Viðskipti innlent

Yfirtökutilboð væntanlegt í Vinnslustöðina

Úr Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Úr Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Mynd/Hari

Tólf hluthafar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem fara með meirihluta er skylt að gera öðrum hluthöfum Vinnslustöðvarinnar yfirtökutilboð í fyrirtækið á næstu fjórum vikum. Yfirtökutilboðið verður gert á genginu 4,6 krónur á hlut, sem var gengi á bréfum félagsins í síðustu viðskiptum með það í OMX Kauphöll Íslands.

Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að yfirtökutilboðið verði gert eftir aðalfund Vinnslustöðvarinnar 4. maí næstkomandi. Þá segir ennfremur að fyrir liggi tillaga stjórnar um greiðslu á 30 prósenta arði til hluthafa Vinnnslustöðvarinnar. Verði tillagan samþykkt þá samsvari tilboðið genginu 4,9 miðað við núverandi gengi, að sögn Kauphallarinnar.

Að yfirtökunni afstaðinni munu kaupendur óska eftir því við stjórn

Vinnslustöðvarinnar hf. að hlutabréf hennar verði afskráð úr OMX/Kauphöll

Íslands hf.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eina sjávarútvegsfélagið sem eftir er á Aðallista Kauphallar Íslands en hverfur þaðan eftir yfirtökuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×