhússins. Frumsýnt verður annað kvöld og þá byrjar fjörið. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
María Reyndal var í leynifélagi þegar hún var lítil í Norðurmýrinni – Hreiðrinu. Vinirnir hittust í bílskúrsbakherbergi og funduðu og voru með það á hreinu að aragrúi eldri kvenna sem fór um Norðurmýrina á þessum árum með túrbana og sólgleraugu á björtum dögum væru líka í leynifélagi. Leynifélög eru jú lífsnauðsyn fólki á öllum aldri og mættu þeir fullorðnu gera meira af því. (Pabbinn stendur upp eftir matinn og segir: „Ég verð að fara, það er fundur í leynifélaginu mínu.“) Á sunnudagseftirmiðdag verður kynning á starfsemi leynifélags í Hafnarfirði. Það eru krakkarnir í Rauðu hauskúpunni sem kynna líf sitt í nýjasta smelli Dr. Gunna og Felix, söngleiknum og danssýningunni Abbababb. Það er fyrrnefnd María Reyndal sem leikstýrir þessari gleðisýningu um lífið, leiki götunnar, pönkið og diskóið, krakka og stærri stráka, kallinn í sjoppunni og fleira fólk. María var í vinnugallanum þegar við heyrðum í henni á fimmtudag, léttstressuð og hress eins og leikstjórar í viðamiklum barna- og fjölskyldusöngleikjum eiga að vera þremur sólarhringum fyrir frumsýningu. Við spyrjum fyrir hvaða aldurshópa verkið sé: „Það er svona fimm, sex minnst og svo upp úr. Þetta er ekkert farið, krakkar eru ennþá svona, með leynifélög og spenning þegar þeir geta farið að leika sér úti á vorin. Og það þekkja allir þessa stemningu, stórir strákar sem maður er hálfsmeykur við.“ Abbababb Dr. Gunni ólst upp í Kópavoginum, María í Norðurmýrinni og Felix á Melunum. María segir þau hafa komist að raun um að þau áttu öll sameiginlegan sjóð bernskuminninga. „Þetta var fyrir svona 25 til 30 árum þegar pönkið tókst á við diskóið. Það kemur svolítið við sögu í þessari sýningu þar sem allar aðalpersónurnar eru börn, eða unglingar, og einn kall að auki, herra Rokk – nýi karlinn í sjoppunni.“ Heimur Abbababb er mörgum kunnugur frá því samnefndur diskur með hinu alræmda prumplagi rokseldist fyrir einhver jólin. Doktorinn hefur nú tengt bassann sinn og sett saman hljómsveit sem spilar sextán lög við sýninguna. Og diskurinn nýi er væntanlegur: „Þetta er bráðskemmtileg tónlist hjá honum,“ segir María. María hefur ekki áður sett upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu en hefur víða farið, sviðsetning hennar á Línu langsokk fyrir LR kom fyrir margra sjónir og margt annað hefur hún brallað með saklausum leikurum á sviði. Hún er þess fullviss að þetta verði gaman fyrir alla sem koma í Hafnarfjörðinn, það er stefnt á sýningar um helgar fyrir fjölskyldufólk og jafnvel að kvöldsýningum líka. Sýningin tekur um tvo tíma í sýningu með hléi. Það er leikhús Felix Á senunni sem setur verkið upp í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið og fékk það styrk frá Leiklistarráði upp á tæpar sex milljónir til að koma sýningunni á koppinn. Lára Stefánsdóttir semur dansa og hreyfingar fyrir verkið en leikarar eru. Atli Þór Albertsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Sigurjón Kjartansson og Sveinn Þórir Geirsson. Miðasala er hafin. Hægt er að panta miða á senan@senan.is eða í miðasölu Hafnarfjarðarleikhússins. Frumsýnt verður annað kvöld og þá byrjar fjörið.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira