Viðskipti innlent

Hagvöxtur mældist 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi

Hagvöxtur mældist 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra mældist hann 0,8 prósent. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagvöxtur hins vegar 2,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þjóðarútgjöld jukust um 2,0 prósent, útflutningur um 7,0 prósent og innflutningur um 2,0 prósent. Þá blés í einkaneyslu, sem jókst um 7,5 prósent á milli ára. Fjárfestingar drógust hins vegar saman á milli ára.

Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag.

Þar segir ennfremur að þótt flestir liðir einkaneyslunnar hafi vaxið á milli ára þá hafi bílakaup keyrt vöxtinn áfram enda jukust þau um 40 prósent.

Nánar má lesa um málið í Hagtíðindum Hagstofunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×