Höfði enn opinn fyrir Hollywood Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 20. október 2007 06:00 Mikhail Gorbatsjov. Einhver bið verður á því að kvikmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov í Höfða árið 1986 verði gerð. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur verið í sambandi við framleiðslufyrirtæki breska leikstjórans Ridley Scott en fulltrúar þess komu hingað til lands fyrr á þessu ári og funduðu með fráfarandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og aðstoðarmanni hans Jóni Kristni Snæhólm. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 fyrr í sumar. „Það á enn eftir að skrifa handritið og menn eru svona að velta vöngum yfir því hvort það eigi að ýta þessu verkefni af stað núna eða bíða með það þar til að verkfallsdeilan í Hollywood hefur verið leyst,“ segir Leifur Dagfinnsson hjá True North. „Þeir voru ákaflega hrifnir af því sem þeir sáu og eins mjög hrifnir af þekkingu Íslendinga á hvað fór fram á þessum fundi leiðtoganna,“ bætir hann við.Dagur B. Eggertsson.Að sögn Leifs var borgarstjórinn þáverandi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, mjög jákvæður í garð kvikmyndarinnar og sagði að dyr sínar stæðu opnar hvenær sem er. Nýr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, segir að afstaða borgaryfirvalda hafi lítið sem ekkert breyst. „Ég held að við verðum svo sannarlega að standa vörð um leiðtogafundinn,“ segir Dagur. „Við verðum jafnframt að varðveita sögu Höfða og þessi leiðtogafundur er svo sannarlega einn af þeim hlutum sem heldur henni á lofti,“ bætir hann við og segir að það sé spennandi í sjálfu sér að gera Reykjavík að ákjósanlegum stað fyrir kvikmyndagerð. „Ef borgin getur eitthvað gert til að greiða götu kvikmyndagerðar í Reykjavík þá er það bara hið besta mál,“ segir Dagur og því ljóst að Höfði er, þrátt fyrir breytingar í borgarstjórn, enn opinn fyrir Hollywood. Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Einhver bið verður á því að kvikmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov í Höfða árið 1986 verði gerð. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur verið í sambandi við framleiðslufyrirtæki breska leikstjórans Ridley Scott en fulltrúar þess komu hingað til lands fyrr á þessu ári og funduðu með fráfarandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og aðstoðarmanni hans Jóni Kristni Snæhólm. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 fyrr í sumar. „Það á enn eftir að skrifa handritið og menn eru svona að velta vöngum yfir því hvort það eigi að ýta þessu verkefni af stað núna eða bíða með það þar til að verkfallsdeilan í Hollywood hefur verið leyst,“ segir Leifur Dagfinnsson hjá True North. „Þeir voru ákaflega hrifnir af því sem þeir sáu og eins mjög hrifnir af þekkingu Íslendinga á hvað fór fram á þessum fundi leiðtoganna,“ bætir hann við.Dagur B. Eggertsson.Að sögn Leifs var borgarstjórinn þáverandi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, mjög jákvæður í garð kvikmyndarinnar og sagði að dyr sínar stæðu opnar hvenær sem er. Nýr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, segir að afstaða borgaryfirvalda hafi lítið sem ekkert breyst. „Ég held að við verðum svo sannarlega að standa vörð um leiðtogafundinn,“ segir Dagur. „Við verðum jafnframt að varðveita sögu Höfða og þessi leiðtogafundur er svo sannarlega einn af þeim hlutum sem heldur henni á lofti,“ bætir hann við og segir að það sé spennandi í sjálfu sér að gera Reykjavík að ákjósanlegum stað fyrir kvikmyndagerð. „Ef borgin getur eitthvað gert til að greiða götu kvikmyndagerðar í Reykjavík þá er það bara hið besta mál,“ segir Dagur og því ljóst að Höfði er, þrátt fyrir breytingar í borgarstjórn, enn opinn fyrir Hollywood.
Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira