Liðsmenn hljómsveitarinnar The Police hafa tilkynnt að þeir hyggist koma saman aftur í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sting, söngvari The Police, segir á heimasíðu sinni að um 20 hörðum aðdáendum verði boðið á æfingu sveitarinnar sem haldin verður á tónleikastaðnum Whisky A Go Go á mánudaginn.
Eins og fram hefur komið mun The Police spila á Grammy-verðlaunaafhendingunni í kvöld. Það verður í fyrsta sinn í 23 ár sem það gerist. Búist er við því að á æfingunni á mánudag muni Sting og félagar kynna fyrirhugaða alheimstónleikaferð The Police á þessu ári.