Lífið

Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur fest kaup á lúxusíbúð í New York.
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur fest kaup á lúxusíbúð í New York.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni "Gramercy Park North" í New York en New York Post greinir frá þessu í dag.

Kaupverðið mun hafa verið tíu milljónir dollara, eða tæpar 650 milljónir íslenskra króna, en samkvæmt blaðinu var uppsett verð upphaflega 16 milljónir dollara.

Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi auk stofu, líkamsræktar- og heimabíósala. Þeir sem búa í byggingunni njóta fullrar þjónustu frá "Gramercy Park Hotel," fimm stjörnu hóteli sem stendur við hliðina á íbúðarbyggingunni.

Þrátt fyrir að Jón Ásgeir hafi fengið góðan afslátt af verði íbúðarinnar, er ekki ókeypis að búa þar, því greiða þarf tæpa 18 þúsund dollara í húsjóðinn mánaðarlega. Það samsvarar tæpum 1200 þúsund íslenskum krónum.

Myndin sem fylgir með fréttinni er af heimasíðu byggingarinnar.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.