Beðið eftir Botox 25. apríl 2007 05:30 Í hinum dæmigerðu vinkonuhópum var eitt sinn mjög vinsælt að halda snyrtivörukvöld. Þá söfnuðust þær saman í heimahúsi og létu selja sér fyrir formúur nauðsynlega andlitskornmaska og naglabandasmyrsl sem ekki voru notuð upp frá því. Nokkru síðar varð nauðsynlegt að hittast og skoða undirföt sem engin viðstaddra hefði þorað að handleika alein úti í búð. Raunar seldi á þessum tíma engin verslun með snefil af sómatilfinningu nærföt af þeirri sort sem hér um ræðir. Þetta var samt eftir að Pan-hópurinn hafði rutt brautina með dónasýningum og fyrirgert um leið mannorðinu til frambúðar. Eftir á að hyggja voru þessar sýningar trúlega álíka ruddalegar og fegurðarsamkeppnin í sjónvarpinu á dögunum. Þegar allir höfðu vanist jafn þokkafullum undirfatnaði lognaðist nærbuxnaheimasalan að mestu út af. Eftir dálitla ládeyðu varð samt gaman að hittast yfir plastdollum. Þetta voru ákaflega góðar og nytsamlegar plastdollur en satt best að segja þurfti heilmikla múgsefjun til að hægt væri að finnast tíma sínum vel varið þessi kvöld. Sumar komu út með fjárfestingar heimilisins í ýmsum tegundum af hristidollum, hnoðskálum og loftþrýstiumbúðum sem nýttust svo þegar á reyndi ljómandi vel sem poppskálar. Þegar dolluæðið hjaðnaði ögn kom í ljós umtalsvert frjálslyndara þjóðfélag en áður og enn og aftur má þar ekki vanmeta framlag hins framsýna Pan-hóps. Nú varð málið að mæta í heimahús á sölukvöld hjálpartækja ástarlífsins. Þar er ég sjálf reyndar alveg lens en hef frétt að þetta hafi verið með hvetjandi samkomum svo feimnustu frúr hafi skundað heim með birgðir af alls kyns töfrakúlum, -stöfum og -fiðrildum. g fyrir okkur sem lifað hafa allar þessar sviptingar fréttist nú af nýrri tegund af heimasamkomu til að rækta hópsálina. Það er hið eina og sanna botoxkvöld, því miður aðeins fáanlegt í Ameríku í bili en áreiðanlega rétt ókomið hingað. Þá hittast konur í krísu miðlífsins og endurheimta tíu ár með aðstoð sérfræðings og dálítilli innspýtingu af þessu undrameðali hist og her. Eini gallinn er sá að eftir dálítið botox er ekki nokkur leið að sýna svipbrigði, en þau eru nú ofmetin hvort eð er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Í hinum dæmigerðu vinkonuhópum var eitt sinn mjög vinsælt að halda snyrtivörukvöld. Þá söfnuðust þær saman í heimahúsi og létu selja sér fyrir formúur nauðsynlega andlitskornmaska og naglabandasmyrsl sem ekki voru notuð upp frá því. Nokkru síðar varð nauðsynlegt að hittast og skoða undirföt sem engin viðstaddra hefði þorað að handleika alein úti í búð. Raunar seldi á þessum tíma engin verslun með snefil af sómatilfinningu nærföt af þeirri sort sem hér um ræðir. Þetta var samt eftir að Pan-hópurinn hafði rutt brautina með dónasýningum og fyrirgert um leið mannorðinu til frambúðar. Eftir á að hyggja voru þessar sýningar trúlega álíka ruddalegar og fegurðarsamkeppnin í sjónvarpinu á dögunum. Þegar allir höfðu vanist jafn þokkafullum undirfatnaði lognaðist nærbuxnaheimasalan að mestu út af. Eftir dálitla ládeyðu varð samt gaman að hittast yfir plastdollum. Þetta voru ákaflega góðar og nytsamlegar plastdollur en satt best að segja þurfti heilmikla múgsefjun til að hægt væri að finnast tíma sínum vel varið þessi kvöld. Sumar komu út með fjárfestingar heimilisins í ýmsum tegundum af hristidollum, hnoðskálum og loftþrýstiumbúðum sem nýttust svo þegar á reyndi ljómandi vel sem poppskálar. Þegar dolluæðið hjaðnaði ögn kom í ljós umtalsvert frjálslyndara þjóðfélag en áður og enn og aftur má þar ekki vanmeta framlag hins framsýna Pan-hóps. Nú varð málið að mæta í heimahús á sölukvöld hjálpartækja ástarlífsins. Þar er ég sjálf reyndar alveg lens en hef frétt að þetta hafi verið með hvetjandi samkomum svo feimnustu frúr hafi skundað heim með birgðir af alls kyns töfrakúlum, -stöfum og -fiðrildum. g fyrir okkur sem lifað hafa allar þessar sviptingar fréttist nú af nýrri tegund af heimasamkomu til að rækta hópsálina. Það er hið eina og sanna botoxkvöld, því miður aðeins fáanlegt í Ameríku í bili en áreiðanlega rétt ókomið hingað. Þá hittast konur í krísu miðlífsins og endurheimta tíu ár með aðstoð sérfræðings og dálítilli innspýtingu af þessu undrameðali hist og her. Eini gallinn er sá að eftir dálítið botox er ekki nokkur leið að sýna svipbrigði, en þau eru nú ofmetin hvort eð er.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun