Beðið eftir ríkissáttasemjara 23. janúar 2007 06:15 Kennarar eru upp til hópa þolinmóðir og umburðarlyndir. Óþolinmæði gefst enda illa í samskiptum við nemendur. Jafnframt er starfið ákaflega skemmtilegt og gefandi en að sjálfsögðu mjög krefjandi, eins og flest skemmtileg störf reyndar eru. En stundum virðast kennarar óþarflega þolinmóðir utan kennslustofunnar. Þannig hafa t.d. staðið yfir viðræður við sveitarstjórnarmenn síðan í ágúst um launahækkun í samræmi við verðlagsþróun í landinu og í samræmi við sérstakt ákvæði þar um í síðustu kjarasamningum stéttarinnar. Það er að vísu hæpið að tala um kjarasamninga því eins og flestir vonandi muna náðust alls ekki samningar þrátt fyrir langt og erfitt verkfall heldur skrifuðu kennarar undir með hótun um lagaboð ella yfir höfði sér. En fyrir síðustu helgi gáfust menn upp á málþófinu um umrætt ákvæði og leituðu til ríkissáttasemjara til að leysa málið, sem aldrei átti að verða neitt mál. Hinn almenni kennari hefur beðið í þessa sex mánuði eftir því að samkomulag næðist án þess að mikið hafi heyrst frá þeim. „Þolinmæði þrautir vinnur allar" segir gamall málsháttur en hún virðist koma kennurum í kjarabaráttu að litlu gagni. Fundir viðræðunefndanna munu ekki allir hafa gengið hljóðlátlega fyrir sig en nefndarmenn hafa verið sammála um að láta ekkert spyrjast út af fundum. Og kennarar hafa bara beðið, hljóðir og þolinmóðir. Það er hlálegt að hlusta á ráðamenn þjóðarinnar og ekki síður hina sem þessa dagana sækjast eftir að komast í ráðamannastöður tala fjálglega um mikilvægi menntunar við þessar aðstæður. Frambjóðendur til síðustu sveitarstjórnarkosninga höfðu mikinn áhuga á grunnmenntun og skólum landsins, ef marka má það sem þeir skrifuðu og sögðu í aðdraganda kosninganna. Lítið virðist fara fyrir þeim áhuga þegar til kastanna kemur. Nú eru margir á höttunum eftir þingmannssæti og segjast telja menntun ákaflega mikilvæga. Ég efast um að efndir verði sýnilegar. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga boðaði í haust breytingar á samskiptum sveitarfélaga og grunnskólakennara með aukinni áherslu á gæði skólastarfs. Kennarar fögnuðu þessum ummælum en lítið eða ekkert hefur heyrst. Meðan enginn vilji til að standa við svokallaða samninga er sjáanlegur fer lítið fyrir breyttum og bættum samskiptum. Lág laun starfsmanna skólasamfélags sveitarfélaganna, þ.e. leikskóla og grunnskóla, eru löngu farin að bitna á starfinu en ósköp lítið heyrist frá þeim sem málið snertir. Leikskólar eru lokaðir vegna manneklu og það er ekki spurt um auglýstar stöður skólaliða í grunnskólum með þeim afleiðingum að gæslu er víða ábótavant. Verðbólga mælist 7-9% ef marka má fréttir af þeim vettvangi og sagan hefur sýnt okkur að starfsfólk skóla hefur ekki fyrr fengið síðbúna bót kjara sinna en það er aftur orðið aftast á merinni. Eins og kennarar nú. Samningar grunnskólakennara eru lausir í lok þessa árs. Undirtektir sveitarstjórnarmanna síðasta hálfa árið við beiðni kennara um að staðið verði við samninga lofa ekki góðu. Það verður fróðlegt að heyra hvað ríkissáttasemjari gerir og væntanlega bíða kennarar með öndina í hálsinum. Það er ekki atvinnuleysi á Íslandi og kennarar, sem hafa góða og fjölbreytta menntun og krefjandi starfsreynslu í farteskinu, geta væntanlega valið úr ýmsum störfum. Ég veit ekkert starf skemmtilegra en kennslu og mig langar ekki að starfa við neitt annað. Ég er ánægð með vinnustaðinn minn, ég hef gott samstarfsfólk og nemendur mínir eru skemmtilegir og áhugasamir. En þegar yfirmennirnir, þ.e. sveitarstjórnarmenn og ráðherra, sýna mér og mínum störfum ítrekað bæði virðingarleysi og áhugaleysi hlýt ég að hugsa mig um. Boltinn er núna hjá ríkissáttasemjara og við bíðum spennt. Á undanförnum árum hafa ítrekað heyrst þær raddir að kennarar ættu að setja kjör sín í hendur kjaradóms, sem hefur t.d. með málefni þingmanna að gera. Einu sinni voru þingmenn og kennarar á svipuðum launum. Þingmenn sigldu fram úr hægt og bítandi og voru, satt best að segja, lengi vel á afar lélegum launum, a.m.k. ef miðað var við starfsumhverfi þeirra. En það er liðin tíð og það er löngu tímabært að lág laun kennara verði líka liðin tíð. Einu sinni voru þingmenn og kennarar á svipuðum launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Kennarar eru upp til hópa þolinmóðir og umburðarlyndir. Óþolinmæði gefst enda illa í samskiptum við nemendur. Jafnframt er starfið ákaflega skemmtilegt og gefandi en að sjálfsögðu mjög krefjandi, eins og flest skemmtileg störf reyndar eru. En stundum virðast kennarar óþarflega þolinmóðir utan kennslustofunnar. Þannig hafa t.d. staðið yfir viðræður við sveitarstjórnarmenn síðan í ágúst um launahækkun í samræmi við verðlagsþróun í landinu og í samræmi við sérstakt ákvæði þar um í síðustu kjarasamningum stéttarinnar. Það er að vísu hæpið að tala um kjarasamninga því eins og flestir vonandi muna náðust alls ekki samningar þrátt fyrir langt og erfitt verkfall heldur skrifuðu kennarar undir með hótun um lagaboð ella yfir höfði sér. En fyrir síðustu helgi gáfust menn upp á málþófinu um umrætt ákvæði og leituðu til ríkissáttasemjara til að leysa málið, sem aldrei átti að verða neitt mál. Hinn almenni kennari hefur beðið í þessa sex mánuði eftir því að samkomulag næðist án þess að mikið hafi heyrst frá þeim. „Þolinmæði þrautir vinnur allar" segir gamall málsháttur en hún virðist koma kennurum í kjarabaráttu að litlu gagni. Fundir viðræðunefndanna munu ekki allir hafa gengið hljóðlátlega fyrir sig en nefndarmenn hafa verið sammála um að láta ekkert spyrjast út af fundum. Og kennarar hafa bara beðið, hljóðir og þolinmóðir. Það er hlálegt að hlusta á ráðamenn þjóðarinnar og ekki síður hina sem þessa dagana sækjast eftir að komast í ráðamannastöður tala fjálglega um mikilvægi menntunar við þessar aðstæður. Frambjóðendur til síðustu sveitarstjórnarkosninga höfðu mikinn áhuga á grunnmenntun og skólum landsins, ef marka má það sem þeir skrifuðu og sögðu í aðdraganda kosninganna. Lítið virðist fara fyrir þeim áhuga þegar til kastanna kemur. Nú eru margir á höttunum eftir þingmannssæti og segjast telja menntun ákaflega mikilvæga. Ég efast um að efndir verði sýnilegar. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga boðaði í haust breytingar á samskiptum sveitarfélaga og grunnskólakennara með aukinni áherslu á gæði skólastarfs. Kennarar fögnuðu þessum ummælum en lítið eða ekkert hefur heyrst. Meðan enginn vilji til að standa við svokallaða samninga er sjáanlegur fer lítið fyrir breyttum og bættum samskiptum. Lág laun starfsmanna skólasamfélags sveitarfélaganna, þ.e. leikskóla og grunnskóla, eru löngu farin að bitna á starfinu en ósköp lítið heyrist frá þeim sem málið snertir. Leikskólar eru lokaðir vegna manneklu og það er ekki spurt um auglýstar stöður skólaliða í grunnskólum með þeim afleiðingum að gæslu er víða ábótavant. Verðbólga mælist 7-9% ef marka má fréttir af þeim vettvangi og sagan hefur sýnt okkur að starfsfólk skóla hefur ekki fyrr fengið síðbúna bót kjara sinna en það er aftur orðið aftast á merinni. Eins og kennarar nú. Samningar grunnskólakennara eru lausir í lok þessa árs. Undirtektir sveitarstjórnarmanna síðasta hálfa árið við beiðni kennara um að staðið verði við samninga lofa ekki góðu. Það verður fróðlegt að heyra hvað ríkissáttasemjari gerir og væntanlega bíða kennarar með öndina í hálsinum. Það er ekki atvinnuleysi á Íslandi og kennarar, sem hafa góða og fjölbreytta menntun og krefjandi starfsreynslu í farteskinu, geta væntanlega valið úr ýmsum störfum. Ég veit ekkert starf skemmtilegra en kennslu og mig langar ekki að starfa við neitt annað. Ég er ánægð með vinnustaðinn minn, ég hef gott samstarfsfólk og nemendur mínir eru skemmtilegir og áhugasamir. En þegar yfirmennirnir, þ.e. sveitarstjórnarmenn og ráðherra, sýna mér og mínum störfum ítrekað bæði virðingarleysi og áhugaleysi hlýt ég að hugsa mig um. Boltinn er núna hjá ríkissáttasemjara og við bíðum spennt. Á undanförnum árum hafa ítrekað heyrst þær raddir að kennarar ættu að setja kjör sín í hendur kjaradóms, sem hefur t.d. með málefni þingmanna að gera. Einu sinni voru þingmenn og kennarar á svipuðum launum. Þingmenn sigldu fram úr hægt og bítandi og voru, satt best að segja, lengi vel á afar lélegum launum, a.m.k. ef miðað var við starfsumhverfi þeirra. En það er liðin tíð og það er löngu tímabært að lág laun kennara verði líka liðin tíð. Einu sinni voru þingmenn og kennarar á svipuðum launum.