19 hið nýja 16? 9. febrúar 2007 00:01 Nú standa yfir umræður um stöðu Íslands í ímyndarmálum. Við vorum númer 19 af 35 á viðurkenndum ímyndarlista - persónulega hefði mér fundist viðeigandi að vera í 16. sæti, hinu eilífa tapsæti Íslendinga. Þessar niðurstöður ku stjórnast af því hversu lítið þekkt Ísland er úti í hinum stóra heimi. Því beinist athygli stjórnvalda að því hvernig megi sýna umheiminum fram á að Ísland sé í raun og sanni best í heimi. Nú er þetta feikilega hallærislegt allt saman. Það er erfitt að sjá merki um blómstrandi hugmyndaflug í fyrri aðgerðum stjórnvalda og stórfyrirtækja; staða okkar í heiminum viljum við að sé meðal vopnlausra, óþekktra en afar staðfastra eyjaklasa sem hanga aftan í hælnum á Bandaríkjastjórn, til marks um fádæma framsýni ætlum við að veðja á 21. öldina sem Öld Stóriðjunnar, og auglýsingaherferðir hafa mikið til gengið út á að Reykjavík sé ,,Bangkok norðursins" svo ungar stúlkur eiga fótum sínum fjör að launa í miðbæ höfuðborgarinnar undan gröðum útlendingum. En auðvitað eru það ekki bara stjórnvöld og stórfyrirtæki sem skapa ímynd lands og þjóðar. Hinn almenni borgari á ferðalagi erlendis leggur sitt af mörkum í orði og æði. Og hér fer mér að renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Fyrst af öllu sé ég fyrir mér hópferðir Íslendinga í sólarlöndum, heimilisfeður á leið niður að sundlaug með tvö börn og kippu klukkan ellefu á morgnana eða skaðbrenndar húsmæður í orlofi klípandi suðræna þjóna í rassinn, að kenna þeim að segja, „rassgat í bala". Svo hristi ég af mér þessa viðurstyggilegu fordóma gagnvart þjóð minni og reyni að rifja upp eigin fullyrðingar um Ísland á erlendri grund. Þar tekur ekki betra við. Það er langt síðan ég komst að því að það er miklu skemmtilegra að ýta undir ranghugmyndir en leiðrétta þær. Þegar vongóður útlendingur spyr til dæmis hvort það sé satt að íslenskar konur séu fallegastar í heimi er tilvalið að kalla það áróður stjórnvalda, í raun og veru sé Ísland gömul fanganýlenda Norðurlandanna og bæði karlar og konur afsprengi þess versta í genamengi norrænna þjóða. Þessi skelfilega þjóð búi svo upp til hópa í tveggja hæða snjóhúsum með sleðahunda. Þannig að þegar litið er til ímyndarsköpunar stjórnvalda og almennings á Íslandi held ég að við ættum að prísa okkur sæl fyrir 19. sætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Nú standa yfir umræður um stöðu Íslands í ímyndarmálum. Við vorum númer 19 af 35 á viðurkenndum ímyndarlista - persónulega hefði mér fundist viðeigandi að vera í 16. sæti, hinu eilífa tapsæti Íslendinga. Þessar niðurstöður ku stjórnast af því hversu lítið þekkt Ísland er úti í hinum stóra heimi. Því beinist athygli stjórnvalda að því hvernig megi sýna umheiminum fram á að Ísland sé í raun og sanni best í heimi. Nú er þetta feikilega hallærislegt allt saman. Það er erfitt að sjá merki um blómstrandi hugmyndaflug í fyrri aðgerðum stjórnvalda og stórfyrirtækja; staða okkar í heiminum viljum við að sé meðal vopnlausra, óþekktra en afar staðfastra eyjaklasa sem hanga aftan í hælnum á Bandaríkjastjórn, til marks um fádæma framsýni ætlum við að veðja á 21. öldina sem Öld Stóriðjunnar, og auglýsingaherferðir hafa mikið til gengið út á að Reykjavík sé ,,Bangkok norðursins" svo ungar stúlkur eiga fótum sínum fjör að launa í miðbæ höfuðborgarinnar undan gröðum útlendingum. En auðvitað eru það ekki bara stjórnvöld og stórfyrirtæki sem skapa ímynd lands og þjóðar. Hinn almenni borgari á ferðalagi erlendis leggur sitt af mörkum í orði og æði. Og hér fer mér að renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Fyrst af öllu sé ég fyrir mér hópferðir Íslendinga í sólarlöndum, heimilisfeður á leið niður að sundlaug með tvö börn og kippu klukkan ellefu á morgnana eða skaðbrenndar húsmæður í orlofi klípandi suðræna þjóna í rassinn, að kenna þeim að segja, „rassgat í bala". Svo hristi ég af mér þessa viðurstyggilegu fordóma gagnvart þjóð minni og reyni að rifja upp eigin fullyrðingar um Ísland á erlendri grund. Þar tekur ekki betra við. Það er langt síðan ég komst að því að það er miklu skemmtilegra að ýta undir ranghugmyndir en leiðrétta þær. Þegar vongóður útlendingur spyr til dæmis hvort það sé satt að íslenskar konur séu fallegastar í heimi er tilvalið að kalla það áróður stjórnvalda, í raun og veru sé Ísland gömul fanganýlenda Norðurlandanna og bæði karlar og konur afsprengi þess versta í genamengi norrænna þjóða. Þessi skelfilega þjóð búi svo upp til hópa í tveggja hæða snjóhúsum með sleðahunda. Þannig að þegar litið er til ímyndarsköpunar stjórnvalda og almennings á Íslandi held ég að við ættum að prísa okkur sæl fyrir 19. sætið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun