Bíó og sjónvarp

Heiðrar hermenn

Leikstjórinn kunni ætlar að heiðra þeldökka bandaríska hermenn.
Leikstjórinn kunni ætlar að heiðra þeldökka bandaríska hermenn.

Leikstjórinn Spike Lee ætlar að gera kvikmynd til heiðurs þeim þeldökku bandarísku hermönnum sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni.

„Ég hitti þeldökkan fyrrverandi hermann um daginn sem barðist í Iwo Jima og honum sárnaði að hafa ekki fundið einn einasta þeldökkan mann í báðum myndum Clint Eastwood,“ sagði Lee. Átti hann þar við myndirnar Flags of Our Fathers og Letters From Iwo Jima sem voru að hluta til teknar upp hér á landi.

Lee bætti því við að þrátt fyrir að hinir þeldökku hafi orðið fyrir kynþáttafordómum í heimalandinu hafi þeir barist í stríðinu eins og sannar hetjur. „Þeir hegðuðu sér eins og föðurlandsvinir á meðan bræður þeirra voru lamdir, eða í besta falli álitnir annars flokks borgarar.“

Mynd Lee verður byggð á skáldsögu James McBride, Miracle at St Anna, og verður hún tekin upp á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×