Kjaftshögg fyrir þjóðina 11. febrúar 2007 12:00 Stefán Unnsteinsson skrifaði ævi Sævars Ciesielski fyrir tæpum þrjátíu árum og þar komu fram opinskáar lýsingar á harðræðinu á Breiðavík. Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni. „Þessar sögur koma mér ekki á óvart,“ segir Stefán Unnsteinsson sem skrifaði ævisögu Sævars Ciesielski fyrir tæpum þrjátíu árum. Bókin hét Stattu þig drengur og vakti hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. Þar greinir Sævar frá dvöl sinni á Breiðavík og eru lýsingar hans í samræmi við það sem þjóðin hefur lesið og séð í bæði DV og Kastljósinu. Jóhann Páll Var nánast afskrifaður sem útgefandinn eftir að bókin kom út. Bókinni var úthýst af almenningi og segir Jóhann Páll Valdimarsson, sem gaf bókina út á sínum tíma, að hann hafi hreinlega verið afskrifaður í þessu fagi á þessum tíma. „Ég fann fyrir alveg gríðarlegri andúð og varð fyrir miklum árásum vegna hennar,“ segir Jóhann Páll. Hann segir það ekki vera á teikniborðinu að endurútgefa bókina í ljósi nýrra upplýsinga. „Þetta yrði að vera alveg ný bók,“ segir hann. „Þetta var allt saman of sárt fyrir íslenskt samfélag á þessum tíma og það vildi einfaldlega ekki horfast í augu við þetta,“ bætir Stefán við. „Það jákvæða við þessar uppljóstranir er kannski að íslenska þjóðin er komin á það þroskastig að hún getur tekist á við þetta núna,“ segir Stefán og telur þetta vera ákveðið kjaftshögg fyrir Íslendinga. Við vinnslu bókarinnar ræddi Stefán við fjölda vina Sævars sem margir hverjir sátu af sér inná Litla Hrauni. „Og allar þeirra sögur beindust að sama brunni, Breiðavík,“ útskýrir höfundurinn. Sjálfur starfaði Stefán á heimilinu eftir að því var breytt árið 1973 og hann hafði því heyrt hluta af því sem þegar er komið fram. „Sævar fyllti í raun bara útí þá mynd sem ég hafði gert mér þótt sú mynd hafi aldrei verið svona dökk eins og nú hefur verið sýnt fram á,“ segir Stefán sem veltir því alvarlega fyrir sér hvort Breiðavíkur-málið eigi eftir að leiða til þess að Geirfinns-málið verði tekið aftur upp. „Þar voru líka ákveðin mistök gerð og það eru til ótal vitni sem eru reiðubúin að varpa réttu ljósi á málið.“ Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni. „Þessar sögur koma mér ekki á óvart,“ segir Stefán Unnsteinsson sem skrifaði ævisögu Sævars Ciesielski fyrir tæpum þrjátíu árum. Bókin hét Stattu þig drengur og vakti hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. Þar greinir Sævar frá dvöl sinni á Breiðavík og eru lýsingar hans í samræmi við það sem þjóðin hefur lesið og séð í bæði DV og Kastljósinu. Jóhann Páll Var nánast afskrifaður sem útgefandinn eftir að bókin kom út. Bókinni var úthýst af almenningi og segir Jóhann Páll Valdimarsson, sem gaf bókina út á sínum tíma, að hann hafi hreinlega verið afskrifaður í þessu fagi á þessum tíma. „Ég fann fyrir alveg gríðarlegri andúð og varð fyrir miklum árásum vegna hennar,“ segir Jóhann Páll. Hann segir það ekki vera á teikniborðinu að endurútgefa bókina í ljósi nýrra upplýsinga. „Þetta yrði að vera alveg ný bók,“ segir hann. „Þetta var allt saman of sárt fyrir íslenskt samfélag á þessum tíma og það vildi einfaldlega ekki horfast í augu við þetta,“ bætir Stefán við. „Það jákvæða við þessar uppljóstranir er kannski að íslenska þjóðin er komin á það þroskastig að hún getur tekist á við þetta núna,“ segir Stefán og telur þetta vera ákveðið kjaftshögg fyrir Íslendinga. Við vinnslu bókarinnar ræddi Stefán við fjölda vina Sævars sem margir hverjir sátu af sér inná Litla Hrauni. „Og allar þeirra sögur beindust að sama brunni, Breiðavík,“ útskýrir höfundurinn. Sjálfur starfaði Stefán á heimilinu eftir að því var breytt árið 1973 og hann hafði því heyrt hluta af því sem þegar er komið fram. „Sævar fyllti í raun bara útí þá mynd sem ég hafði gert mér þótt sú mynd hafi aldrei verið svona dökk eins og nú hefur verið sýnt fram á,“ segir Stefán sem veltir því alvarlega fyrir sér hvort Breiðavíkur-málið eigi eftir að leiða til þess að Geirfinns-málið verði tekið aftur upp. „Þar voru líka ákveðin mistök gerð og það eru til ótal vitni sem eru reiðubúin að varpa réttu ljósi á málið.“
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira