Leikföng dauðans 14. nóvember 2007 11:13 Það er ekki þrautalaust að halda barnaafmæli. Ég kynntist því um liðna helgi. Ekki það að verkaskiptingin sé eitthvað að þvælast fyrir okkur hjónum. O nei; hún bakar og ég tek til. En svo streyma gjafirnar í hús, heilu og hálfu lagerarnir úr Toysarus. Og af því að í þessu tilviki var um þriggja ára dóttur mína að ræða - litla örverpið mitt - þá var ekki um annað að ræða en ég hjálpaði blessaðri tátunni að taka utan af pökkunum. Þá hófst áhlaupsvinnan. Ég skil ekki umbúðamenninguna nú til dags. Dótið á okkar dögum, hvort heldur eru dúkkur, bollastell eða eldhúsleikföng, er svo kyrfilega fest við pakkningarnar að hraustmenni á borð við mig má hafa sig allan við til að leysa völuskrínið úr viðjum pakkninganna. Þetta reynir á þolið en ekki síður á allar fínhreyfingar og tilfinningar. Það fór svo að segja allur afmælisdagurinn í þetta. Mest af þessu Toysarus-dóti er meira og minna naglfast við pabbaumbúðirnar. Þar fyrir utan taka við víraflækjur sem reyra glingrið þéttingsfast við hlífðarspjöldin. Vírasnúningarnir minna á einhverja tegund brúarverkfræði; það er eins og pakkarnir þurfi að standast nútíma burðarþolsvísindi. Á köflum missti ég þolinmæðina; kraftarnir báru þolgæðið ofurliði ... ég á enn eftir að festa eina hönd á dúkku sem slasaðist alvarlega í þessum átökum. Sökin er mín - og skömmin ... ég sá bara ekki síðasta vírinn. Þetta er náttúrlega ekki í lagi. Og eyðilagði fyrir mér afmælisveisluna. Ég sat tímunum saman úti í horni, einn og afskiptur, með vírklippur og naglbíta með viðþolslaust barnið fyrir framan mig. Ég leit út eins og úrvinda iðnaðarmaður sem er innlyksa við opnun skemmtistaðar. Af hverju þurfa afmæli að enda svona? Eiga ekki umbúðirnar að vera aukaatriði? Af hverju þarf sérfræðiþekkingu til að losa þær af sjálfum gjöfunum? Af hverju taka umbúðirnar meira pláss en glingrið sjálft? Þær fylltu þrjá sorppoka í dagslok. Ég horfi með hryllingi til jólanna. Þá verð ég líkast til einn úti í horni með iðnaðarmannabeltið um mig miðjan og vel brýndar klippur í hverjum vasa. Og ég býð ekki í jólaskapið ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Það er ekki þrautalaust að halda barnaafmæli. Ég kynntist því um liðna helgi. Ekki það að verkaskiptingin sé eitthvað að þvælast fyrir okkur hjónum. O nei; hún bakar og ég tek til. En svo streyma gjafirnar í hús, heilu og hálfu lagerarnir úr Toysarus. Og af því að í þessu tilviki var um þriggja ára dóttur mína að ræða - litla örverpið mitt - þá var ekki um annað að ræða en ég hjálpaði blessaðri tátunni að taka utan af pökkunum. Þá hófst áhlaupsvinnan. Ég skil ekki umbúðamenninguna nú til dags. Dótið á okkar dögum, hvort heldur eru dúkkur, bollastell eða eldhúsleikföng, er svo kyrfilega fest við pakkningarnar að hraustmenni á borð við mig má hafa sig allan við til að leysa völuskrínið úr viðjum pakkninganna. Þetta reynir á þolið en ekki síður á allar fínhreyfingar og tilfinningar. Það fór svo að segja allur afmælisdagurinn í þetta. Mest af þessu Toysarus-dóti er meira og minna naglfast við pabbaumbúðirnar. Þar fyrir utan taka við víraflækjur sem reyra glingrið þéttingsfast við hlífðarspjöldin. Vírasnúningarnir minna á einhverja tegund brúarverkfræði; það er eins og pakkarnir þurfi að standast nútíma burðarþolsvísindi. Á köflum missti ég þolinmæðina; kraftarnir báru þolgæðið ofurliði ... ég á enn eftir að festa eina hönd á dúkku sem slasaðist alvarlega í þessum átökum. Sökin er mín - og skömmin ... ég sá bara ekki síðasta vírinn. Þetta er náttúrlega ekki í lagi. Og eyðilagði fyrir mér afmælisveisluna. Ég sat tímunum saman úti í horni, einn og afskiptur, með vírklippur og naglbíta með viðþolslaust barnið fyrir framan mig. Ég leit út eins og úrvinda iðnaðarmaður sem er innlyksa við opnun skemmtistaðar. Af hverju þurfa afmæli að enda svona? Eiga ekki umbúðirnar að vera aukaatriði? Af hverju þarf sérfræðiþekkingu til að losa þær af sjálfum gjöfunum? Af hverju taka umbúðirnar meira pláss en glingrið sjálft? Þær fylltu þrjá sorppoka í dagslok. Ég horfi með hryllingi til jólanna. Þá verð ég líkast til einn úti í horni með iðnaðarmannabeltið um mig miðjan og vel brýndar klippur í hverjum vasa. Og ég býð ekki í jólaskapið ... -SER.