Lífið

Hjörtur Magni gefur brúðhjón aldarinnar saman

Jón og Ingibjörg eru glæsilegt par.
Jón og Ingibjörg eru glæsilegt par. MYND/Fréttablaðið
Hjörtur Magni Jóhannsson prestur gefur þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur saman við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni á laugardag. 

Þegar Vísir náði tali af Hirti Magna vildi hann sem minnst segja um málið, en sagðist þó geta staðfest að brúðkaupið færi fram í Fríkirkjunni og honum litist bara vel á að gefa brúðhjón aldarinnar saman.

Aðspurður hvort athöfnin yrði óvenjuleg að einhverju leiti var Hjörtur Magni leyndardómsfullur. ,,Ég held að þetta verði bara mjög eftirminnilegt." sagði hann.

Ljóst er að brúðkaupið verður ekkert slor. Meðal annars er búið er að koma fyrir risavöxnu tjaldi hjá Hafnarhúsinu þar sem gestir munu fagna með brúðhjónunum að athöfn lokinni. Þá steggjuðu vinir Jóns Ásgeirs hann með látum rétt fyrir utan London. Meðal þess sem vinirnir gerðu Jóni, var að setja hann um borð í pínulitla flugvél og láta líta út fyrir það að hún væri að hrapa. Vélin snerist marga hringi og kom reykur út úr stéli hennar. Jóni Ásgeiri ku hafa verið töluvert brugðið við loftfimleikana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.