Kallað eftir þjóðhátíðarstemningu í Höllinni 17. júní 2007 10:15 fréttablaðið/alexandar djurovic Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón. Íslenski handboltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón.
Íslenski handboltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira