Skapandi stjórnmál 18. maí 2007 22:39 Ef marka má upphafið ætlar Nicolas Sarkozy að reynast margbrotnari forseti en margir töldu. Það hefur komið mörgum á óvart að hann skipaði Bernard Kouchner sem utanríkisráðherra. Kouchner er annar stofnandi samtakanna Læknar án landamæra, nýtur mikillar virðingar, en er til vinstri í stjórnmálum. Í gegnum starf sitt þekkir Kouchner mjög vel til málefna Afríku og þriðja heimsins auk þess sem hann var æðsti sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Kosovo.Þetta virðist ansi snjallt hjá Sarkozy sem hefur þann stimpil að hann sé eindreginn hægrimaður á franskan mælikvarða. Í ríkisstjórninni er helmingur ráðherranna konur. Sarkozy lýsir því yfir að aðaláhersla hans í utanríkismálum verði á mannréttindi og loftslagsbreytingar. Allt bendir þetta til þess að hann sé að leggja sig í líma við að verða forseti allra Frakka. Honum hefur verið líkt við Napóleon - kannski vill hann líka verða aðalmaðurinn í Evrópu?--- --- --- Frakkar hafa að sönnu eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Samgöngurnar í landinu eru til fyrirmyndar og lífsgæðin að mörgu leyti líka. Þjóðin er afar vel menntuð, vel lesin og tæknikunnátta á háu plani. Stærsta vandamálið er vinnumarkaðurinn. Hann er reyrður í viðjar ofstýringar. Það er varla hægt að reka eða ráða starfsmenn. Atvinnuöryggi er ágætt fyrir sinn hatt en kerfið er svo strangt að það hefur getið af sér stöðnun. Það skapast ekki ný störf. Vel menntaðir Frakkar flytja unnvörpum úr landi til að leita sér að vinnu. Sarkozy þarf að leita leiða til að breyta þessu. Hætt er við að hin uppreisnargjarna þjóð rísi upp á móti honum. Það er ekki erfitt að æsa frönsk ungmenni upp - það er eins og það sé partur af manndómsvígslu þeirra að fara út á göturnar og mótmæla. Þess vegna er mikilvægt fyrir Sarkozy að hafa sem stærstan hluta frönsku þjóðarinnar bak við sig. --- --- --- Það er óskandi að sjá sömu sköpunargleði við myndun nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi. Það er ljóst að fólk hefur tekið við Sjálfstæðisflokknum sem er tilbúið að gleyma þrætum og þráhyggjum fortíðarinnar. Samfylkinguna langar mikið að sýna að hún sé traustsins verð. Er ekki aðeins of snemmt að fara að uppnefna ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar? Hún er ekki einu sinni orðin til. Þetta eru tveir flokkar með mikið kjörfylgi. Þingstyrkur stjórnarinnar verður mikill. Þess vegna hlýtur maður að gera miklar kröfur til hennar. Svona stjórn þarf að vera tilbúin að taka verulega til í heilbrigðiskerfinu - já, einkarekstur er lausnarorð á sumum sviðum þess* - og gera róttækar umbætur í landbúnaði. Hún þarf líka að skoða Evrópumálin með opnum huga - einkum og sérílagi hvort gjaldmiðillinn okkar er ekki frekar til bölvunar en hitt. Það þarf að hækka laun umönnunarstétta verulega - mannaflinn þar er grunnur heilbrigðiskerfisins - og gera betur við gamalt fólk og öryrkja. Og það þarf líka að gera átak í samgöngumálum. Þar ætti einkaframtakið líka að fá meira rými.Kannski er kominn tími til að stjórnmálamaður af höfuðborgarsvæðinu verði samgönguráðherra? Kristján Möller er búinn að fá sín Héðinsfjarðargöng og getur verið sáttur. Verði ekki breytingar í heilbrigðis- og landbúnaðarmálum mun maður draga þær ályktanir að engu verði þokað í þessum efnum í landi voru. Og þá hefur stjórninni mistekist. Þetta verður helsti prófsteinn hennar. Einstrengingsháttur í stóriðjumálum skilar engu, eru einhver almennileg rök gegn því að Húsvíkingar fái að reisa álver sem er knúið af hitaorku? Ekki eyðileggur það náttúru landsins. Eins er með Íraksstríðið. Ákvörðun um stuðning við það var tekin af mönnum sem eru horfnir úr pólitíkinni, stríðið er hörmulegt, en það má alls ekki líta þannig út að við styðjum fasísk öfl sem hatast við tilhugsunina um að Írak verði lýðræðisríki. Þess vegna eigum við að styðja uppbyggingu í Írak - alveg burtséð frá viðhorfinu til Bandaríkjanna. --- --- --- Er Vinstri grænum og Framsóknarflokknum alvara með tilboði um að gera Ingibjörgu Sólrúnu að forsætisráðherra? Logar ekki enn allt í illdeilum milli þessara flokka? Þyrftu Steingrímur J. og Jón Sigurðsson ekki að stíga fram saman, hönd í hönd, til að hægt sé að taka þetta boð alvarlega?Svo er líka spurning hversu lengi svona stjórn myndi endast? Lengur en vinstri stjórnin 1978? Henni var klúðrað saman eftir mikil illindi milli flokka.Þó ekki væri nema fyrir söguna er lykilspurning hvernig Vinstri grænir mátu stöðu sína daginn eftir kosningar? Töldu þeir sig vera með einhvers konar ádrátt á ríkisstjórnarsamstarf frá Sjálfstæðisflokknum? Er einhver önnur skýring á því hvers vegna þeir höfnuðu svo harkalega samstarfi við Framsókn?* Með því að smella hér má fræðast dálitið um einkarekstur og valddreifingu í sænska heilbrigðiskerfinu en síðari ár hafa Svíar kosið að fara þá leið - undir stjórn krata. Hér höfum við farið þveröfuga leið, í átt til miðstýringar - hámarkið á því verður Alfreðsspítalinn mikli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Ef marka má upphafið ætlar Nicolas Sarkozy að reynast margbrotnari forseti en margir töldu. Það hefur komið mörgum á óvart að hann skipaði Bernard Kouchner sem utanríkisráðherra. Kouchner er annar stofnandi samtakanna Læknar án landamæra, nýtur mikillar virðingar, en er til vinstri í stjórnmálum. Í gegnum starf sitt þekkir Kouchner mjög vel til málefna Afríku og þriðja heimsins auk þess sem hann var æðsti sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Kosovo.Þetta virðist ansi snjallt hjá Sarkozy sem hefur þann stimpil að hann sé eindreginn hægrimaður á franskan mælikvarða. Í ríkisstjórninni er helmingur ráðherranna konur. Sarkozy lýsir því yfir að aðaláhersla hans í utanríkismálum verði á mannréttindi og loftslagsbreytingar. Allt bendir þetta til þess að hann sé að leggja sig í líma við að verða forseti allra Frakka. Honum hefur verið líkt við Napóleon - kannski vill hann líka verða aðalmaðurinn í Evrópu?--- --- --- Frakkar hafa að sönnu eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Samgöngurnar í landinu eru til fyrirmyndar og lífsgæðin að mörgu leyti líka. Þjóðin er afar vel menntuð, vel lesin og tæknikunnátta á háu plani. Stærsta vandamálið er vinnumarkaðurinn. Hann er reyrður í viðjar ofstýringar. Það er varla hægt að reka eða ráða starfsmenn. Atvinnuöryggi er ágætt fyrir sinn hatt en kerfið er svo strangt að það hefur getið af sér stöðnun. Það skapast ekki ný störf. Vel menntaðir Frakkar flytja unnvörpum úr landi til að leita sér að vinnu. Sarkozy þarf að leita leiða til að breyta þessu. Hætt er við að hin uppreisnargjarna þjóð rísi upp á móti honum. Það er ekki erfitt að æsa frönsk ungmenni upp - það er eins og það sé partur af manndómsvígslu þeirra að fara út á göturnar og mótmæla. Þess vegna er mikilvægt fyrir Sarkozy að hafa sem stærstan hluta frönsku þjóðarinnar bak við sig. --- --- --- Það er óskandi að sjá sömu sköpunargleði við myndun nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi. Það er ljóst að fólk hefur tekið við Sjálfstæðisflokknum sem er tilbúið að gleyma þrætum og þráhyggjum fortíðarinnar. Samfylkinguna langar mikið að sýna að hún sé traustsins verð. Er ekki aðeins of snemmt að fara að uppnefna ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar? Hún er ekki einu sinni orðin til. Þetta eru tveir flokkar með mikið kjörfylgi. Þingstyrkur stjórnarinnar verður mikill. Þess vegna hlýtur maður að gera miklar kröfur til hennar. Svona stjórn þarf að vera tilbúin að taka verulega til í heilbrigðiskerfinu - já, einkarekstur er lausnarorð á sumum sviðum þess* - og gera róttækar umbætur í landbúnaði. Hún þarf líka að skoða Evrópumálin með opnum huga - einkum og sérílagi hvort gjaldmiðillinn okkar er ekki frekar til bölvunar en hitt. Það þarf að hækka laun umönnunarstétta verulega - mannaflinn þar er grunnur heilbrigðiskerfisins - og gera betur við gamalt fólk og öryrkja. Og það þarf líka að gera átak í samgöngumálum. Þar ætti einkaframtakið líka að fá meira rými.Kannski er kominn tími til að stjórnmálamaður af höfuðborgarsvæðinu verði samgönguráðherra? Kristján Möller er búinn að fá sín Héðinsfjarðargöng og getur verið sáttur. Verði ekki breytingar í heilbrigðis- og landbúnaðarmálum mun maður draga þær ályktanir að engu verði þokað í þessum efnum í landi voru. Og þá hefur stjórninni mistekist. Þetta verður helsti prófsteinn hennar. Einstrengingsháttur í stóriðjumálum skilar engu, eru einhver almennileg rök gegn því að Húsvíkingar fái að reisa álver sem er knúið af hitaorku? Ekki eyðileggur það náttúru landsins. Eins er með Íraksstríðið. Ákvörðun um stuðning við það var tekin af mönnum sem eru horfnir úr pólitíkinni, stríðið er hörmulegt, en það má alls ekki líta þannig út að við styðjum fasísk öfl sem hatast við tilhugsunina um að Írak verði lýðræðisríki. Þess vegna eigum við að styðja uppbyggingu í Írak - alveg burtséð frá viðhorfinu til Bandaríkjanna. --- --- --- Er Vinstri grænum og Framsóknarflokknum alvara með tilboði um að gera Ingibjörgu Sólrúnu að forsætisráðherra? Logar ekki enn allt í illdeilum milli þessara flokka? Þyrftu Steingrímur J. og Jón Sigurðsson ekki að stíga fram saman, hönd í hönd, til að hægt sé að taka þetta boð alvarlega?Svo er líka spurning hversu lengi svona stjórn myndi endast? Lengur en vinstri stjórnin 1978? Henni var klúðrað saman eftir mikil illindi milli flokka.Þó ekki væri nema fyrir söguna er lykilspurning hvernig Vinstri grænir mátu stöðu sína daginn eftir kosningar? Töldu þeir sig vera með einhvers konar ádrátt á ríkisstjórnarsamstarf frá Sjálfstæðisflokknum? Er einhver önnur skýring á því hvers vegna þeir höfnuðu svo harkalega samstarfi við Framsókn?* Með því að smella hér má fræðast dálitið um einkarekstur og valddreifingu í sænska heilbrigðiskerfinu en síðari ár hafa Svíar kosið að fara þá leið - undir stjórn krata. Hér höfum við farið þveröfuga leið, í átt til miðstýringar - hámarkið á því verður Alfreðsspítalinn mikli.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun