Að mynda ríkisstjórn 16. apríl 2007 08:28 Eins og sakir standa finnst manni aðalatriðið í kosningunum hvaða ríkisstjórn verður mynduð að þeim loknum. Maður tekur alveg mátulega mikið mark á loforðum flokkana, þar er reynslan ólygnust, og svo á stefnan líka eftir að útvatnast í málamiðlunum þegar koma á saman ríkisstjórn. Möguleikarnir eru í rauninni ekki svo margir. Einn er að núverandi ríkisstjórn sitji áfram. Það virðist ólíklegt í ljósi þess hversu Framsóknarflokkurinn er veikur. Atkvæði sem eru greidd flokkum sem ná ekki manni á þing gætu þó tryggt stjórninni framhaldslíf í fjögur ár í viðbót, jafnvel þótt hún hafi minnihluta atkvæða. En það er spurning hvort stjórnin heldur áfram ef meirihlutinn veltur á aðeins einum þingmanni - þá eru fræðilega séð 32 þingmenn sem geta haldið samstarfinu í gíslingu. Hinir möguleikarnir eru aðeins þrír: D og V, D og S. Og S, V og B. Skoðum þetta aðeins nánar. --- --- --- Ef litið er á þingmannajölda væri enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mynda stjórn með annað hvort Samfylkingu eða Vinstri grænum. Spurningin er bara um vilja. Margir Sjálfstæðismenn virðast vera áhugasamir um samstarf við VG, það er eitthvað sem heillar þá við Steingrím og félaga. Spurningin er hins vegar hvort þessi áhugi sé eitthvað meira en hugarleikfimi? Um hvað á svona stjórn að ná samkomulagi, hver á að vera stefna hennar, tilgangur, markmið? Og hvað myndi svona stjórn endast lengi? Myndi hún kannski springa á Palestínumálinu eða lista hinna staðföstu þjóða? Mun hún lækka eða hækka skatta? Einkavæða Landsvirkjun? Það er ómögulegt að segja, stefna flokkanna er svo ólík. Það þyrfti að sætta helstu andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum - miðjan yrði einfaldlega skilin eftir. En merkilegt nokk eru Vinstri græn ekki afhuga þessari hugmynd. Maður finnur hvernig Vinstri græn er að tóna niður málflutning sinn til að stuða ekki Sjálfstæðisflokkinn. Samt eru það þau sem hafa harðast gagnrýnt þá flokka sem þau segja að hafi verið hækjur fyrir Sjálfstæðisflokkinn undanfarin 16 ár. --- --- --- Stefna Sjálfstæðisflokk og Samfylkingar er furðu lík á ýmsum sviðum. Báðir flokkarnir vilja hafa víða skírskotun, njóta fjöldafylgis, svo passað er upp á að hafa hugmyndirnar ekki alltof skýrar. Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar myndi byggja á gömlu viðreysnarmynstri. Kröfur myndu vera uppi um að hún tæki til í heilbrigðiskerfinu og landbúnaðinum. En það eru mörg ljón í veginum. Það er hluti af sjálfsmynd Samfylkingarinnar að vilja vera stóra mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn. Í samstarfi við hann færi sú mynd í þúsund mola. Svo eru það sporin sem hræða; óttinn við að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhvers konar tilberi sem sýgur makindalega lífskraftinn úr öðrum flokkum meðan hann fitnar bara sjálfur. Frá hlið Sjálfstæðismanna kemur mikið vantraust á Samfylkingunni og útbreidd andúð á Ingibjörgu Sólrúnu. --- --- --- Hvað þá með vinstri stjórn? Eins og stendur virðist ekki vera möguleiki að mynda hana nema með atbeina Framsóknarflokksins. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin virðast ætla að fá þann fjölda þingmanna sem þarf til að verði hrein stjórnarskipti í fyrsta sinn síðan 1971. Meðan það breytist ekki er Framsóknarflokkurinn eini valkosturinn. Hann má eiga það að hann kann að vera í ríkisstjórn. Hefur mikla reynslu af því. Sprengir þær ekki, hvorki út af smáum málum né stórum. Samfylkingin er ekkert svo afhuga því að vinna með Framsókn - það mátti heyra á viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu í Silfrinu í gær. Hún gæti verið ágætt mótvægi gegn róttæklingunum í VG. Það er áberandi að Samfylkingin er ekki mikið að hnjóða í Framsókn í kosningabaráttunni. En milli Framsóknar og Vinstri grænna er skefjalaus tortryggni. Vinstri græn hamast á Framsókn - eitt slagorð þeirra er af hverju ekki zero Framsókn? En hvað vill Steingrímur sjálfur sem ræður þessu líklega þegar á hólminn er komið - telur hann til þess vinnandi að starfa með Framsókn til að koma íhaldinu frá í vor ef ekki er annar möguleiki? --- --- --- Það er sagt að menn eigi að ræða um málefnin fyrir kosningar. En í því pólitíska kerfi sem við höfum skiptir þetta líklega mestu máli. Samfylking eða Vinstri græn hoppa varla upp í með Sjálfstæðisflokki svona einn tveir og þrír, flokkarnir yrðu að gera tilraun til að mynda vinstri stjórn áður, þó ekki væri nema til málamynda. Annars er hætt við að trúveðugleikinn verði á bak og burt í augum margra kjósenda. Það er því hugsanlegt að stjórnarmyndanir standi fram á sumar - eða verður kannski búið að mynda stjórn fyrir kosningar - án þess að láta okkur hin vita? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Eins og sakir standa finnst manni aðalatriðið í kosningunum hvaða ríkisstjórn verður mynduð að þeim loknum. Maður tekur alveg mátulega mikið mark á loforðum flokkana, þar er reynslan ólygnust, og svo á stefnan líka eftir að útvatnast í málamiðlunum þegar koma á saman ríkisstjórn. Möguleikarnir eru í rauninni ekki svo margir. Einn er að núverandi ríkisstjórn sitji áfram. Það virðist ólíklegt í ljósi þess hversu Framsóknarflokkurinn er veikur. Atkvæði sem eru greidd flokkum sem ná ekki manni á þing gætu þó tryggt stjórninni framhaldslíf í fjögur ár í viðbót, jafnvel þótt hún hafi minnihluta atkvæða. En það er spurning hvort stjórnin heldur áfram ef meirihlutinn veltur á aðeins einum þingmanni - þá eru fræðilega séð 32 þingmenn sem geta haldið samstarfinu í gíslingu. Hinir möguleikarnir eru aðeins þrír: D og V, D og S. Og S, V og B. Skoðum þetta aðeins nánar. --- --- --- Ef litið er á þingmannajölda væri enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mynda stjórn með annað hvort Samfylkingu eða Vinstri grænum. Spurningin er bara um vilja. Margir Sjálfstæðismenn virðast vera áhugasamir um samstarf við VG, það er eitthvað sem heillar þá við Steingrím og félaga. Spurningin er hins vegar hvort þessi áhugi sé eitthvað meira en hugarleikfimi? Um hvað á svona stjórn að ná samkomulagi, hver á að vera stefna hennar, tilgangur, markmið? Og hvað myndi svona stjórn endast lengi? Myndi hún kannski springa á Palestínumálinu eða lista hinna staðföstu þjóða? Mun hún lækka eða hækka skatta? Einkavæða Landsvirkjun? Það er ómögulegt að segja, stefna flokkanna er svo ólík. Það þyrfti að sætta helstu andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum - miðjan yrði einfaldlega skilin eftir. En merkilegt nokk eru Vinstri græn ekki afhuga þessari hugmynd. Maður finnur hvernig Vinstri græn er að tóna niður málflutning sinn til að stuða ekki Sjálfstæðisflokkinn. Samt eru það þau sem hafa harðast gagnrýnt þá flokka sem þau segja að hafi verið hækjur fyrir Sjálfstæðisflokkinn undanfarin 16 ár. --- --- --- Stefna Sjálfstæðisflokk og Samfylkingar er furðu lík á ýmsum sviðum. Báðir flokkarnir vilja hafa víða skírskotun, njóta fjöldafylgis, svo passað er upp á að hafa hugmyndirnar ekki alltof skýrar. Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar myndi byggja á gömlu viðreysnarmynstri. Kröfur myndu vera uppi um að hún tæki til í heilbrigðiskerfinu og landbúnaðinum. En það eru mörg ljón í veginum. Það er hluti af sjálfsmynd Samfylkingarinnar að vilja vera stóra mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn. Í samstarfi við hann færi sú mynd í þúsund mola. Svo eru það sporin sem hræða; óttinn við að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhvers konar tilberi sem sýgur makindalega lífskraftinn úr öðrum flokkum meðan hann fitnar bara sjálfur. Frá hlið Sjálfstæðismanna kemur mikið vantraust á Samfylkingunni og útbreidd andúð á Ingibjörgu Sólrúnu. --- --- --- Hvað þá með vinstri stjórn? Eins og stendur virðist ekki vera möguleiki að mynda hana nema með atbeina Framsóknarflokksins. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin virðast ætla að fá þann fjölda þingmanna sem þarf til að verði hrein stjórnarskipti í fyrsta sinn síðan 1971. Meðan það breytist ekki er Framsóknarflokkurinn eini valkosturinn. Hann má eiga það að hann kann að vera í ríkisstjórn. Hefur mikla reynslu af því. Sprengir þær ekki, hvorki út af smáum málum né stórum. Samfylkingin er ekkert svo afhuga því að vinna með Framsókn - það mátti heyra á viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu í Silfrinu í gær. Hún gæti verið ágætt mótvægi gegn róttæklingunum í VG. Það er áberandi að Samfylkingin er ekki mikið að hnjóða í Framsókn í kosningabaráttunni. En milli Framsóknar og Vinstri grænna er skefjalaus tortryggni. Vinstri græn hamast á Framsókn - eitt slagorð þeirra er af hverju ekki zero Framsókn? En hvað vill Steingrímur sjálfur sem ræður þessu líklega þegar á hólminn er komið - telur hann til þess vinnandi að starfa með Framsókn til að koma íhaldinu frá í vor ef ekki er annar möguleiki? --- --- --- Það er sagt að menn eigi að ræða um málefnin fyrir kosningar. En í því pólitíska kerfi sem við höfum skiptir þetta líklega mestu máli. Samfylking eða Vinstri græn hoppa varla upp í með Sjálfstæðisflokki svona einn tveir og þrír, flokkarnir yrðu að gera tilraun til að mynda vinstri stjórn áður, þó ekki væri nema til málamynda. Annars er hætt við að trúveðugleikinn verði á bak og burt í augum margra kjósenda. Það er því hugsanlegt að stjórnarmyndanir standi fram á sumar - eða verður kannski búið að mynda stjórn fyrir kosningar - án þess að láta okkur hin vita?
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun