Ísland vann nauman sigur á Ungverjum 27. október 2007 13:58 Snorri Steinn Guðjónsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í dag AFP Íslenska landsliðið í handknattleik lagði Ungverja í síðari æfingaleik liðanna í handbolta á Ásvöllum í dag. Sigurinn var naumur en það var Róbert Gunnarsson sem skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari sagðist í samtali við Rúv hafa verið þokkalega sáttur við varnarleikinn, en að öðru leiti sagðist hann hundfúll með aðra hluti - eins og nýtingu á dauðafærum og slaka markvörslu í báðum leikjum. Hann benti líka á að íslenska liðið væri án fjölda lykilmanna og hefði bara ekki sömu breidd og ungverska liðið. Snorri Steinn Guðjónsson var langatkvæðamestur í íslenska liðinu með 11 mörk og þeir Arnór Atlason, Róbert Gunnarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Alexander Petersson 3 hver. Vísir fylgdist með gangi mála í beinni textalýsingu í dag. Leik lokið - Ísland sigrar 32-31. Róbert Gunnarsson skoraði sigurmark íslenska liðsins þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Ungverjar fengu einar tíu sekúndur til að jafna, en það tókst ekki. 15:26 - Leikhlé. Ísland hefur yfir 31-30. Snorri Steinn klikkaði á dauðafæri sem hefði farið langt með að tryggja sigurinn en skaut yfir. Tæpar tvær mínútur eftir. 15:23 - Ungverjar jafna í 30-30 eftir að Ásgeir Örn var rekinn af velli í 2 míntútur. Nú eru þrjár mínútur eftir af leiknum. 15:20 - Alfreð tekur leikhlé og ætlar að stilla upp í 5-1 vörn á ný eftir að ungverska liðið hefur náð að skora nokkur ódýr mörk úr langskotum. Íslenska liðið hefur tveggja marka forystu þegar 6 mínútur eru til leiksloka - 30-28. 15:15 - Ísland hefur yfir 28-25 þegar 10 mínútur eru til leiksloka. Ungverjarnir hafa verið manni færri síðustu mínútur eftir tvær brottvísanir og það hefur íslenska liðið náð að nýta sér. 15:10 - Staðan orðin 25-23 fyrir Ísland. Snorri Steinn skorar sitt 11. mark í leiknum úr hraðaupphlaupi. Síðari hálfleikur hálfnaður. 15:06 - Nú eru 10 mínútur liðnar af síðari hálfleik og Arnór Atlason var að koma íslenska liðinu í 22-20 með glæsilegu skoti fyrir utan. Áður hafði Snorri Steinn skoraði áttunda mark sitt í leiknum með álíka tilþrifum. 15:00. Enn er allt í járnum á Ásvöllum og staðan jöfn 18-18 þegar fimm mínútur eru liðnar af síðari hálfleik. Íslenska liðið hefur fengið á sig þrjú mörk úr þremur sóknum í upphafi hálfleiksins. Hálfleikur. Staðan er jöfn 15-15 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikur íslenska liðsins er heilt yfir skárri en í tapinu í gær, en þó var síðari helmingur hálfleiksins nú dáltítið vandræðalegur. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið lang atkvæðamestur í markaskorun hjá íslenska liðinu og er kominn með sjö mörk. "Við erum dálítið hikandi í 5-1 vörninni og erum ekki nógu góðir að klára dauðafærin. Ég reikna með að við förum í 6-0 vörnina í síðari hálfleiknum," sagði Alfreð Gíslason í samtali við Rúv í hálfleik. 14:36 - Staðan 14-13 fyrir íslenska liðið þegar fimm mínútur eru til hálfleiks. Ungverjar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum fyrir tveimur mínútum, en sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið vandræðalegur síðari part hálfleiksins. 14:30 - Nú eru 20 mínútur liðnar af leiknum og Ísland hefur yfir 11-9. Snorri Steinn hefur skorað 6 mörk. Staðan var 10-8 í ansi margar mínútur þar sem hvorki gekk né rak í sóknarleik beggja liða - þar sem íslenska liðið fékk dæmt á sig eina þrjá ruðninga. 14:22 - Staðan 10-8 fyrir Ísland eftir 15 mínútna leik. Ungverjar eru eitthvað aðeins að hressast eftir slaka byrjun. 14:16 - Íslenska liðið hefur yfir 9-5 þegar rúmlega 10 mínútur eru liðnar af leiknum. Snorri Steinn er búinn að skora fjögur mörk á fyrstu 7 mínútum leiksins og þá hefur Hreiðar varið vel í markinu. Mikið betri stemming í liðinu en var í leiknum í gær. 14:10 - Snorri Steinn skorar sitt þriðja mark og kemur Íslandií 4-2 eftir 6 mínútna leik. Ásgeir Örn bætir svo við og skorar sitt annað mark. Staðan 5-2 fyrir Ísland og leikhlé tekið. 14:05 - Íslenska liðið kemst yfir 2-1 með mörkum frá Snorra og Ásgeiri Erni. Liðið virkar sæmilega frískt eftir lélega frammistöðu í sóknarleiknum í gær. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson Íslenski handboltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik lagði Ungverja í síðari æfingaleik liðanna í handbolta á Ásvöllum í dag. Sigurinn var naumur en það var Róbert Gunnarsson sem skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari sagðist í samtali við Rúv hafa verið þokkalega sáttur við varnarleikinn, en að öðru leiti sagðist hann hundfúll með aðra hluti - eins og nýtingu á dauðafærum og slaka markvörslu í báðum leikjum. Hann benti líka á að íslenska liðið væri án fjölda lykilmanna og hefði bara ekki sömu breidd og ungverska liðið. Snorri Steinn Guðjónsson var langatkvæðamestur í íslenska liðinu með 11 mörk og þeir Arnór Atlason, Róbert Gunnarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Alexander Petersson 3 hver. Vísir fylgdist með gangi mála í beinni textalýsingu í dag. Leik lokið - Ísland sigrar 32-31. Róbert Gunnarsson skoraði sigurmark íslenska liðsins þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Ungverjar fengu einar tíu sekúndur til að jafna, en það tókst ekki. 15:26 - Leikhlé. Ísland hefur yfir 31-30. Snorri Steinn klikkaði á dauðafæri sem hefði farið langt með að tryggja sigurinn en skaut yfir. Tæpar tvær mínútur eftir. 15:23 - Ungverjar jafna í 30-30 eftir að Ásgeir Örn var rekinn af velli í 2 míntútur. Nú eru þrjár mínútur eftir af leiknum. 15:20 - Alfreð tekur leikhlé og ætlar að stilla upp í 5-1 vörn á ný eftir að ungverska liðið hefur náð að skora nokkur ódýr mörk úr langskotum. Íslenska liðið hefur tveggja marka forystu þegar 6 mínútur eru til leiksloka - 30-28. 15:15 - Ísland hefur yfir 28-25 þegar 10 mínútur eru til leiksloka. Ungverjarnir hafa verið manni færri síðustu mínútur eftir tvær brottvísanir og það hefur íslenska liðið náð að nýta sér. 15:10 - Staðan orðin 25-23 fyrir Ísland. Snorri Steinn skorar sitt 11. mark í leiknum úr hraðaupphlaupi. Síðari hálfleikur hálfnaður. 15:06 - Nú eru 10 mínútur liðnar af síðari hálfleik og Arnór Atlason var að koma íslenska liðinu í 22-20 með glæsilegu skoti fyrir utan. Áður hafði Snorri Steinn skoraði áttunda mark sitt í leiknum með álíka tilþrifum. 15:00. Enn er allt í járnum á Ásvöllum og staðan jöfn 18-18 þegar fimm mínútur eru liðnar af síðari hálfleik. Íslenska liðið hefur fengið á sig þrjú mörk úr þremur sóknum í upphafi hálfleiksins. Hálfleikur. Staðan er jöfn 15-15 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikur íslenska liðsins er heilt yfir skárri en í tapinu í gær, en þó var síðari helmingur hálfleiksins nú dáltítið vandræðalegur. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið lang atkvæðamestur í markaskorun hjá íslenska liðinu og er kominn með sjö mörk. "Við erum dálítið hikandi í 5-1 vörninni og erum ekki nógu góðir að klára dauðafærin. Ég reikna með að við förum í 6-0 vörnina í síðari hálfleiknum," sagði Alfreð Gíslason í samtali við Rúv í hálfleik. 14:36 - Staðan 14-13 fyrir íslenska liðið þegar fimm mínútur eru til hálfleiks. Ungverjar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum fyrir tveimur mínútum, en sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið vandræðalegur síðari part hálfleiksins. 14:30 - Nú eru 20 mínútur liðnar af leiknum og Ísland hefur yfir 11-9. Snorri Steinn hefur skorað 6 mörk. Staðan var 10-8 í ansi margar mínútur þar sem hvorki gekk né rak í sóknarleik beggja liða - þar sem íslenska liðið fékk dæmt á sig eina þrjá ruðninga. 14:22 - Staðan 10-8 fyrir Ísland eftir 15 mínútna leik. Ungverjar eru eitthvað aðeins að hressast eftir slaka byrjun. 14:16 - Íslenska liðið hefur yfir 9-5 þegar rúmlega 10 mínútur eru liðnar af leiknum. Snorri Steinn er búinn að skora fjögur mörk á fyrstu 7 mínútum leiksins og þá hefur Hreiðar varið vel í markinu. Mikið betri stemming í liðinu en var í leiknum í gær. 14:10 - Snorri Steinn skorar sitt þriðja mark og kemur Íslandií 4-2 eftir 6 mínútna leik. Ásgeir Örn bætir svo við og skorar sitt annað mark. Staðan 5-2 fyrir Ísland og leikhlé tekið. 14:05 - Íslenska liðið kemst yfir 2-1 með mörkum frá Snorra og Ásgeiri Erni. Liðið virkar sæmilega frískt eftir lélega frammistöðu í sóknarleiknum í gær. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson
Íslenski handboltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira