Starf eða hlutverk? 23. júní 2007 06:15 Hvað er þingmennska? Er það starf í hefðbundinni merkingu þess orðs? Er Alþingishúsið vinnustaður eins og hver önnur skrifstofa eða færibandaframleiðsla? Spurningar af þessu tagi vakna vegna umræðu um nýja þingmenn, önnur hlutverk þeirra og tengsl við fyrri störf. Umræðan kviknaði fyrir þá sök að nokkrir nýir þingmenn hafa vaxið til þeirrar ábyrgðar upp úr starfi í sveitarstjórnum. Vettvangi sveitarstjórna hefur reyndar um langa hríð verið líkt við stökkpall sem hentaði vel til meiri upplyftingar í stjórnmálum. Nú hefur umræðan hins vegar tekið á sig nokkuð sérstaka birtingarmynd. Þau sjónarmið blómstra með öðrum orðum sem telja að ekki geti farið saman að einn og sami maðurinn sitji samtímis í sveitarstjórn og á Alþingi. Því er jafnvel haldið fram að slík háttsemi stangist á við gott siðferði. Er rétt að tengja þetta við siðferði? Vissulega geta menn færst of mikið í fang að sitja á fleiri en einum stað. Það metur hver og einn sem í hlut á og svo á endanum umbjóðendur hans. En á það verður ekki fallist að þetta sé spurning um siðferði. Þingmennska er einfaldlega ekki starf í venjulegri merkingu þess orðs. Hún er ekki opinbert embætti. Nær lægi er að þingmennska sé hlutverk sem menn eru kjörnir til með lýðræðislegum hætti. Hlutverkið er að mæla fyrir um hver skuli vera lög í landinu, samþykkja ráðstöfun skattpeninga og taka ábyrgð á ríkisstjórn á hverjum tíma. Vinnustaður alþingismanna er þjóðfélagið, hver krókur þess og kimi. Alþingi er málstofa og vettvangur atkvæðagreiðslu. Það er beinlínis villandi að líkja því við vinnustað. Æskilegast er að þingmenn endurspegli sem best fjölbreytileik þjóðfélagsins frá einum tíma til annars. Í því ljósi er kostur að alþingismenn komi sem víðast að. Þannig er mikilvægt að á Alþingi sitji menn með rætur í sveitarstjórnum. Því lengur sem þingmenn geta haldið þeim rótum lifandi sem þeir hafa vaxið upp úr þeim mun frjórri verða þau tengsl og áhrif á löggjafarstarfið. Með öðrum orðum: Þegar málið er brotið til mergjar er í raun réttri æskilegt að þingmenn haldi sem lengst lifandi tengslum við það umhverfi sem hefur skilað þeim inn á löggjafarsamkomuna. Það er þinginu styrkur. Hitt fremur til þess fallið að veikja þingið þegar tengsl þingmanna við uppruna sinn í samfélaginu rofna. Vitaskuld geta hlaðist svo mikil verkefni á þingmenn að ógerningur reynist að halda lífi í gömlum rótum. Allt er það einstaklingsbundið; gerist hratt hjá sumum en hægt hjá öðrum. Um það gilda engar formúlur. En allt tal um að lifandi tengsl af þessu tagi beri vott um ógott siðferði er rökvilla. Skýringin getur tæpast verið önnur en sú að ruglað er saman þingmennsku og embættismennsku. Kjarni málsins er sá að eðlismunir skilur þar á milli. Vanhæfisreglur stjórnsýslu gilda til að mynda ekki og mega ekki gilda um þingmenn. Það er lyftistöng fyrir Alþingi að formaður opinberra starfsmanna getur sameinað það hlutverk þingmennsku. Það var bót fyrir Alþingi að framkvæmdastjóri Verslunarráðs gat látið það starf fara saman með hlutverki sínu sem þingmaður. Á sinni tíð treysti það tengsl Alþingis og þjóðlífs að forystumenn Dagsbrúnar og Sjómannafélagsins sátu þar. Sem betur fer geta ekki allir þingmenn orðið sjónvarpsþáttaþingmenn. Slíkt þing yrði tengslasnautt og fábreytilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Hvað er þingmennska? Er það starf í hefðbundinni merkingu þess orðs? Er Alþingishúsið vinnustaður eins og hver önnur skrifstofa eða færibandaframleiðsla? Spurningar af þessu tagi vakna vegna umræðu um nýja þingmenn, önnur hlutverk þeirra og tengsl við fyrri störf. Umræðan kviknaði fyrir þá sök að nokkrir nýir þingmenn hafa vaxið til þeirrar ábyrgðar upp úr starfi í sveitarstjórnum. Vettvangi sveitarstjórna hefur reyndar um langa hríð verið líkt við stökkpall sem hentaði vel til meiri upplyftingar í stjórnmálum. Nú hefur umræðan hins vegar tekið á sig nokkuð sérstaka birtingarmynd. Þau sjónarmið blómstra með öðrum orðum sem telja að ekki geti farið saman að einn og sami maðurinn sitji samtímis í sveitarstjórn og á Alþingi. Því er jafnvel haldið fram að slík háttsemi stangist á við gott siðferði. Er rétt að tengja þetta við siðferði? Vissulega geta menn færst of mikið í fang að sitja á fleiri en einum stað. Það metur hver og einn sem í hlut á og svo á endanum umbjóðendur hans. En á það verður ekki fallist að þetta sé spurning um siðferði. Þingmennska er einfaldlega ekki starf í venjulegri merkingu þess orðs. Hún er ekki opinbert embætti. Nær lægi er að þingmennska sé hlutverk sem menn eru kjörnir til með lýðræðislegum hætti. Hlutverkið er að mæla fyrir um hver skuli vera lög í landinu, samþykkja ráðstöfun skattpeninga og taka ábyrgð á ríkisstjórn á hverjum tíma. Vinnustaður alþingismanna er þjóðfélagið, hver krókur þess og kimi. Alþingi er málstofa og vettvangur atkvæðagreiðslu. Það er beinlínis villandi að líkja því við vinnustað. Æskilegast er að þingmenn endurspegli sem best fjölbreytileik þjóðfélagsins frá einum tíma til annars. Í því ljósi er kostur að alþingismenn komi sem víðast að. Þannig er mikilvægt að á Alþingi sitji menn með rætur í sveitarstjórnum. Því lengur sem þingmenn geta haldið þeim rótum lifandi sem þeir hafa vaxið upp úr þeim mun frjórri verða þau tengsl og áhrif á löggjafarstarfið. Með öðrum orðum: Þegar málið er brotið til mergjar er í raun réttri æskilegt að þingmenn haldi sem lengst lifandi tengslum við það umhverfi sem hefur skilað þeim inn á löggjafarsamkomuna. Það er þinginu styrkur. Hitt fremur til þess fallið að veikja þingið þegar tengsl þingmanna við uppruna sinn í samfélaginu rofna. Vitaskuld geta hlaðist svo mikil verkefni á þingmenn að ógerningur reynist að halda lífi í gömlum rótum. Allt er það einstaklingsbundið; gerist hratt hjá sumum en hægt hjá öðrum. Um það gilda engar formúlur. En allt tal um að lifandi tengsl af þessu tagi beri vott um ógott siðferði er rökvilla. Skýringin getur tæpast verið önnur en sú að ruglað er saman þingmennsku og embættismennsku. Kjarni málsins er sá að eðlismunir skilur þar á milli. Vanhæfisreglur stjórnsýslu gilda til að mynda ekki og mega ekki gilda um þingmenn. Það er lyftistöng fyrir Alþingi að formaður opinberra starfsmanna getur sameinað það hlutverk þingmennsku. Það var bót fyrir Alþingi að framkvæmdastjóri Verslunarráðs gat látið það starf fara saman með hlutverki sínu sem þingmaður. Á sinni tíð treysti það tengsl Alþingis og þjóðlífs að forystumenn Dagsbrúnar og Sjómannafélagsins sátu þar. Sem betur fer geta ekki allir þingmenn orðið sjónvarpsþáttaþingmenn. Slíkt þing yrði tengslasnautt og fábreytilegt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun