Breska pressan, Frú Afskiptasöm, vor í London 17. apríl 2007 08:13 Það er stundum ótrúlegt að fylgjast með bresku pressunni. Þangað til fyrir nokkrum dögum átti pressan ekki orð yfir það hversu Vilhjálmur prins og Kate Middleton væru frábært par. Hræsnin ríður ekki við einteyming í blöðunum í þessu landi. Nú eru þau hætt saman og þá kveður við annan tón. Í Evening Standard í gær mátti lesa allt um móður Kate Middleton. Hún var reyndar kölluð Meddleton í greininni - sem útlegst Frú Afskiptasöm. Þessari konu voru ekki vandaðar kveðjurnar. Var því jafnvel haldið fram að hún hefði frá því Kata var ung stúlka plottað að koma henni saman við prinsinn. Blöðin hafa líka skýrt frá því að móðirin sé fyrrverandi flugfreyja (þykir ekki fínt) og að hún hafi verið það sem þau kalla gum chewing. Hún tuggði semsagt tyggjó í tíma og ótíma. Svo var klykkt út með að eftir tuttugu ár myndi Kata verða eins og mamma sín. Því var jafnvel haldið fram að prinsinn hefði séð þá þróun fyrir og þess vegna sagt stúlkunni upp. Prinsinn fékk að finna til tevatnsins á öðrum stað í blaðinu. Þar var sagt að hann væri að verða nákvæmlega eins og pabbi sinn. Það þykir ekki gott. Framan af ævi sinni var hann eins og mamma sín, sætur og smágerður. Nú fer hann samkvæmt blaðinu að líta út eins og aðrir í föðurfjölskyldunni - hárið þynnist og andlitsdrættirnir minna æ meira á hross. --- --- --- Meira um hvað blöðin hérna eru fráleit. Nokkur þeirra hafa haldið uppi mikilli herferð vegna hermannanna sem voru fangar Írana en fengu svo að selja sögu sína fjölmiðlum eftir að þeim var sleppt. Nokkur þeirra hafa hneykslast á þessu dag eftir dag og heimtað afsögn varnarmálaráðherrans sem leyfði þetta. Síðan hefur reyndar komið í ljós að blöðin sem láta hæst buðu sjálf í sögu Faye Turney, konunnar í hópi hermannanna, en biðu lægri hlut fyrir The Sun og ITV sjónvarpsstöðinni. Prinsípfestan var ekki meiri en þetta. Götupressan hérna er gjörsamlega siðblind en telur sig samt vera þess umkomin að sitja í dómarasæti yfir öllu og öllum. --- --- --- Við Kári erum annars staddir í London. Komum hingað á sunnudag og höfum dvalið hér í undarlega góðu vorveðri. Hvarvetna er ilmur af vori í loftinu, það er setið á útikaffihúsum, og fagurlega rauðir túlípanar voru búnir að springa út í skemmtigarðinum þangað sem við förum gjarnan. Þetta er afskaplega þægilegt eftir vetur á Íslandi sem byrjaði alltof snemma og ætlar að enda alltof seint. Hér hefur verið hlýjasti vetur frá því mælingar hófust. Af því tilefni keypti ég mér í gær myndina An Inconvenient Truth. Á eftir erum við að hugsa um að fara í British Museum og vonumst til að sjá þar múmíur. Svo ætlum við að hitta Ara bróður minn í garðinum í Lincolns Inn. Hann er afar efnilegur piltur og stundar nám í London School of Economics sem er þar rétt hjá. Garðarnir hérna eru mjög áhugaverðir fyrir fimm ára dreng, ekki síst af því þar er mikið af sætum íkornum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Það er stundum ótrúlegt að fylgjast með bresku pressunni. Þangað til fyrir nokkrum dögum átti pressan ekki orð yfir það hversu Vilhjálmur prins og Kate Middleton væru frábært par. Hræsnin ríður ekki við einteyming í blöðunum í þessu landi. Nú eru þau hætt saman og þá kveður við annan tón. Í Evening Standard í gær mátti lesa allt um móður Kate Middleton. Hún var reyndar kölluð Meddleton í greininni - sem útlegst Frú Afskiptasöm. Þessari konu voru ekki vandaðar kveðjurnar. Var því jafnvel haldið fram að hún hefði frá því Kata var ung stúlka plottað að koma henni saman við prinsinn. Blöðin hafa líka skýrt frá því að móðirin sé fyrrverandi flugfreyja (þykir ekki fínt) og að hún hafi verið það sem þau kalla gum chewing. Hún tuggði semsagt tyggjó í tíma og ótíma. Svo var klykkt út með að eftir tuttugu ár myndi Kata verða eins og mamma sín. Því var jafnvel haldið fram að prinsinn hefði séð þá þróun fyrir og þess vegna sagt stúlkunni upp. Prinsinn fékk að finna til tevatnsins á öðrum stað í blaðinu. Þar var sagt að hann væri að verða nákvæmlega eins og pabbi sinn. Það þykir ekki gott. Framan af ævi sinni var hann eins og mamma sín, sætur og smágerður. Nú fer hann samkvæmt blaðinu að líta út eins og aðrir í föðurfjölskyldunni - hárið þynnist og andlitsdrættirnir minna æ meira á hross. --- --- --- Meira um hvað blöðin hérna eru fráleit. Nokkur þeirra hafa haldið uppi mikilli herferð vegna hermannanna sem voru fangar Írana en fengu svo að selja sögu sína fjölmiðlum eftir að þeim var sleppt. Nokkur þeirra hafa hneykslast á þessu dag eftir dag og heimtað afsögn varnarmálaráðherrans sem leyfði þetta. Síðan hefur reyndar komið í ljós að blöðin sem láta hæst buðu sjálf í sögu Faye Turney, konunnar í hópi hermannanna, en biðu lægri hlut fyrir The Sun og ITV sjónvarpsstöðinni. Prinsípfestan var ekki meiri en þetta. Götupressan hérna er gjörsamlega siðblind en telur sig samt vera þess umkomin að sitja í dómarasæti yfir öllu og öllum. --- --- --- Við Kári erum annars staddir í London. Komum hingað á sunnudag og höfum dvalið hér í undarlega góðu vorveðri. Hvarvetna er ilmur af vori í loftinu, það er setið á útikaffihúsum, og fagurlega rauðir túlípanar voru búnir að springa út í skemmtigarðinum þangað sem við förum gjarnan. Þetta er afskaplega þægilegt eftir vetur á Íslandi sem byrjaði alltof snemma og ætlar að enda alltof seint. Hér hefur verið hlýjasti vetur frá því mælingar hófust. Af því tilefni keypti ég mér í gær myndina An Inconvenient Truth. Á eftir erum við að hugsa um að fara í British Museum og vonumst til að sjá þar múmíur. Svo ætlum við að hitta Ara bróður minn í garðinum í Lincolns Inn. Hann er afar efnilegur piltur og stundar nám í London School of Economics sem er þar rétt hjá. Garðarnir hérna eru mjög áhugaverðir fyrir fimm ára dreng, ekki síst af því þar er mikið af sætum íkornum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun