Dularfulla fólkið 16. mars 2007 00:01 Einu sinni var ég að leita að saumastofu í Hafnarfirði. Ég hringdi dyrabjöllu í húsi sem ég hélt að væri rétta heimilisfangið og til dyra kom feitur, tattúeraður maður á sextugsaldri á pínulitlum, fjólubláum nærbuxum einum fata. Klukkan var þrjú að degi til. Hann tjáði mér kurteisilega að ég væri á vitlausum stað og ég afsakaði mig pent. Síðan hef ég oft velt því fyrir mér hvað gekk á hjá þessum dularfulla manni, í þessu dularfulla, gamla húsi þar sem allar gardínur voru dregnar fyrir. Ætli ég hafi vakið hann? Afhverju var hann á nærbuxunum? Þetta var ein af fjölmörgum mysteríum sem ég hef orðið var við gegnum tíðina. Dularfullar hliðar á fólki. Eitthvað óáþreifanlegt sem virkar grunsamlegt í fyrstu og hefur síðan annaðhvort einhverjar eðlilegar skýringar eða heldur áfram að vera grunsamlegt og verður síðan hreinlega glæpsamlegt. Ég hef lesið nóg af glæpasögum til að vita að gott er að hugsa málin frá öllum hliðum. Einsog t.d. mennirnir á svörtu Cadillac jeppunum sem þeir leggja fyrir utan Laugar. Í sjónvarpinu eru það bara glæpamenn og rapparar sem aka um á svona bílum. Á bílastæðinu í Laugum eru þetta smávaxnir menn í jakkafötum. Hvort eru þetta bankastarfsmenn eða dílerar? Ungir, talandi í gemsa, með æfingaröskuna á öxlinni. Glæpamenn stunda líkamsrækt eins og aðrir. Það hefur oft komið fram. Afhverju keyrir gaurinn sem vinnur í tölvudeildinni um á Porsche jeppa? Er hann líka díler? Ekki lítur hann út fyrir að vera það. Er mér sama eða á ég að styðja ákvæðið í jafnréttisfrumvarpinu um afnám launaleyndar? Hvað mundi það þýða? Jú ég gæti spurt gaurinn í tölvudeildinni um hvað hann hefur í laun og hann mætti svara mér, en hann þyrfti þess ekki. Í dag má hann hreinlega ekki svara mér. Ef hann svaraði mér væri hann að brjóta ákvæði í samningnum sínum. Afnám launaleyndar er útópísk hugsun einhverra kvenna sem halda að við það að vita hvað Gunnar í dreifingadeildinni er með í laun hljóti þær að geta hækkað sig. En hvað ef það yrði nú bara hreinlega til þess að aumingja Gunnar mundi lækka í launum í staðinn. "Ókey Gunnar, nú er verið að afnema launaleynd þannig að við þurfum að segja upp gamla samningnum með þagnarskyldunni...þú manst. Við ráðum þig bara aftur á lægri launum....ókey?" Er þá ekki skárra að hafa mysteríurnar allt í kring. Þær eru meira spennandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Kjartansson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Einu sinni var ég að leita að saumastofu í Hafnarfirði. Ég hringdi dyrabjöllu í húsi sem ég hélt að væri rétta heimilisfangið og til dyra kom feitur, tattúeraður maður á sextugsaldri á pínulitlum, fjólubláum nærbuxum einum fata. Klukkan var þrjú að degi til. Hann tjáði mér kurteisilega að ég væri á vitlausum stað og ég afsakaði mig pent. Síðan hef ég oft velt því fyrir mér hvað gekk á hjá þessum dularfulla manni, í þessu dularfulla, gamla húsi þar sem allar gardínur voru dregnar fyrir. Ætli ég hafi vakið hann? Afhverju var hann á nærbuxunum? Þetta var ein af fjölmörgum mysteríum sem ég hef orðið var við gegnum tíðina. Dularfullar hliðar á fólki. Eitthvað óáþreifanlegt sem virkar grunsamlegt í fyrstu og hefur síðan annaðhvort einhverjar eðlilegar skýringar eða heldur áfram að vera grunsamlegt og verður síðan hreinlega glæpsamlegt. Ég hef lesið nóg af glæpasögum til að vita að gott er að hugsa málin frá öllum hliðum. Einsog t.d. mennirnir á svörtu Cadillac jeppunum sem þeir leggja fyrir utan Laugar. Í sjónvarpinu eru það bara glæpamenn og rapparar sem aka um á svona bílum. Á bílastæðinu í Laugum eru þetta smávaxnir menn í jakkafötum. Hvort eru þetta bankastarfsmenn eða dílerar? Ungir, talandi í gemsa, með æfingaröskuna á öxlinni. Glæpamenn stunda líkamsrækt eins og aðrir. Það hefur oft komið fram. Afhverju keyrir gaurinn sem vinnur í tölvudeildinni um á Porsche jeppa? Er hann líka díler? Ekki lítur hann út fyrir að vera það. Er mér sama eða á ég að styðja ákvæðið í jafnréttisfrumvarpinu um afnám launaleyndar? Hvað mundi það þýða? Jú ég gæti spurt gaurinn í tölvudeildinni um hvað hann hefur í laun og hann mætti svara mér, en hann þyrfti þess ekki. Í dag má hann hreinlega ekki svara mér. Ef hann svaraði mér væri hann að brjóta ákvæði í samningnum sínum. Afnám launaleyndar er útópísk hugsun einhverra kvenna sem halda að við það að vita hvað Gunnar í dreifingadeildinni er með í laun hljóti þær að geta hækkað sig. En hvað ef það yrði nú bara hreinlega til þess að aumingja Gunnar mundi lækka í launum í staðinn. "Ókey Gunnar, nú er verið að afnema launaleynd þannig að við þurfum að segja upp gamla samningnum með þagnarskyldunni...þú manst. Við ráðum þig bara aftur á lægri launum....ókey?" Er þá ekki skárra að hafa mysteríurnar allt í kring. Þær eru meira spennandi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun