Handbolti

Stjörnusigur á Akureyri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Þór Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk fyrir Akureyri í dag.
Heiðar Þór Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk fyrir Akureyri í dag. Mynd/Vilhelm

Stjarnan vann þriggja marka sigur á Akureyri, 29-26, norðan heiða í fyrri leik dagsins í N1-deild karla.

Til að byrja með var jafnræði með liðunum en heimamenn á Akureyri tóku af skarið fljótlega og náðu mest fjögurra marka forystu. Staðan í hálfleik var þó 16-14, Akureyri í vil.

Í seinni hálfleik jöfnuðu Stjörnumenn sinn leik. Vörnin small saman og Roland Eradze fór að verja fleiri skot í marki Stjörnunnar. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka sigu gestirnir fram úr og unnu að lokum sigur sem fyrr segir, 29-26.

Magnús Stefánsson skoraði flest mörk Akureyringa, átta talsins, og Goran Gusic gerði sjö mörk.

Hjá Stjörnunni var Heimir Örn Árnason markahæstur með átta mörk og Ólafur Víðir Ólafsson gerði sjö. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×