Endurtekur sagan sig? 4. mars 2007 06:00 Stjórnmálaflokkarnir halda allir landsfundi eða flokksþing í aðdraganda kosninganna í vor. Framsóknarflokkurinn hefur átt í vök að verjast umfram aðra flokka undanfarin misseri. Í því ljósi má segja að flokksþingið nú hafi með ákveðnum hætti verið honum mikilvægara en öðrum flokkum. Málefnaundirbúningur flokksþingsins bar öll merki vandaðrar og málefnalegrar vinnu. Ályktunartillögur um utanríkis- og Evrópumál byggðust til að mynda á ábyrgum og raunsæjum sjónarmiðum. Þá komu fram athyglisverðar hugmyndir um breytingar á kosningaskipan og skipulagi stjórnarráðsins. Ræða flokksformannsins var um flest málefnaleg með hvassri gagnrýni á þá flokka sem framsóknarmenn telja að hafi helst náð frá þeim fylgi. Annað verður ekki sagt en að kraftur og þungi hafi verið í ræðu hans. Allt yfirbragð flokksþingsins var á þann veg að ætla má að þeir forystumenn sem þar komu saman séu ráðnir í að ganga fram af fullri einurð í komandi kosningabaráttu. Þegar á þessa hefðbundnu mælikvarða er litið sýnist Framsóknarflokkurinn frekar hafa sótt í sig veðrið en hitt. Hætt er hins vegar við að uppljóstrun heilbrigðis- og tryggingaráðherra um að forystumenn flokksins hafi að undanförnu lagt á ráðin um stjórnarslit og myndun nýrrar minnihlutastjórnar fyrir kosningar hafi í einhverjum mæli dregið athyglina frá þinginu sjálfu og ræðu formannsins. Málið snýst um að festa í stjórnarskrá hugtakið þjóðareign á auðlindum. Formaðurinn hefur staðfest að þau sjónarmið séu uppi sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur lýst en eigi að síður viti hann ekki til þess að ágreiningur sé um málið. Ýmsir hafa reyndar undrast hversu lengi framsóknarmenn hafa dregið að búa til stöðu sem miðaði að því að greina þá frá samstarfsflokknum. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar hefur réttilega vakið athygli á því að Framsóknarflokkurinn kaus að hreyfa þessu máli ekki í stjórnarskrárnefnd. Með því að flokkurinn hafði ákveðið að nota það sem stjórnarslitahótun var rétt og eðlilegt að gera það við ríkisstjórnarborðið en ekki í sjálfstæðri nefnd sem ætlað var að vinna á öðrum forsendum. Svo er það stóra spurningin: Hverjir eru líklegastir til að græða á hugsanlegum stjórnarslitum? Skoðanakannanir sýna talsverða þreytu með stjórnarsamstarfið, ævintýralega sókn Vinstri grænna og ósk nærri helmings kjósenda um áframhaldandi stjórnarforystu núverandi forsætisráðherra. Ef kjósendur þurfa ekki að nota atkvæðaseðilinn til þess að koma þreyttu samstarfi frá völdum gæti því svo farið að forystuflokkurinn í ríkisstjórn græddi mest á stjórnarslitum nú. Það gerðist við svipaðar aðstæður 1979 þegar óvinsælt vinstra samstarf var óvænt rofið með myndun minnihlutastjórnar og kosningum í kjölfarið. Þá vann Framsóknarflokkurinn, sem verið hafði í stjórnarforystu, verulega á. Alþýðuflokkurinn, sem rauf samstarfið, tapaði miklu og Sjálfstæðisflokkurinn, sem mælst hafði með yfir 50% skoðanakannanafylgi í stjórnarandstöðu, missti flugið. Þessi saga gæti allt eins endurtekið sig að breyttu breytanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun
Stjórnmálaflokkarnir halda allir landsfundi eða flokksþing í aðdraganda kosninganna í vor. Framsóknarflokkurinn hefur átt í vök að verjast umfram aðra flokka undanfarin misseri. Í því ljósi má segja að flokksþingið nú hafi með ákveðnum hætti verið honum mikilvægara en öðrum flokkum. Málefnaundirbúningur flokksþingsins bar öll merki vandaðrar og málefnalegrar vinnu. Ályktunartillögur um utanríkis- og Evrópumál byggðust til að mynda á ábyrgum og raunsæjum sjónarmiðum. Þá komu fram athyglisverðar hugmyndir um breytingar á kosningaskipan og skipulagi stjórnarráðsins. Ræða flokksformannsins var um flest málefnaleg með hvassri gagnrýni á þá flokka sem framsóknarmenn telja að hafi helst náð frá þeim fylgi. Annað verður ekki sagt en að kraftur og þungi hafi verið í ræðu hans. Allt yfirbragð flokksþingsins var á þann veg að ætla má að þeir forystumenn sem þar komu saman séu ráðnir í að ganga fram af fullri einurð í komandi kosningabaráttu. Þegar á þessa hefðbundnu mælikvarða er litið sýnist Framsóknarflokkurinn frekar hafa sótt í sig veðrið en hitt. Hætt er hins vegar við að uppljóstrun heilbrigðis- og tryggingaráðherra um að forystumenn flokksins hafi að undanförnu lagt á ráðin um stjórnarslit og myndun nýrrar minnihlutastjórnar fyrir kosningar hafi í einhverjum mæli dregið athyglina frá þinginu sjálfu og ræðu formannsins. Málið snýst um að festa í stjórnarskrá hugtakið þjóðareign á auðlindum. Formaðurinn hefur staðfest að þau sjónarmið séu uppi sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur lýst en eigi að síður viti hann ekki til þess að ágreiningur sé um málið. Ýmsir hafa reyndar undrast hversu lengi framsóknarmenn hafa dregið að búa til stöðu sem miðaði að því að greina þá frá samstarfsflokknum. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar hefur réttilega vakið athygli á því að Framsóknarflokkurinn kaus að hreyfa þessu máli ekki í stjórnarskrárnefnd. Með því að flokkurinn hafði ákveðið að nota það sem stjórnarslitahótun var rétt og eðlilegt að gera það við ríkisstjórnarborðið en ekki í sjálfstæðri nefnd sem ætlað var að vinna á öðrum forsendum. Svo er það stóra spurningin: Hverjir eru líklegastir til að græða á hugsanlegum stjórnarslitum? Skoðanakannanir sýna talsverða þreytu með stjórnarsamstarfið, ævintýralega sókn Vinstri grænna og ósk nærri helmings kjósenda um áframhaldandi stjórnarforystu núverandi forsætisráðherra. Ef kjósendur þurfa ekki að nota atkvæðaseðilinn til þess að koma þreyttu samstarfi frá völdum gæti því svo farið að forystuflokkurinn í ríkisstjórn græddi mest á stjórnarslitum nú. Það gerðist við svipaðar aðstæður 1979 þegar óvinsælt vinstra samstarf var óvænt rofið með myndun minnihlutastjórnar og kosningum í kjölfarið. Þá vann Framsóknarflokkurinn, sem verið hafði í stjórnarforystu, verulega á. Alþýðuflokkurinn, sem rauf samstarfið, tapaði miklu og Sjálfstæðisflokkurinn, sem mælst hafði með yfir 50% skoðanakannanafylgi í stjórnarandstöðu, missti flugið. Þessi saga gæti allt eins endurtekið sig að breyttu breytanda.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun