Lífið

Klúbbakvöld með Dubfire

Dubfire úr Deep Dish þeytir skífum á klúbbakvöldi á Nasa 16. maí.
Dubfire úr Deep Dish þeytir skífum á klúbbakvöldi á Nasa 16. maí.

Plötusnúðurinn Dubfire úr dúettnum Deep Dish þeytir skífum á klúbbakvöldi á Nasa 16. maí. Einnig koma fram Ghozt og Brunhein úr útvarpsþættinum Flex á X-inu 977 og Danna Bigroom.

Deep Dish situr um þessar mundir í sjötta sæti heimslistans yfir bestu plötusnúða veraldar. Þeir unnu Grammy-verðlaun árið 2002 fyrir endurhljóðblöndun sína á laginu Thank You með Dido. Forsala á klúbbakvöldið fer fram í 12 tónum og er miðaverð 2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.