Dirty weekend in Reykjavik 20. febrúar 2007 05:30 Nú stendur fyrir dyrum ráðstefna í Reykjavík þar sem þátttakendur eru stórir framleiðendur klámefnis á netinu. Hvorki eru skráðir fyrirlestrar né pallborðsumræður í dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar. Ástæðan er sennilega ekki sú að klámframleiðendum sé lagnara að rýta og rymja en halda ræður, þótt óneitanlega sé það fyrsta hugsun. Líklega eru vandfundnir harðsvíraðri bissnessmenn en einmitt framleiðendur kláms. Þeir eru semsagt ekki í faginu af hugsjón. Nei, dagskráin lítur frekar út eins og dæmigerð skemmtiferð fyrir hvern annan túristahóp með bíltúrum á Gullfoss og Geysi. Ráðstefnan er því væntanlega einkum hugsuð til að styrkja hin sérhæfðu viðskiptatengsl og gera feita samninga. Reyndar er líka skipulögð hópferð á strippbúllu og einnig mun á döfinni að taka nokkrar klámmyndir í ferðinni. Kannski verður bráðlega hægt að sjá Gullfoss og Geysi í nýju ljósi, ef svo má segja. Konur sem birtast á klámmyndum selja afnot af líkama sínum í kynferðislegum tilgangi og eru því vændiskonur. Þeim, sem hefur þá hugmynd um vændiskonur að þær séu einkum spólgraðar alla daga, má benda á að rannsóknir hafa sýnt að mikill meirihluti þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og flestar eru háðar fíkniefnum. Og eins og upplýstu fólki ætti nú að vera orðið kunnugt eru einmitt sterk tengsl á milli kláms, vændis og mansals. Þeir sem enn vita ekkert um hvað er verið að tala, ættu að verða sér úti um kvikmyndina Lilja 4-ever, sem er skylduáhorf fyrir fullorðið fólk. Síst ætti samt að koma mikið á óvart að klámiðnaðurinn hafi fengið augastað á Reykjavík sem notalegum samverustað. Miðað við hefðbundna landkynningu gæti fólk ætlað að hér sé einn samfelldur næturklúbbur hvers íbúar væru að mestu fegurðardrottningar með brókarsótt sem vita ekkert skemmtilegra en að vera teknar í bakaríið af hverjum sem er. Almennt séð er ímynd okkar því að verða nokkuð áhrifarík. Við leggjum óspillt náttúruvíðerni undir stórvirkjanir og seldum fiskimiðin og þjóðarbankana fáeinum útvöldum. Með því að bjóða klámfólkið velkomið getum við enn ýtt undir þá hugmynd að landið sé aðeins byggt lauslátum gærum og öðru sauðfé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú stendur fyrir dyrum ráðstefna í Reykjavík þar sem þátttakendur eru stórir framleiðendur klámefnis á netinu. Hvorki eru skráðir fyrirlestrar né pallborðsumræður í dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar. Ástæðan er sennilega ekki sú að klámframleiðendum sé lagnara að rýta og rymja en halda ræður, þótt óneitanlega sé það fyrsta hugsun. Líklega eru vandfundnir harðsvíraðri bissnessmenn en einmitt framleiðendur kláms. Þeir eru semsagt ekki í faginu af hugsjón. Nei, dagskráin lítur frekar út eins og dæmigerð skemmtiferð fyrir hvern annan túristahóp með bíltúrum á Gullfoss og Geysi. Ráðstefnan er því væntanlega einkum hugsuð til að styrkja hin sérhæfðu viðskiptatengsl og gera feita samninga. Reyndar er líka skipulögð hópferð á strippbúllu og einnig mun á döfinni að taka nokkrar klámmyndir í ferðinni. Kannski verður bráðlega hægt að sjá Gullfoss og Geysi í nýju ljósi, ef svo má segja. Konur sem birtast á klámmyndum selja afnot af líkama sínum í kynferðislegum tilgangi og eru því vændiskonur. Þeim, sem hefur þá hugmynd um vændiskonur að þær séu einkum spólgraðar alla daga, má benda á að rannsóknir hafa sýnt að mikill meirihluti þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og flestar eru háðar fíkniefnum. Og eins og upplýstu fólki ætti nú að vera orðið kunnugt eru einmitt sterk tengsl á milli kláms, vændis og mansals. Þeir sem enn vita ekkert um hvað er verið að tala, ættu að verða sér úti um kvikmyndina Lilja 4-ever, sem er skylduáhorf fyrir fullorðið fólk. Síst ætti samt að koma mikið á óvart að klámiðnaðurinn hafi fengið augastað á Reykjavík sem notalegum samverustað. Miðað við hefðbundna landkynningu gæti fólk ætlað að hér sé einn samfelldur næturklúbbur hvers íbúar væru að mestu fegurðardrottningar með brókarsótt sem vita ekkert skemmtilegra en að vera teknar í bakaríið af hverjum sem er. Almennt séð er ímynd okkar því að verða nokkuð áhrifarík. Við leggjum óspillt náttúruvíðerni undir stórvirkjanir og seldum fiskimiðin og þjóðarbankana fáeinum útvöldum. Með því að bjóða klámfólkið velkomið getum við enn ýtt undir þá hugmynd að landið sé aðeins byggt lauslátum gærum og öðru sauðfé.