Handbolti

Valur deildarbikarmeistari kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val í dag.
Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val í dag.

Valur varð í dag deildarbikarmeistari kvenna í handbolta eftir sigur á Fram, 26-21, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.

Staðan í hálfleik var 14-8 fyrir Val og því sigurinn nokkuð öruggur. Fram náði reyndar að minnka muninn í tvö mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka en nær komst Fram ekki.

Kristín Guðmundsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Val og Stella Sigurðardóttir átta fyrir Fram.

Nokkur reikistefna var í lok leiksins sem snerist um hvort að nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum eða ekki. Einar Jónsson, þjálfari Fram, lét mikið af sér kveða og uppskar rauða spjaldið fyrir vikið.

Honum var svo mikið við að hann kastaði vatnsbrúsa í einn leikmann sinn, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, væntanlega fyrir slysni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×