Tvíhöfði í NFL í beinni á Sýn í kvöld 21. janúar 2007 15:11 Öskubuskulið New Orleans Saints verður í eldlínunni í kvöld NordicPhotos/GettyImages Spennan er að ná hámarki í NFL-deildinni en Super Bowl-leikurinn fer fram eftir aðeins tvær vikur. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitaleik deildarinnar. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bears og New Orleans Saints í úrslitum Ameríkudeildarinnar en leikið er á heimavelli Bears, Soldier Field. New Orleans liðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna enda hefur liðið kveikt von í brjóstum íbúa New Orleans sem hafa gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu mánuði. Gengi liðsins er Öskubuskusaga ársins í bandarísku íþróttalífi og margir óháðir vilja gjarna sjá liðið fara alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir fram er búist við jafnri og spennandi viðureign en margir telja að niðurstaða leiksins muni ráðast af frammistöðu Rex Grossman, leikstjórnanda Bears, sem hefur átt mjög sveiflukennt tímabil. Síðari leikur kvöldsins er að mati sérfræðinga mun áhugaverðari en þá tekur Indianapolis Colts, sem er leitt af besta leikstjórnanda deildarinnar Peyton Manning, á móti New England Patriots sem hefur unnið þrjá Super Bowl-leiki síðan árið 2001. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar státar af eins glæsilegum árangri í úrslitakeppninni og Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, og það mun mikið mæða á honum í þessum leik. Þessi lið hafa mæst í úrslitakeppninni undanfarin ár og þá hefur Patriots ávallt haft betur þó svo Colts hafi á stundum verið talið sigurstranglegra. Colts er aftur á móti á heimavelli í þessum leik og það gæti haft mikið að segja enda hefur liðinu ávallt gengið skelfilega í kuldanum í Boston. Patriots er grýla Colts-liðsins og þá grýlu þarf Colts að leggja svo liðið nái langþráðu takmarki sínu að komast í Super Bowl. Margir sérfræðingar telja að tími Colts sé loks upp runninn en hvort það sé satt kemur í ljós í beinni á Sýn í kvöld. Leikur Chicago og New Orleans hefst klukkan 19:50 og leikur Indianapolis og New England klukkan 23:30. Erlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Spennan er að ná hámarki í NFL-deildinni en Super Bowl-leikurinn fer fram eftir aðeins tvær vikur. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitaleik deildarinnar. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bears og New Orleans Saints í úrslitum Ameríkudeildarinnar en leikið er á heimavelli Bears, Soldier Field. New Orleans liðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna enda hefur liðið kveikt von í brjóstum íbúa New Orleans sem hafa gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu mánuði. Gengi liðsins er Öskubuskusaga ársins í bandarísku íþróttalífi og margir óháðir vilja gjarna sjá liðið fara alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir fram er búist við jafnri og spennandi viðureign en margir telja að niðurstaða leiksins muni ráðast af frammistöðu Rex Grossman, leikstjórnanda Bears, sem hefur átt mjög sveiflukennt tímabil. Síðari leikur kvöldsins er að mati sérfræðinga mun áhugaverðari en þá tekur Indianapolis Colts, sem er leitt af besta leikstjórnanda deildarinnar Peyton Manning, á móti New England Patriots sem hefur unnið þrjá Super Bowl-leiki síðan árið 2001. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar státar af eins glæsilegum árangri í úrslitakeppninni og Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, og það mun mikið mæða á honum í þessum leik. Þessi lið hafa mæst í úrslitakeppninni undanfarin ár og þá hefur Patriots ávallt haft betur þó svo Colts hafi á stundum verið talið sigurstranglegra. Colts er aftur á móti á heimavelli í þessum leik og það gæti haft mikið að segja enda hefur liðinu ávallt gengið skelfilega í kuldanum í Boston. Patriots er grýla Colts-liðsins og þá grýlu þarf Colts að leggja svo liðið nái langþráðu takmarki sínu að komast í Super Bowl. Margir sérfræðingar telja að tími Colts sé loks upp runninn en hvort það sé satt kemur í ljós í beinni á Sýn í kvöld. Leikur Chicago og New Orleans hefst klukkan 19:50 og leikur Indianapolis og New England klukkan 23:30.
Erlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira