Annað dauðsfallið í Dakar

Carlos Sainz vann í dag fimmtu sérleið sína í Dakar-rallinu en Stephane Peterhansel er enn með rúmlega 7 mínútna forystu á Giniel De Villiers í bílaflokki þegar aðeins ein dagleið er eftir. Vélhjólakappinn Eric Aubijoux frá Frakklandi lét lífið þegar leið skyndilega yfir hann skammt frá markinu, en hann er annar maðurinn sem lætur lífið í þessari mannskæðu keppni í ár.