Leikskólavandamálið enn og aftur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 5. október 2007 00:01 Barnafólk í Grafarvogi er brjálað. Það kaus Sjálfstæðisflokkinn í hrönnum í síðustu kosningum, bæði til þings og borgarstjórnar, er trútt sínu liði, en er ekki til í að sleppa degi og degi úr vinnu lengur þótt leikskólar séu illa mannaðir þessi dægrin. Þar vantar hálft annað hundrað starfsmanna. Sú hætta blasir við að einhverjir í hópi foreldra missi vinnu - fyrir fullt og allt - vegna þessa ástands sem hefur lagst misþungt á hverfin í Reykjavík, enda er gæsla barna hjá leikskólum Reykjavíkurborgar hugsjónastarf. Sá fjöldi kvenna og karla sem gengur til þess fórnfúsa starfs dag eftir dag gerir það ekki vegna launa, heldur vegna ástar á starfinu, ástar á börnum. Það er hugsjónafólk og samfélagið á því stóra skuld að gjalda. Ekki bara fyrir að ala börnin upp í skikk og góðum siðum, ekki bara fyrir það fyrirbyggjandi starf sem unnið er í leikskólunum til hjálpar þeim börnum sem eru frá heimilum sem eru illa stödd af ýmsum ástæðum, heldur ekki síst fyrir að halda atvinnulífinu gangandi. Foreldrarnir í Grafarvoginum hafa enn gengið fram fyrir skjöldu og heimtað lausn á vandamáli sem stýrist mest af launakjörum þeirra sem á leikskólum starfa. Allir foreldrar sem haldið hafa börn á dagheimilum vita að þaðan er látlaus straumur af fólki sem leitar sér betri launa af því það þarf þess. Og nú er komið að skilum skvaldurs og efnda, orða og gerða sem allar pólitískar fylkingar verða að feisa þegar í valdastóla er komið. Hvað ætla fulltrúar sjálfstæðismanna að gera í málinu? Formaður leikskólaráðs, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, er líklega kná kona. Hún nefnir þá lausn eina í umræðu síðustu daga að skoða verði ný rekstrarform, einkarekstur kunni fleiri ráð til að halda úti barnaheimilum en sá opinberi sem reyndar er sprottinn upp af sjálfboðaliðastarfi Sumargjafar fyrir margt löngu. Nú verður gaman að sjá hvar Þorbjörg finnur þær matarholur í rekstrarreikningum Leikskóla Reykjavíkur sem ættu að lokka einkaaðila að þannig rekstri. Enginn ætti að vita betur en Þorbjörg hvaða fitu er þar að finna. Eru nokkrar líkur á að einkaaðilar gætu lagt sig eftir slíkum rekstri (og látum þá stofnkostnað liggja milli hluta) upp á þau býtti sem þjónustusamningar við Reykjavíkurborg gæti veitt? Ekki er það líklegt. Það er nánast óhugsandi nema fyrirtæki fari að reka heimili fyrir börn starfsmanna. Er það skynsamlegt? Ónei. Frúnni verður að virða það til vorkunnar að raunveruleikinn er oft annað en kosningabríminn. Nú er bara að standa sig og horfast í augu við umbjóðendur sína, fólkið í borginni, læra að oft verða menn að kyngja vel innrættum hugarórum um einkarekstur þar sem hann hreinlega á ekki við. Til þess þarf þor. Og það munu kjósendur flokksins í Grafarvoginum kunna að meta - á endanum. Grunnþjónusta yngstu borgaranna á að vera sú að þeir búi við öryggi hjá vel menntuðu starfsfólki þannig að foreldrar geti gengið áhyggjulausir til starfa í atvinnulífinu. Þetta er svo einfalt að ekki á að þurfa að margtyggja það ofan í fólk í pólitík. Þetta kostar, en hagsmunirnir eru svo miklu meiri sem verið er að tryggja en hitt, að láta allt dankast í ábyrgðarleysi frjálshyggjunnar. Þorbjörg verður að finna sér nýjan stoðhóp í flokknum. Foreldrar í Grafarvogi eru örugglega til í að stofna hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun
Barnafólk í Grafarvogi er brjálað. Það kaus Sjálfstæðisflokkinn í hrönnum í síðustu kosningum, bæði til þings og borgarstjórnar, er trútt sínu liði, en er ekki til í að sleppa degi og degi úr vinnu lengur þótt leikskólar séu illa mannaðir þessi dægrin. Þar vantar hálft annað hundrað starfsmanna. Sú hætta blasir við að einhverjir í hópi foreldra missi vinnu - fyrir fullt og allt - vegna þessa ástands sem hefur lagst misþungt á hverfin í Reykjavík, enda er gæsla barna hjá leikskólum Reykjavíkurborgar hugsjónastarf. Sá fjöldi kvenna og karla sem gengur til þess fórnfúsa starfs dag eftir dag gerir það ekki vegna launa, heldur vegna ástar á starfinu, ástar á börnum. Það er hugsjónafólk og samfélagið á því stóra skuld að gjalda. Ekki bara fyrir að ala börnin upp í skikk og góðum siðum, ekki bara fyrir það fyrirbyggjandi starf sem unnið er í leikskólunum til hjálpar þeim börnum sem eru frá heimilum sem eru illa stödd af ýmsum ástæðum, heldur ekki síst fyrir að halda atvinnulífinu gangandi. Foreldrarnir í Grafarvoginum hafa enn gengið fram fyrir skjöldu og heimtað lausn á vandamáli sem stýrist mest af launakjörum þeirra sem á leikskólum starfa. Allir foreldrar sem haldið hafa börn á dagheimilum vita að þaðan er látlaus straumur af fólki sem leitar sér betri launa af því það þarf þess. Og nú er komið að skilum skvaldurs og efnda, orða og gerða sem allar pólitískar fylkingar verða að feisa þegar í valdastóla er komið. Hvað ætla fulltrúar sjálfstæðismanna að gera í málinu? Formaður leikskólaráðs, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, er líklega kná kona. Hún nefnir þá lausn eina í umræðu síðustu daga að skoða verði ný rekstrarform, einkarekstur kunni fleiri ráð til að halda úti barnaheimilum en sá opinberi sem reyndar er sprottinn upp af sjálfboðaliðastarfi Sumargjafar fyrir margt löngu. Nú verður gaman að sjá hvar Þorbjörg finnur þær matarholur í rekstrarreikningum Leikskóla Reykjavíkur sem ættu að lokka einkaaðila að þannig rekstri. Enginn ætti að vita betur en Þorbjörg hvaða fitu er þar að finna. Eru nokkrar líkur á að einkaaðilar gætu lagt sig eftir slíkum rekstri (og látum þá stofnkostnað liggja milli hluta) upp á þau býtti sem þjónustusamningar við Reykjavíkurborg gæti veitt? Ekki er það líklegt. Það er nánast óhugsandi nema fyrirtæki fari að reka heimili fyrir börn starfsmanna. Er það skynsamlegt? Ónei. Frúnni verður að virða það til vorkunnar að raunveruleikinn er oft annað en kosningabríminn. Nú er bara að standa sig og horfast í augu við umbjóðendur sína, fólkið í borginni, læra að oft verða menn að kyngja vel innrættum hugarórum um einkarekstur þar sem hann hreinlega á ekki við. Til þess þarf þor. Og það munu kjósendur flokksins í Grafarvoginum kunna að meta - á endanum. Grunnþjónusta yngstu borgaranna á að vera sú að þeir búi við öryggi hjá vel menntuðu starfsfólki þannig að foreldrar geti gengið áhyggjulausir til starfa í atvinnulífinu. Þetta er svo einfalt að ekki á að þurfa að margtyggja það ofan í fólk í pólitík. Þetta kostar, en hagsmunirnir eru svo miklu meiri sem verið er að tryggja en hitt, að láta allt dankast í ábyrgðarleysi frjálshyggjunnar. Þorbjörg verður að finna sér nýjan stoðhóp í flokknum. Foreldrar í Grafarvogi eru örugglega til í að stofna hann.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun