Þrjátíu og sex árum seinna Ellert B. Schram skrifar 29. september 2007 00:01 Á mánudaginn verður þingið sett. Þá eru liðin þrjátíu og sex ár frá því ég mætti þar fyrst, rétt rúmlega þrítugur unglingurinn. Árið 1971. Árið sem viðreisnarstjórnin féll, árið sem vinstri stjórn var mynduð, árið sem við ákváðum að færa landhelgina út í fimmtíu mílur og fiskurinn í hafinu var ennþá dýrmætasta sameign þjóðarinnar. Þetta var þegar kalda stríðið stóð sem hæst, átökin um Nato og herinn, þegar verðbólgan át upp krónuna og skuldirnar og Kína fékk ekki aðild að Sameinuðu þjóðunum. Ég man að ég hélt jómfrúarræðu á Alþingi gegn þeirri firru íslenskra stjórnvalda að samþykkja aðildina. Því miður má enn finna þá ræðu í Alþingistíðindum. Ólafur Jóhannesson var forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þeir síðastnefndu voru undir stjórn Hannibals Valdimarssonar. Framboð hans og flokkur réðu úrslitum. Alþýðuflokkurinn beið afhroð, ef ég man rétt, og ég held að þeir hafi verið komnir niður í fjóra þingmenn, blessaðir, og þó var enn að finna Gylfa Þ. Gíslason í þeirra hópi. Hann átti annað og betra skilið, hann Gylfi, fljúgandi greindur og mælskur sem hann var. En þeir voru líka hálir á svellinu, allaballarnir með Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósefsson í broddi fylkingar, ræðumenn par excellence. Í Framsókn voru líka þungavigtarmenn, Tómas Árnason, Einar Ágústsson og Jón Skaftason ásamt fulltrúum bændastéttarinnar, sem þá var fjölmennasta stéttin á Alþingi. Þarna var líka Eysteinn Jónsson, burðarásinn í Framsókn í marga áratugi, orðinn forseti þingsins, og ég hitti Eyjólf son hans í kosningabaráttunni. Sonur Eysteins er orðinn framámaður í félagi eldri borgara í Keflavík!! Tíminn líður. Á þessu þingi frá 1971 til 1974 sat ég í stjórnarandstöðu en ég man að ég fékk samþykkta í þinginu tillögu um slysatryggingar íþróttamanna. Það var Eysteini að þakka. Kannski eina málið sem minnihlutinn fékk í gegn það árið. Enda Eysteinn íþróttaunnandi eins og ég.Hvar var jafnréttið?Tvær konur voru í þingliði sjálfstæðismanna þetta kjörtímabil, Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttur. Ég man líka eftir Svövu Jakobsdóttur í Alþýðubandalaginu. Annars voru þetta karlar og aftur karlar sem réðu. Jafnrétti. Hvað var nú það? Eða samkeppni. Mjólk fékkst ekki seld í matvörubúðum. Við tókumst á um það við Ágúst Guðnapabbi, hvort mjólkursala skyldi gefin frjáls. Það var ekki fyrr en 1976, sem mjólkurbúðirnar í Reykjavík voru lagðar niður.Og einhver var að rifja það upp á bloggsíðum nýlega að það þótti þjóðhættulegt óheillaspor, þegar mér datt í hug að breyta sjónvarpinu úr svart hvítu í lit. Það þótti ungæðisleg tillaga á hinu háa Alþingi.Ég man svo sem ekki mikið frá þessum sokkabandsárum mínum fyrir nær fjörutíu árum síðan. Það var hinsvegar lærdómsríkur tími að eiga samstarf við alla þessa höfðingja og ræðusnillinga og þarna voru í hópi sjálfstæðismanna Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen og Ingólfur Jónsson. Magnús á Mel og Matti Bjarna, menn sem komu við sögu þjóðar og átaka og margir eru þar ónefndir, sem héldu uppi merkinu og málflutningnum í stjórnmálabaráttu, sem nú er horfin og gleymd, nema eftir situr fulltrúi þessara sögulegu tíma, undirritaður sjálfur, og ornar sér við minningarnar innan um nýja þingmenn, ungt fólk, sem sumt hvert var ekki einu sinni fætt árið 1971.Samt alltaf einsÉg dreg fram ljósmynd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarnar þetta árið. Af tuttugu og tveggja manna þingflokki eru þrettán látnir. Ég hef ekki talið hversu margir eru enn á lífi af þeim sextíu og þrem, sem sátu á Alþingi á þessum tíma. En ég get vottað að pólitíkin gengur fyrir sig með sama hætti, þrátt fyrir nýjar kynslóðir og ný andlit. Og ekkert verra að hafa þar eina eftirlegukind. Jú, jú, kannski undir öðrum formerkjum, í öðrum flokki. En það er ekki ég sem hef breyst, heldur þjóðfélagið í kringum mig. Hér áður fyrr var barist fyrir frelsinu. Nú er tekist á um hvernig með það skuli farið. Það er ekki minna verkefni.Samanburðurinn á núinu og hinu liðna snýst kannski ekki einasta um menn og nöfn, heldur þá staðreynd að stjórnmálin hafa breyst að innihaldi og áherslum. En eru samt alltaf eins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Á mánudaginn verður þingið sett. Þá eru liðin þrjátíu og sex ár frá því ég mætti þar fyrst, rétt rúmlega þrítugur unglingurinn. Árið 1971. Árið sem viðreisnarstjórnin féll, árið sem vinstri stjórn var mynduð, árið sem við ákváðum að færa landhelgina út í fimmtíu mílur og fiskurinn í hafinu var ennþá dýrmætasta sameign þjóðarinnar. Þetta var þegar kalda stríðið stóð sem hæst, átökin um Nato og herinn, þegar verðbólgan át upp krónuna og skuldirnar og Kína fékk ekki aðild að Sameinuðu þjóðunum. Ég man að ég hélt jómfrúarræðu á Alþingi gegn þeirri firru íslenskra stjórnvalda að samþykkja aðildina. Því miður má enn finna þá ræðu í Alþingistíðindum. Ólafur Jóhannesson var forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þeir síðastnefndu voru undir stjórn Hannibals Valdimarssonar. Framboð hans og flokkur réðu úrslitum. Alþýðuflokkurinn beið afhroð, ef ég man rétt, og ég held að þeir hafi verið komnir niður í fjóra þingmenn, blessaðir, og þó var enn að finna Gylfa Þ. Gíslason í þeirra hópi. Hann átti annað og betra skilið, hann Gylfi, fljúgandi greindur og mælskur sem hann var. En þeir voru líka hálir á svellinu, allaballarnir með Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósefsson í broddi fylkingar, ræðumenn par excellence. Í Framsókn voru líka þungavigtarmenn, Tómas Árnason, Einar Ágústsson og Jón Skaftason ásamt fulltrúum bændastéttarinnar, sem þá var fjölmennasta stéttin á Alþingi. Þarna var líka Eysteinn Jónsson, burðarásinn í Framsókn í marga áratugi, orðinn forseti þingsins, og ég hitti Eyjólf son hans í kosningabaráttunni. Sonur Eysteins er orðinn framámaður í félagi eldri borgara í Keflavík!! Tíminn líður. Á þessu þingi frá 1971 til 1974 sat ég í stjórnarandstöðu en ég man að ég fékk samþykkta í þinginu tillögu um slysatryggingar íþróttamanna. Það var Eysteini að þakka. Kannski eina málið sem minnihlutinn fékk í gegn það árið. Enda Eysteinn íþróttaunnandi eins og ég.Hvar var jafnréttið?Tvær konur voru í þingliði sjálfstæðismanna þetta kjörtímabil, Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttur. Ég man líka eftir Svövu Jakobsdóttur í Alþýðubandalaginu. Annars voru þetta karlar og aftur karlar sem réðu. Jafnrétti. Hvað var nú það? Eða samkeppni. Mjólk fékkst ekki seld í matvörubúðum. Við tókumst á um það við Ágúst Guðnapabbi, hvort mjólkursala skyldi gefin frjáls. Það var ekki fyrr en 1976, sem mjólkurbúðirnar í Reykjavík voru lagðar niður.Og einhver var að rifja það upp á bloggsíðum nýlega að það þótti þjóðhættulegt óheillaspor, þegar mér datt í hug að breyta sjónvarpinu úr svart hvítu í lit. Það þótti ungæðisleg tillaga á hinu háa Alþingi.Ég man svo sem ekki mikið frá þessum sokkabandsárum mínum fyrir nær fjörutíu árum síðan. Það var hinsvegar lærdómsríkur tími að eiga samstarf við alla þessa höfðingja og ræðusnillinga og þarna voru í hópi sjálfstæðismanna Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen og Ingólfur Jónsson. Magnús á Mel og Matti Bjarna, menn sem komu við sögu þjóðar og átaka og margir eru þar ónefndir, sem héldu uppi merkinu og málflutningnum í stjórnmálabaráttu, sem nú er horfin og gleymd, nema eftir situr fulltrúi þessara sögulegu tíma, undirritaður sjálfur, og ornar sér við minningarnar innan um nýja þingmenn, ungt fólk, sem sumt hvert var ekki einu sinni fætt árið 1971.Samt alltaf einsÉg dreg fram ljósmynd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarnar þetta árið. Af tuttugu og tveggja manna þingflokki eru þrettán látnir. Ég hef ekki talið hversu margir eru enn á lífi af þeim sextíu og þrem, sem sátu á Alþingi á þessum tíma. En ég get vottað að pólitíkin gengur fyrir sig með sama hætti, þrátt fyrir nýjar kynslóðir og ný andlit. Og ekkert verra að hafa þar eina eftirlegukind. Jú, jú, kannski undir öðrum formerkjum, í öðrum flokki. En það er ekki ég sem hef breyst, heldur þjóðfélagið í kringum mig. Hér áður fyrr var barist fyrir frelsinu. Nú er tekist á um hvernig með það skuli farið. Það er ekki minna verkefni.Samanburðurinn á núinu og hinu liðna snýst kannski ekki einasta um menn og nöfn, heldur þá staðreynd að stjórnmálin hafa breyst að innihaldi og áherslum. En eru samt alltaf eins.