Mótorsport verslunin Mótormax, sem er afurð sameiningar Gísla Jónssonar (Ski-doo umboðið) og Yamaha umboðs P.Samúelssonar, stendur í viðræðum við Skjá Einn um kostun og sýningu á öllum mótum Snjókross í vetur. Um er að ræða allt að 10 þátta seríu af fjórum Íslandsmótum og einu bikarmóti.
Marinó Sveinsson er þekkt nafn í Snjókrossinu á Íslandi og hefur verið ötull við að koma sportinu á framfæri. Marinó starfar nú hjá Mótormax og hefur unnið að því um nokkurt skeið að koma sportinu aftur í sýningu í sjónvarpi, en fyrir nokkrum árum voru Snjókross mótin sýnd hjá Sjónvarpinu. Sportið á marga áhangendur og munu margir kætast við að fá þetta efni aftur í sýningu.